Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 24

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 24
—flTHflFnflKOnUR— Hvaða árangri skiluðu námskeiðin? - Það er alltaf erfitt að meta árangur af fræðslu og upplýsingamiðlun. En það kom berlega í ljós i samtölum við þátttakendur síðar að þeim fannst námskeiðin stytta undirbúningstímann, auka skilning sinn á vinnumarkaðinum og á fjármálaumræðu í þjóðfélaginu. Þær sögðust hafa öðlast meiri trú á sjálfum sér og umhverfí sínu og fannst námskeiðið auka þeim bjartsýni og vera góð hvatning. I kjölfar námskeiðanna komu ný eða endurskoðuð fyrirtæki, ný störf á vinnumarkaði og nýir möguleikar. Hvað eru konur einkum að fást við? - Þær eru að gera allt mögulegt og það er langt í frá að allar konur séu í hand- verki. Reyndar eru fæstar í iðnaði eða beinni framleiðslu enda þarf oft sér- þekkingu þar. Flestar konur afla sér menntunar í hefðbundnum kvenna- greinum og margar reyna að nýta sér hana á einn eða annan hátt í fyrir- tækjarekstri. Flestar eru reknar áfram af brenn- andi áhuga og minni atvinnumöguleikum á al- mennum vinnumarkaði en ekki gróðavon. Við lögðum mikla áherslu á það á námskeiðunum að konur skoðuðu sitt nánasta umhverfi og veltu því fyrir sér hvað vantaði þar og hvort þær gætu ráðið bót á því. Það er ekki nóg að eiga prjónavél sem virkar, það þarf að vera þörf fyrir framleiðsluna. Sífellt fleiri konur nýta sér tæknina, fá sér tölvu, fax og síma og setja upp fjarvinnslustofur. Kona á Breiðdalsvík rekur t.d. ættfræðiþjónustu fyrir Vestur-íslend- inga, aðrar slá inn upplýsingar fyrir fyrirtæki eða stofnanir í Reykjavík. Konur eru mun betur menntaðar en áður og það skilar sér m.a. í aukinni þekkingu, reynslu og sjálfstrausti. Konur eru meira áberandi í ís- lensku athafnalífi í dag en fyrir fimm árum og það er mikilvægt að hafa góðar og Ijölbreyttar fyrirmyndir því þær verka hvetjandi á aðrar konur. Aður fyrr völdu konur sér menntun með tilliti til þess hvað þær langaði til að gera. Það sama gildir reyndar enn, en núna reyna konur í síauknum mæli að laga starfsframann að fjöl- skyldunni - því við viljum jú hvort tveggja - og nýta þá reynslu sem fæst þar aftur úti í atvinnu- lífinu. Sú þjónusta sem er í boði er að megninu til hönnuð og skipulögð af körlum fyrir konur. Konur vita hverju önnum kafnar nútímakonur þurfa á aö halda og margar nýta sér það í fyrir- tækjarekstri. Við þurfum bæði upplýsingar og þjónustu og nú hafa konur t.d. stofnað fyrirtæki sem selja heimatilbúnar kökur, veita veisluþjón- ustu og sjá um hreingemingar. í Bandaríkjunum er fasteignasala kvennastarf. Konur vita betur hverjar þarfir Qölskyldunnar eru og þeim er því betur treystandi í þessum málum en körlum. Eg er sannfærð um að við eigum eftir að sjá sömu þróun hér. 24 bundnum átaksverkefnum meðan verið er að vinna þennan upplýsingagrunn. Flins vegar er ég ekki viss um að átaksverkefnisstjórar sem slíkir skili endilega þeim árangri sem ætlast er til af þeim. Ein ástæðan er sú að sveitarfélögin hafa átt erfitt með að skilgreina hlutverk átaks- verkefnisstjóranna og því verða þau oft of viða- mikil. Þegar verkefnin eru komin af stað er eðlilegra að kaupa sérfræði- ráðgjöf í ákveðinn tíma. Markaðs- málin vilja líka oft gleymast og það er mjög erfitt að fá sveitarfélögin til að átta sig á því hvemig þau geta samnýtt markaðsráðgjöf fyrir