Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 43

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 43
BffiKUR SALTBRAGÐ HÖRUNDSINS Benoite Groult Þýðing: Guðrún Finnbogadóttir Fróði hf 1993 Bók frönsku skáldkonunn- ar er óður til erótíkurinn- ar, til lífs- gleðinnar og þess ævintýris þegar elskendur fjö- traðir af skyldum og hversdags- leika taka áhættu og gefa hvor öðrum dýnnætar gjafir ævina alla í stað þess að gráta horfnar ást- Groult getur það sem fáum hefur tekist, að lýsa hömlulausum ástríðum tveggja ólíkra ein- staklinga, án þess að falla í gryiju lágkúrulegra ljósrauðra bókmennta. Hún er að takast á við grundvallarspumingar um frelsi og jafnrétti og kemst að þeirri niðurstöðu að tilfmningar og á- stríður eigi sér alltaf siðferðilegan tilverurétt á kostnað skynsemisraka. Skáldkonan viðurkennir í upphafí að hún taki áhættu þegar hún lýsir unaðssemdum holdsins, enda ekki um auðugan garð að gresja við orða- val. Hún talar um útjaskaða orðaleppa og spyr hvernig hægt sé að komast hjá því að vera hlægilegur. En henni tekst það ómögulega „...að gæða ljóma hversdagslegustu athöfn sem til er í heiminum - því hvað er hversdagslegra en píka, nema ef vera skyldi tvær píkur? Og tappar ekki fyrsta flokks reður af, eins og typpi af lélegustu gerð?“ Það er óneitanlega ójafnræði með söguhetjum þessarar bókar og hefðbundnum hlutverkum kynjanna er snúið við. I þessari togstreitu af- neitunar, ijarlægðar og ólíks uppruna felst spenna bókarinnar, en hún vekur líka upp marg- ar siðferðisspumingar. Hvemig frjáls kona, meðvituð um jafnréttisbaráttu, lætur drauminn um elskhugann rætast án mannfýrirlitningar eða sjálfshaturs. Hvort ástríður brúi alltaf bilið milli ólíkra einstaklinga? Hvar mörkin liggi milli frjálsra ásta og eignarhalds. Groult er að storka ríkjandi siðferðishug- myndum karlveldisins með bók sinni en gengur kannski of langt á köflum, þegar elskhuginn verður einungis foli til að svala líkamlegum fýsnum. Annars er Saltbragð hörundsins svo heit og þrungin tilfinningum að hrein unun er af. I henni er þessi heillandi örlagatrú, trú á að lík- amar sem þekkja hvor annan finni saman. Kyn- lífslýsingar eru allt í senn raunsæjar, ljóðrænar og spaugilegar, sem gerir það að verkum að það er alltaf einlægni í frásögninni. Maður leiðist inn í þetta lostasamband með sömu tilfinningu og snigillinn sem fikrar sig upp steininn og skynjar allar ójöfnurnar. Og lesandinn hefur djúpa santúð nteð elskendunum sem mörgum í íslenskum smáheimi myndi kannski þykja frem- ur tvöfaldir karakterar. Eða sýna ekki skoðana- kannanir að andstaða við framhjáhald er meiri á íslandi en víðast hvar annars staðar? SB Konur aka með meiri ÁBYRGÐ en karlar, það sýna skýrslur um tjón! Þetta vitum við hjá ÁBYRGÐ og þessvegna bjóðum við konum* hagstæðari kjör en körlum - með EVU-TRYGGINGUNNI, sem gefur 20% afslátt af kaskótryggingu og 10% afslátt af ábyrgðartryggingu með 17.000 kr. eigin áhættu. Þetta er jafnframt áskorun til karla - með lægri tjónakostnaði lækkar iðgjaldið. AKTU MEÐ ÁBYRGÐ! *Skilyrði er að konan ein aki bílnum. tryggingafélag bindindismanna Lágmúla 5 - Reykjavík - sími 889700 L

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.