Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 44

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 44
BfEKUR OG BflRnflBRKUR UPPELDI TIL ÁRANGURS Arni Sigfússon AB 1993 Systir mín gaf mér feðrabetrunarbókina hans Ama Sigfiíssonar í jólagjöf. Ég þakkaði pent fyrir mig en velti um leið vöngum yfir því hvemig túlka bæri þessa gjöf. Ég er að vísu ný- bakaður og stoltur faðir en er ennþá ekki þjak- aður af sektarkennd vegna ónógra samveru- stunda við litla engilinn minn og hef heldur ekki enn sem komið er kynnst því bamijandsamlega umhverfí sem ég les um í Vem. Lesendur bóka um félagsvísindi telja ofit og einatt að fátt komi þar fram sem þeir vita ekki fyrir. Svo er einnig um þessa bók. Hins vegar felst gagnsemi hennar í því að hún leiðir lesand- ann til umhugsunar og skipuleg efnistök gera lesandanum kleift að sjá skóginn fyrir trjánum. Bókin er holl og uppbyggjandi lesning. Ami greinir á ským og einfoldu máli frá leiðum til að bæta samskipti foreldra og bama, skilja þarfír bama okkar betur og hjálpa þeim að verða að ábyrgari einstaklingum. Hann blandar saman dæmum úr eigin lífi og niðurstöðum erlendra rannsókna á skemmtilegan hátt. Bókin er byggð upp í handbókastíl og miklar spássíur gefa feðr- um með samviskubit tækifæri á að skrifa niður syndalista. Fjölskyldan hefur hvarvetna í hinum vestræna heimi átt erfítt uppdráttar á síðustu tveimur ára- tugum. A uppgangstímum níunda áratugarins háði hún vonlitla baráttu við starfsframa feðra og, í vaxandi mæli, mæðra. Minnkandi atvinna á Vesturlöndum hefúr beint athyglinni aftur að fjölskyldunni. Víðs vegar um heim hafa stjóm- málaflokkar boðað afturhvarf til gamalla fjöl- skyldugilda en með misjöfnum árangri. Hvort tilraunir til að helja fjölskylduna til vegs og virðingar á ný takast er ekki gott að segja til um en ljóst er að samfélagið hefur aðlagast ótrúlega hægt breyttum aðstæðum kynjanna á vinnu- markaði. Mæður bera enn hitann og þungann af bamauppeldi og margir feður geta áhyggjulaus- ir stundað félagsstörf eftir kvöldfréttir. Ami ætl- ar bók sína feðmm og hvetur þá til að bera meiri ábyrgð. Bókin er fyrst og fremst óður til fjöl- skyldunnar og ákall til feðra að missa ekki sjón- ar á verðmætustu eign okkar í stöðugri sókn í veraldleg gæði. Benedikt Amason Myndir: Þóra Sigurðardóttir Mál og menning 1993 Em þulur horfnar úr reynsluheimi bama í dag? Era þær gleymdar eða er formið gamaldags og erfitt að miðla? Víst er að margar gamlar þulur bera texta sem nú er ókunnuglegur enda þulum- ar samdar við aðrar aðstæður og á öðmm tíma. Ef grannt er skoðað má þó fínna margan gim- stein sem hægt er að nota með bömum okkar í dag. Það er því með gleði að við tökum á móti þulubókinni Einn og tveir, inn komu þeir. Hér stendur þulan ein og sér í góðum búningi texta og mynda. Sjálf þulan þroskar með baminu næmi fyrir rími, hljómfalli og orðum. Ný hug- tök lærast og tölumar síast ósjálfrátt inn í með- vitundina. Letur er stórt og skýrt, myndimar eru klippimyndir í fallegum litum og þó krakkar og fénaður séu andlitslaus geislar af þeim vellíðan og ánægja. Hlutir og landslag mynda góðan ramma í einfaldleik sínum og tölustafimir ein- kennast af skemmtilegri skreytingu. Vonandi er að áframhald verði á útgáfú sem þessari. BAÐHUSIÐ Heilsulindjyrir konur Q/( uddpottur u7 atnsgufa Q (uddstofa rfnyrtistofa om Seikfi imi frobikk rfœkjasalur 'fjósabekkir ferslun amnus ^f ertu hjartanlega velkomin að koma og skoða aðstöðuna hjá okkur. Mánaðarkort frá kr. 4.500,- ÁRMÚLA 30 • 108 • REYKJAVÍK • SÍMI 881616 Margrét Gunnarsdóttir Schram

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.