mörg fyrirtæki innan sveitarfélagsins í ákveðinn tima. Hefur Jóhönnusjóöur eitthvab að segja? - Hann er fyrst og fremst hvetjandi. Það er já- kvætt fyrir konur að vita að til eru sjóðir ætlaðir þeim. Sjóðakerfið er frumskógur. Það er ótrú- legt hve mikið af peningum er í boði en það er sérstaklega erfitt fyrir konur að hafa aðgang að þessu kerfi. Næstum hver einasta stofnun hefur á sínum snærum einhvers konar lán, eða ráða yfir sjóðum sem hægt er að fá styrki úr. Það er hins vegar erfitt að fá upplýsingar um hverjir ráða þessum sjóðum og að fá aðstoð við að sækja um. Sjóðimir em aðeins fyrir sumar at- vinnugreinar. Aðrar detta alveg út og því miður gildir það um flestar greinar sem konur eru áberandi í, t.d. þjónustu- og ferðaþjónustugrein- ar. Konur geta einnig nýtt sér marga evrópska og skandinavíska sjóði en það þarf geysilega þekkingu til þess að átta sig á þeim og því hvar hægt er að fá upplýsingar um slíkt. Við búum í upplýsingaþjóðfélagi, og það var einmitt hlut- verk Athafnakvennanámskeiðsins að veita þær upplýsingar. Eru ótaksverkefni árangursrík leiZ> til aö rétta hlut kvenna? - Meðan verkefni kvenna eru jafn smá og raun ber vitni og meðan konur þurfa þetta mikla að- stoð tel ég réttlætanlegt að veita þeim aðgang að sérstökum ráðgjöfum eða upplýsingum því þær virðast eiga erfiðara með að bera sig eftir björg- inni en karlar. Ástæðan fyrir því er sú að þeim finnst þær oft koma að læstum dyrum. Það er forsvaranlegt að hafa konur í sérstökum tíma- Athafnakona og hvaö svo? - Athafnakonur er gott námskeið og er nú í endurskoðun. Námskeiðin komu á mjög góðum tíma, einmitt þegar konur voru að hugsa sér til hreyfings og sú þekking sem þær fengu nýttist þeim því mjög vel. En til að verkefnið skili raunverulegum árangri þarf að íylgja því eftir með markvissri fræðslu og einstaklingsráðgjöf til þeirra sem nú þegar reka fyrirtæki eða eru í þann veginn að heíja slíka vinnu. Eg setti siðan saman nýtt Ijögurra stunda upplýsinganámskeið, Þekking, þjálfun og þátt- taka, sem Stjórnunarfélagið hefur boðið. í raun er það afrakstur athafnakvennanámskeiðanna, nokkurs konar framhaldsnámskeið, og hugsað íyrir þann hóp kvenna sem er á aldrinum 30-45 ára og ætlar sér að vera á vinnumarkaði. Þetta er fyrir konur sem eru að velta því fyrir sér hvort þær eigi að halda áfram að reyna að ná starfs- frama i þeirri grein sem þær hafa menntað sig í eða unnið lengi við, eða hvort þær eigi að leita fyrir sér á nýjum vígstöðvum. Margar konur sitja fastar. Þeirra á meðal eru t.d. hjúkrunar- fræðingar sem sjá oft enga aðra leið en að vinna innan heilbrigðiskerfisins á þeim launum sem þar bjóðast. Sama gildir um kennarastéttina og ýmsar aðrar stéttir. Þar eru mjög fáar stöður og umsetnar. Þróunin hjá rikinu hefúr verið sú að sífellt færri sem útskrifast með embættispróf komast þar að, lausleg athugun sýnir að 70% þeirra sem útskrifuðust fyrir 20 árum fengu stöðu hjá ríkinu, en kannski 7% núna. Mörgum konum finnst þær hafa takmarkað vald yfir að- stæðum sínum og eru ósáttar við það. Þær hafa í raun meiri þekkingu en þær geta unnið með og spurningin er hvort þær eigi meiri möguleika annars staðar og þá hvers konar möguleika og hvar. Það er hægt að gera ýmislegt annað en að sitja fastur, t.d. að stofna fyrirtæki. n Viðtal: RV Myndir: Bára

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.