Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 46

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 46
BRRIUMKUR Fyrir austan sól og vestan móna Stytt þýðing Steingríms Thorsteinssonar Myndir: Anna Vilborg Gunnarsdóttir Mál og menning 1993 Alltaf er jafn skemmtilegt að lesa gott ævintýri þar sem andstæðum er teflt saman og aðalper- sónan þarf að leggja á sig ýmsar þrautir til að sigra að lokum. Auðvitað berst utanaðkomandi hjálp og eins og oft sannar talan þrír einkenni ævintýrisins. Ævintýrið Fyrir austan sól og vestan mána er eitt af þessum góðu gömlu sígildu ævintýrum sem komið er út í fallegri bók. Söguþráður byggist upp á því að stúlkan þarf að vinna að því að ná í hinn fríða svein og með þrautseigju tekst henni það. Ekkert fæst án fyrirhafnar í æv- intýrum. Myndir við ævintýrið hefur Anna Vilborg Gunnarsdóttir gert og tekst henni vel að ná blæ sögunnar með mild- um vatnslitateikn- ingum. Raunsæi ríkir i gerð persóna og tíma- leysi í klæðnaði og um- hverfi einkennir ævintýrið - ævintýrin gerast jú alls- staðar og hvergi. Myndirnar eru þrívíðar en tvívíðum myndum skotið inn. Letur er skýrt og læsilegt og texta er skemmtilega komið fyrir á síðun- um. Sól og máni skipa sinn sess á aukasíðum þar sem litur er ívið sterk- ari og undirstrikar þannig titil ævintýrisins. Útlit og gerð bókarinnar eru með besta móti og gefa tilefni til að kynna sér innihaldið. Margrét Gunnarsdóttir Schram Stafrófskver Ljóð: Þórarinn Eldjárn Myndir: Sigrún Eldjárn Forlagið 1993 Ekki bregst þeim bogalistin systkin- unum Sigrúnu og Þórami. Stafrófs- kver þeirra iðar af ijöri og kímni. Vísumar eru hugvitsamlega gerð- ar þannig að hver stafúr kemur endalaust aftur og aftur fyrir í einni lítilli vísu. Stafimir og vísurnar eru rammaðar inn á myndskreyttum síðum þar sem hver flötur er fýlltur út með skemmtilegum fyrir- brigðum. Sigrún teiknar einfaldar myndir á sinn góðkunna hátt - stíllinn er glaðlegur og dálítið bamalegur. Myndimar em málaðar með skærum vatnslitum og nánast allt litrófið er notað. Það sem sést á myndum er einkennt með orðum en þau fylgja auðvitað réttum upphafs- staf. Ohætt er að mæla með þessari bók, hún er spennandi í kynningu bókstafanna og fengur fyrir börnin. Útlit og gerð er með ágætum og mynd á bókarkápu býður alla sérlega velkomna að líta inn. Margrét Gunnarsdóttir Schram full ærslafengin, sér í lagi þegar Ijölskyldu kaupmannsins í þorpinu ber á góma. Málfarið er mjög vandað og oft myndrænt, einkum þegar tilfinningum Möggu er lýst. Myndir Freydísar Kristjánsdóttur eru fallegar og alveg sérstaklega kápumyndin þar sem Magga situr á hvíldarstein- inum sínum á ásnum sem skilur að Ljúfuvík og þorpið og horfir til himins. Himinninn er allsstaðar er að mínu mati skemmtileg og vel gerð saga sem bæði fullorðnir og börn frá u.þ.b. sex ára aldri hafa gaman af að lesa eða heyra. Anna Ingólfsdóttir Himinninn er allsstaóar Sólveig Traustadóttir Myndir: Freydís Kristjánsdóttir Mál og menning 1993 Þegar ástvinir eru fjarri er gott að hugsa til þess að himinninn er allsstaðar sá sami. Það finnst a.m.k. henni Möggu, 7 ára stelpu, sem elst upp hjá ömmu sinni í Ljúfuvík rétt utan við ónafngreint þorp. Ef ekki væri fyrir það að annar fótur hennar er styttri en hinn væri fátt sem skyggði á gleði hennar. En eftir að vinkonan Edda kem- ur til sögunnar verður tilveran enn bjartari og Ijörmeiri svo jafn- vel stutti fóturinn fer að skipta minna máli. Frásögnin einkennist af mikilli hlýju og gam- ansemi. T.d. er Ijallað af skilningi um kjör þeirra sem á einhvern hátt eru ekki eins og fólk er flest. Gamansemin kemur fram með ýmsu móti, allt frá því að vera hárfín til þess að vera Beinagrindin Texti og myndir: Sigrún Eldjárn Forlagið 1993 Það eru sennilega rnargir sem muna eft- ir því úr æsku sinni að hafa lesið kynstr- in öll af dularfullum bókum og látið sig dreyma um að lenda í ævintýrum eins og að finna Ijár- sjóð og góma glæpamenn. Sumir hafa kannski elt dularfulla náunga í frakka með hatt en kom- ist svo að því sér til mikilla vonbrigða, að um sárasaklausa borgara var að ræða. I þessari bók segir einmitt frá Ijórum krökkum sem í upphafi sögu hafa orðið að láta sér nægja drauminn um að lenda í ævintýrum á borð við þau sem dularfullu bækurnar greina frá. En eftir að þau stofna leynifélagið Beinagrindina færist heldur betur ijör í leikinn og stóri draumurinn rætist. Myndirnar skipa stóran sess í sögunni. Þær eru líflegar og þeim er haganlega fyrir kornið. Stundum miðla myndirnar einar upplýsingum í framvindu sögunnar, t.d. verða lesendur að spreyta sig á að lesa úr dulmáli sem einungis kemur fram á myndum. Málfarið er mjög gott og Beinagrindin er virkilega spennandi og skemmtileg saga fyrir alla sem hafa gaman af að lesa uni ævintýri í dularfullum bókum. Anna Ingólfsdóttir L 6 Akureyri Þar sem listir handverk og hönnun blómstrar.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.