Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 40

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 40
Hann skrifaði mér reyndar hvað þeim öllum heima hefði fundist það sorg- legt þegar ég „dó“ í síðasta þættinum.“ Shabana vill lítið úr ljölhæfiii sinni gcra og greinilegt er að hún hefiir ekki látið hefðbundnar hugmyndir landa sinna um stöðu kvenna aftra sér að ráði. „Konur í Pakistan eru fiestar mjög háðar vilja karlanna á heimil- inu þótt margt sé að breytast.“ Það er ekki bcin skólaskylda í Pakistan. Þó er mikið lagt upp úr því að stúlkur mennti sig, en helst til að ná i gott mannsefni. „Og ég vann við að kenna ungum stúlkum heima við. Stelpur fá litið að vera utandyra og séu fjárráð ijölskyldunnar sæmileg er gjarnan einhver fenginn til að hjálpa þeim með lærdóminn. Fjöldinn í bekkjunum er líka svo mikill, allt að 100 böm saman í stofu, að hver nemandi fær ekki mikla athygli. VERA undrast hvemig Shabana hafði tíma til að sinna öliu þessu! „Auðvitað þurfti ég að fara eldsnemma á fætur á morgnana. En ég ætlaði mér alltaf að verða eitthvað og mest langaði mig í læknisfræði en það var of dýrt nám.“ Hún hafði einnig mikinn áhuga á að vinna með bömum. Og nú tekur hún þátt í að undirbúa stofnun Waldorfskóla í Reykjavík, ásamt Lámsi og fleirum sem vinna í anda Rúdolfs Steiner. Það hefúr þegar ver- ið komið á fót leikskóla, Sólstöfúm, og í vetur verður starfrækt skóladag- heimili. “Eg ætla að kenna þegar ég hef náð valdi á íslenskunni“, segir Shabana og er að heíja nám í islensku fyrir útlendinga við háskólann. Henni ætti ckki að verða skotaskuld úr því - hún talar þegar fjögur tungu- mál, auk móðurmálsins, urdu. Meðfram náminu ætlar hún að halda áfiram að kynna pakistanskar hefðir - bæði í mat og máli. Hún hefúr heimsótt ýmsar samkundur, dansað, sungið og haldið fyrirlestra um þjóð sína og m.a. sagt unglingum i félagsmiðstöðvum frá lífi jafnaldra þeirra í Pakist- an. Þegar VERA fór þess á leit við Shabönu að fá hjá henni uppskriftir lét hún sig ekki muna um að koma og elda réttina fyrir ritnefndina - og við mælum óspart með þeim. Ykkur lesendum bendum við á að Shabana verður gestakokkur á veitingastaðnum A Næstugrösum í Reykjavík næst- komandi föstudaga. Hún tekur cinnig að sér að elda fyrir veislur í hcima- húsum og stendur fyrir matreiðslunámskeiðum fyrir okkur innfædda á vegum Upplýsinga- og menningarmiðstöðvar nýbúa. * Kartöflukebab (kartöfluborgarar, fyrir 4) 1 kg kartöflur - 1 1/2 tsk salt - 3/4 tsk chilli - 1 tsk cumín - 2 egg - steik- ingarolía - Sjóðið kartöflurnar, setjið síðan í skál og látið kólna. Afhýðið og meijið í mauk með höndunum. Bætið salti, chilli og cumíni og blandið vel. Skipt- ið deiginu í jaftia klatta (ca. 1 cm þykka og 6 cm í þvermál). Brjótið eggin í skál og hrærið saman, dýfið kartöfluborgurunum í eggjahræruna og steikið þá á heitri pönnu þar til þeir eru brúnaðir. Berið fram heitt. Dahl - raubar linsubaunir (fyrir 4) 250 gr rauðar linsubaunir - 1/2 tsk turmerick dufit - 5 dl vatn - 3/4 tsk chillidufit - 1 1/2 tsk salt - 1 laukur (skorinn í sneiðar) - 2 hvítlauksrif - 6 msk olía - 1 msk cumín - Hreinsið og skolið baunimar og setjið í pott með vatni, salti, chilli og turmerick. Sjóðið þar til baunimar em orðnar mjúkar og maukkenndar og vatnið gufað upp. