Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 37

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 37
KVENNAEYJAN í NORÐRI Charles Bukowski Nokkrir af iesendum mínum Fararstjórinn sagði kynngimagnaðar sögur á síðkveldum af fomfrægum íslensk- um konum, álfa- og huldukonum, skessum og forynjum. María bílstjóri sló í gegn í Þórsmörk þegar hún fór í fararbroddi íjölda bíla þar sem kraftalegir karl- ar sátu við stýrið og voru efíns um rétta vaðið. Þetta er annað árið í röð sem hingað koma þýskar konur á vegum ferðaskrif- stofunnar FrauenReisen í Berlín sem skipuleggur sérstakar ferðir fyrir konur og ár hvert er boðið upp á um 100 slíkar ferðir um allan heim. lslandsferðin er nefnd „ferðin til kvennaeyjunnar“. Aðspurð sagði Eva Weiht (þriðja f.h. á mynd), einn stofnenda FrauenReisen, um tilgang sérstakra kvennaferða að í ferðum þeirra væri lögð áhersla á aðra þætti í leiðsögninni en annars væri, s.s. sögu kvenna í hverju landi og stöðu þeirra, kvennahreyfíngar væru sóttar heim sem og listagallerí og handverksmiðstöðvar kvenna. „Og svo er allt öðmvísi að skemmta sér með kvenkyns ferðafélögum. Við höfunt haft frábæra fararstjóm og áttum margar ógleymanlegar stundir“ og minnist strax viðkomunnar i helli Höllu og Eyvindar þegar brennivínspelinn gekk kvenna á milli undir sagnaþætti Danfríðar fararstjóra. Hún bauð og upp á „konu dagsins" dag hvem og urðu þá ýmist fyrir valinu frásagnir af steingerðum tröllskessum eða merkum athafna- konum, lífs eða liðnum, s.s. Petrínu steinasafnara á Stöðvarfírði og Sigríði í Brattholti sem tryggði Islendingum yfirráð yfir Gullfossi á ný eftir sölu hans til útlends raforkufirma. VERA hitti hópinn að lokinni tveggja vikna hringferð um landið þar sem þær sátu við plokkfiskssnæðing. Þær voru afar ánægðar með ferðina en ekki á eitt sáttar hvað hefði verið stórkostlegast. Ohamin náttúran, gestrisni landans, sögumar, „konur dagsins“, eða konurnar sem lóðsuðu þær um landið. Fararstjór- inn Danfríður Skarphéðinsdóttir er fyrrverandi þingkona Kvennalistans á Vest- urlandi og kennari í MR og María Andrésdóttir er að öðru jöfnu vagnstjóri á leið eitt hjá SVR. Þess má geta að María var kjörin kona dagsins fyrir áðursagða áræðni í Þórsmörk. „Það sem dregur okkur til Islands er ekki síst hróður ís- lenskra kvenna sem hefur borist víða,“ sagði Eva Weiht að lokum. KVIKMYNDAHÁTÍÐ 1 tilefni 20 ára afmælis j£laiids(k|ld|y A“ptt"Ip>Tltpr^IÍaBal verður lialdin kvik- myndahátíð í Rcgnboganuni iw»4%|i>|p'Ik: Mxndimai eru allar nýjar og voru sýndar á kvikmyndaháuourn í New YoS og C8s Angeles fyrr á árinu. Lescndum VERU er sérstaklega bcnt á tvær myndir sem fjalla um mannréttindabrot gegn konum. Defending our lives er bandarísk kvikntynd og skráir reynslu og baráttu kvenna sem hafa upplifað hörmungar heimilisofbeldis. Myndin fékk Oskarsverðlaun 1993. Fire eyes er gerð af ungri sómalskri konu Sorayu Mirc og fjallar á persónulegan og pólítiskan hátt um umskurð á stúlkubörnum. Myndin Itefur unnið til tveggja verð- launa, Thc Winnie Mandela Award for Upliftment of African Women og Human Righls Award háskólans í Maryland. Mér leið vel að koma út af þessum dýra veitingastað í Þýskalandi á regnvotu kvöldi sumar af dömunum höfðu frétt að ég væri þarna inni og sem ég geng þaðan út vel mettur og rallhálfur veifuðu dömurnar spjöldum og æptu að mér en það eina sem ég skildi var nafnið mitt. ég spurði þýskan kunningja hvað þær væru að segja. „þær hata þig,“ sagði hann, „þær tilheyra þýsku kvenfrelsishreyfingunni...“ ég stóð og fylgdist með þeim, þær voru fallegar og æpandi, ég elskaði þær allar, ég hló, veifaði sendi fingurkossa. svo drógu kunningi minn, og útgefandinn og kærastan mig inn í bílinn; vélin fór í gang, rúðuþurrkurnar byrjuðu að slást og þegar við ókum af staö í rigningunni leit ég við horfði á þær standa í þessu hræðilega veðri veifandi spjöldum sínum og steyttum hnefum. það var indælt að vekja eftirtekt í landinu þarsem ég fæddist, það var það sem skifti mestu máli... xxx aftur uppi á hótelherbergi að opna vínflöskur með vinum mínum fylltist ég söknuði eftir þessum reiðu blautu ástríöufullu dömum næturinnar. Einar Kárason þýddi Charles Bukowski fæddist 1920 og lést fyrr á þessu ári. Hann ólst upp I Bandaríkjunum, sonur pólsk-þýskra innflytjenda. Hann var þekktur fyrir Ijóö sín og skáldsögur, sem sumar þóttu grófar og glannalegar.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.