Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 13

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 13
—ATHflFnflKOnUR— Guðrún Hálfdánardóttir að kemba ull í Handraðanum á Höfn sem er félag hand- verksfólks í Austur-Skaftafellssýslu. Þar er unnið og selt handverk úr ull, íslenskum steinum, leðri, bútasaum, endurunnum pappír o.fl. að að leyfa konunni að þreifa fyrir sér með atvinnusköpun sem óvíst sé að gefi eitthvað í aðra hönd fyrr en eftir dúk og disk. Skilningurinn er oft lítill heima fyrir og því erfitt að sækja hámskeið um langan veg, ekki sist ef þau kosta eitthvað. Það er umhugsunarvert hve skortur á sjálfstrausti stendur kon- um fyrir þrifum, en flestir ráðgjaf- anna töldu að sérstök sjálfstyrking- arnámskeið væru nauðsynleg fyrir konur. _______ Er ráögjöf hvorug- kyns? Konur þurfa sérstaka ráð- gjöf m.a. vegna þess að þær eru ekki eins áræðnar og karlar. Sjálfstraust þeirra er minna °g því þarf að telja í þær kjark og sann- færa þær um að hugmynd þeirra sé fram- kvæmanleg. Þær eiga stundum erfið- ara með að móta hug- myndir sínar °g ná því síður athygli ráð- gjafa sem telja þessi verkefni kvenna eftir aðstoð. „Það þarf að veita konum ráð- gjöf á þeirra eigin forsendum og auðvitað ættu atvinnuráðgjafamir að geta það, en þá þarf hugarfars- breytingu hjá flestum þeirra og þeim sem móta starf þeirra,“ segir Elsa Guðmundsdóttir verkefnis- stjóri Snerpu á Isafirði. Ráðgjafar em mismunandi og konum reynist miserfitt að leita til þeirra. „Mér fannst mjög gott að leita til iðnráð- gjafans á svæðinu Köngullóin er í senn tengslanet og gagna- banki fyrir allar konur á landinu, hvort sem þær eru í fyri rtækjarekstri, starfa að félags-, mennt- unar- og atvinnumálum kvenna eða öðru. Átaks- verkefnastjóri einn sagði Köngullóna vera bráð- nauðsynlegan upplýsinga- miðil hverjum þeim sem eru að hefja eigin rekstur sem og atvinnuráðgjöfun- um sjálfum. „Sértu með á- kveðna hugmynd í kollin- um geturðu komist í sam- band við þær konur sem eru í svipuðum rekstri, fengið að vita hvernig hef- ur gengið hjá þeim, hvað var í veginum o.s.frv." Benda má á að Köngulló- in var kynnt ítarlega í síð- asta tölublaði VERU. °ft of smá í sniðum til að þeir telji sig mega vera að því að sinna þeim. Þetta leiðir til þess að mörgum konum þykir þægilegra að leita til annarra og fannst það ekki vera galli að hann var karl- kyns,“ segir H e I g a Thoroddsen fyrrverandi verkefnis- stjóri í Þing- borg. „Hann kom með á k v e ð i n karlasjónar- mið, einkum í sambandi við peningamál, sem komu sér mjög vel fyrir okkur. Ég þekki reyndar til þess að ráðgjafar hafi sýnt verkefn- urn mjög lít- inn áhuga sem hefur gert það að verkum að ár- angur verkefna var ekki sem skyldi.“ Vilborg Guðnadóttir er sannfærð um að í sínu tilviki hafi það hjálpað að hún er kona. „Ég fékk líka meiri áhuga á verkefninu fyrir bragðið. Þegar ég nefndi það við stjórnina mína að ég vildi vinna með konun- um og nefndi áhugamál þeirra fékk það lítinn hljómgrunn. Þeir sögðu að ég gæti allt eins verið með fönd- ur fyrir gamla fólkið, þetta myndi ekki skila neinu. Viðhorf þeirra breyttust þegar líða tók á og þeir sáu að þetta var engin loftbóla. Konur eru ekki reknar eins áfrant af hagnaðarsjónarmiðinu og karlar, þess vegna erum við kannski svona áhugasamar um þetta handverk. Þótt við sjáum ekki enn þá fram á hagnað erurn við til- búnar til að gefa því sjens í einhvern tíma og sjá hvern- ig það þróast.“ Hvaó hentar konum? Ráðgjafar þurfa að verja löngum tíma í að öðlast trúnað þeirra kvenna sem þeir eiga að aðstoða og því setja tímamörk verkefna þeirn skorður. Samfélagið verður að koma til móts við konur, t.d. með þvi að útvega húsnæði og laga þjónustu sveitarfélagsins að breytt- um þörfúm þeirra. Margar bænda- konur eiga ekki annarra kosta völ en að sinna vinnu sinni heirna á bæ, en hinar þurfa að hafa aðgang að dagvistun fyrir böm sín. Það gleymist oft að taka mið af þörfum

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.