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er gullinbrúnn. Bætið cumíni og söxuðum hvítlauk út á laukinn og steikið á- fram, fáeinar sekúndur. Takið lokið af baununum, hellið lauknum og olí- unni yfir og setjið lokið strax á afitur svo að ilmurinn fari ekki langt. Hrær- ið í pottinum rétt fyrir framreiðslu. Má skreyta með grænum koriander- laufum. Machli Masala (fiskréttur fyrir 4j 400-500 gr ýsa - 1 stór laukur - 6 hvítlauksrif - fersk cngifcrrót, góður biti - 4 tómatar (skornir) - grænn chilli og grænn koriander (má sleppa) - 1 tsk salt - 1 tsk rautt chilli - 1 tsk koriander - 1/4 tsk turmerick - 1 tsk cumín - 2 bollar hrein jógúrt - 5 msk olía - Skerið fiskinn í bita, merjið hvítlauk og engifer og blandið saman og skerið laukinn í hringi. Setjið olíu á pönnu við lágan hita, brúnið laukinn lítillega, setjið allt kryddið út í, einnig hvítlauk og engifer og tómatana. Bælið að lokum jógúrtinni saman við og látið krauma smástund. Leggið fiskinn ofan á og lokið á. Snúið íiskbitunum við cftir 5 mín. og látið krauma jafnlengi, með lokinu á. Fersk korianderlauf sem stráð er yfir gefa gott bragð. Palcistanskir réttir „Nýjar framandi uppskriftir eru ekki aðalatriðið“, segir Shabana, „ég segi fólki frá heföunum í kringum matargerðina, hvaða áhrif fæðutegundimar hafa á líkamann og hver grunnatriði kryddlistarinnar eru. Eg nota aðeins fjögur grunnkrydd og kenni fólki að vinna með höndunum, því rafmagns- tæki em fátíð á mínum heimaslóðum." Hráefnið sem Shabana notar er ódýrt og ætti því að vera á færi hvers og eins að prófa. „Þennan mat er auðvelt að matbúa, hann ilmar vel, bragðast vel og auðvelt er að melta þessa fæðu.“ - Pakistönskum mat svipar að mörgu leyti til indverskra rétta, engin máltíð er framborin án þess að brauð eða hrísgijón séu höfð með og mikið er um baunir og annað grænmeti. Það má allt finna í hillum stórmarkaða og svo í versluninni Kryddkofanum í Reykjavík. Chapatis (kringlóttar heilhveitikökur) 4 bollar heilhveiti - 1 tsk salt - vatn - Setjið hveiti, salt og vatn í stóra skál og notið það vatnsmagn scm þarf til að mynda mjúkt deig sem hnoðast með höndum. Látið deigið standa í um I klst. Skiptið deiginu í 10-12 jafna hluta á stærð við meðal kjötbollu. Veltið hverri bollu uppúr hveiti til að koma í veg fyrir að deigið kiístrist við finguma og dreifið smá hveiti á borðið. Fletjið hverja bollu með köku- kefli með smáum hringlaga hreyíingum þar til kakan hefur u.þ.b. náð stærð pönnunnar og þykkt á við flatköku. Pannan á að vera mjög heit og Chapatiskakan á að vera ristuð báðum megin eða þar til brúnir hilablettir myndast. Notið klút eða álpappír til að halda heitu þar til borðað er. Chilli chutney meb koriander 2 grænir chilli (má fjarlægja fræin) - 2 hvílauksrif-1 stór tómatur - 1/4 tsk salt - u.þ.b. 10 gr korianderlauf (eða eftir smekk) - Blandið öllu vel saman í mixara. * Ef ykkur langar aö fræðast um námskeiðin eða vantar vcislumal hafið þá samband viö Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa, eða Shabönu sjálfa í s. 811465. Viðtal: NH Myndir: Anna Fjóla og RV /,0 elettrofiamma ítalskir pottar - Gæðavara 18/10 stál Guf usuöupottar Hraðsuöupottar Þrýstipottar Mikið úrval - Gott verð PIPAR OG SALT KLAPPARSTÍGUR 44 - REYKJAVÍK » 623614 - FAX 10330

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.