Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 38

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 38
SOGUR FRA PAKISTAN „Ég gerði yfirleitt það sem mig sjálfa langaði til án þess að hugsa um hvort það væri við hæfi stúlkna eða hvort það hæfði stúlkum af minni stétt. Það var ekki alltaf tekið út með sældinni þegar ég fór á skjön við hefðirnar." Shabana Zaman er fædd og uppalin í Lahore, stórborg í norðurhluta Pakistan sem kölluð er hjarta landsins vegna fjölda sögufrægra bygginga. Hún hefur búið rúmt ár á íslandi ásamt íslenskum eiginmanni sínum sem hún kynntist i Englandi þar sem þau voru bæði við nám, og Sögu litlu, dóttur þeirra hjóna. Bamauppeldið hefur tekið tímann sinn en Shabana hefur þó ekki látið hjá líða að kynna land sitt og þjóð á ýmsum vettvangi. Shabana ólst upp í hópi sex systkina og það kom i hennar hlut, 17 ára gamallar, að sjá um heimilið þegar móðir hennar féll frá. „Ég var elsta stúlkan og það var sjálfgefið að ég tæki við - líklega hefur mér ekki veitt af undirbúningi fyrir hjónabandið enda var ég þá komin á giftingaraldur.“ Flestar jafnöldmr Shabönu vom þá þegar lofaðar. I Pakistan tíðkast það að foreldrar semji um ráðahag bama sinna og er Shabana margreynd af því þótt ekki kæmi til hjónabands. „Ég var 16 ára. Dag einn var mér sagt að fara í mín bestu föt því von væri á gestum, til tedrykkju. Ég hugsaði ekkert út í það frekar, hitti þetta fólk, þau vom mjög vinaleg og brostu mikið. Mér fannst reyndar skrítið hvemig þau horfðu á mig, spurðu mig spjörunum úr og höfðu áhuga á að smakka á þeim kökum sem ég hafði bakað. I svona ráðahagssamningum er venjulega einhver sem kemur skila- boðum á milli og þama var það vinur föður míns. Hann kom sama kvöld og sagði foreldrum mínum að gestunum hefði litist vel á og bauð þeim að fara og kíkja á son þeirra. Eftir það frétti ég fyrst hvers kyns var en þá var það frágengið að ég átti að giftast cftir mánuð, manni sem ég hafði aldrei séð. Ég varð skelfíngu lostin - var alis ekki tilbúin að giftast og þegar ég hugsaði um þessi mál í íyrsta sinn íyrir alvöru var ég ekki viss um að ég vildi það yfírhöfuð. En þetta er vanalegur gangur mála og ég braut því allar siðareglur með því að hringja í manninn - sagðist hafa frétt að hann væri minn tilvonandi og hvort við gætum hist.“ Hann tók því frekar í gamni en alvöru. Þegar Shabana bað móður sína að koma með sér í heimsóknina fór allt í háaloft, það yrði íjölskyldunni þvílík hneisa. Eftir mikinn grát og gnístran tanna sættist hún þó á að fara með henni. „Það datt gersamlega andlitið af „til- vonandi tengdamóður" minni þegar ég bankaði uppá. Okkur var þó að lokum boðið inn, ég hitti manninn og alla ættingja hans sem boðaðir voru á staðinn í skyndingu. Ég held að þeim hafí bara fundist sætt hvað ég var saklaus að skilja ekki hvernig þetta gengi fyrir sig. Þau drógu frarn alls kyns kræsingar, sögðust vilja allt fyrir mig gera, jafnvel kosta mig til há- skólanáms og á endanum dró faðirinn upp hring og bað son sinn að færa mér. Ég var þarna eins og í leiðslu - og leist engan veginn á minn tilvon- andi. Mamma var fegin hvað þau tóku þessu vel en ég lagðist í rúmið og grét í marga daga. Eftir það talaði ég við pabba og sagði honum að ég vildi alls ekki giftast, þetta væri hvorki rétti tíminn né rétti maðurinn. Hann tók um höfuð sér og sagðist ekki geta horfst í augu við þetta. Ég sagði pabba að mér þætti svo vænt um hann að ég myndi gera hvað sem væri til að þóknast honum, ef honum væri alvara með giftinguna þá yrði það að vera. En hann skyldi þá aldrei framar spyrja mig álits á neinu eða hvemig mér væri innanbrjósts. Eftir langa umhugsun svaraði hann: Ef þú vilt allt fyrir mig gera því skyldi ég þá ekki einnig gera það sem ég get fyr- ir þig. Svo fór hann og sleit trúlofun minni. Foreldrar mínir héldu að eftir þetta framferði mitt væri útséð um að ég myndi ganga út. En ári seinna varð annar maður ástfanginn af mér og fjölskylda hans kom heim. Stuttu síðar dó mamma og þótt ekkert hefði verið ákveð- ið með giftingu var einhvem veginn litið svo á að það myndi verða. Pabbi var í mikilli sorg og aðhafðist ekkert. Það leið heilt ár þar til ég gat fengið það sagt af.“ Shabana kynntist kenningum andrópósófa og Rúdolfs Steiner í gegn- um ættingja sína er bjuggu í Þýskalandi. Hana langaði að nema uppeldis- fræði í anda Steiner og sótti um styrk til náms við Emerson College í Englandi. Hún var svo heppin að fá styrkinn og tuttugu og eins árs gömul yfirgaf Shabana föðurhúsin, fór til Englands og var þar í 3 ár. „Ég vissi að það yrði ekki auðsótt mál að fá að fara án þess

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.