Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 25

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 25
"flTMfMKonint— STEFMMOTIIMR ER ÞÖRF Elín Antonsdóttir er markaðsfræðingur og hóf-störf við atvinnu- ráðgjöf hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar fyrir þremur árum, um það leyti sem at- vinnuleysi fór að segja til sín og sjálfsbjargarviðleitni fólks, og þá ekki síst kvenna, tók mikinn kipp. „Eg lenti þannig inni í þessari hringiðu og það hefur verið bæði gef- andi og gaman að fylgjast með þessari þróun.“ Hvert stefnum vi& í sköpun nýrra at- vinnutækifæra? „Þróunin í þessum málum hefur í raun verið mjög eðli- leg þótt nú sé svo komið að verulegrar stefnumótunar er þörf. Við byggjum nú á tölu- verðri reynslu og ættum að geta farið að skoða og skipuleggja ýmislegt betur.“ Hvað er brýnast að gera eins og staðan er núna? „Þessi nýsköpun starfa, þar sem frumkvæði fólks í heimabyggð er haft að leiðarljósi, hefur nú verið reynd í nokkurn tíma. Þó er þessi atvinnuupp- bygging að mörgu leyti stefnulaus ennþá. Það eru margir sem koma að ráðgjafarhlutanum en þeir vinna á misjöfnum forsendum enda ráðnir af ólíkum aðilum. Eg er t.d. ráðin af iðnþróunarfélagi sem er hlutafélag nokkurra aðila á svæðinu, aðrir eru á vegum sveitarfélaganna, Byggða- stofnunar, Atvinnuleysistryggingasjóðs, eða ráðnir til sérstakra átaksverk- efna o.s.frv. Hingað til hefur engin stefna verið um samráð og samvinnu þessara ráðgjafa og í raun við engan að sakast þar, cn nú er kominn tími til að við hittumst, berum saman bækur okkar og mörkum stefnu sem byggir a reynslu undanfarinna ára. Það ætlum við kvenráðgjafar að gera í haust. Við höfum haft heilmikið samband okkar á milli en höfum ckki hist sam- an ennþá. Það er margt sem snýr að konum sérstaklega sem huga þarf að. Svo er annað sem snýr að framleiðslunni sjálfri og nýsköpuninni. Hafir þú hug á því að koma á fót einhverjum rekstri, hvort það er þjónusta, framleiðsla eða annað, þarftu að geta áttað þig á hversu niargir eru að vinna í þeim geira sem þú stefnir á, hvað er verið að gera og hvemig. Það þarf yfirsýn yfir markaðinn. Samræming á þessum nót- um kostar auðvitað peninga og mikla skipulagningar- vinnu. En eins kostar það peninga að hafa ráðgjafa hér og ráðgjafa þar, hvem í sínu homi og enginn veit hvað liinn er að gera. Og það mundi skila sér í markvissari atvinnuuppbyggingu og mun betri nýtingu f]ármagns.“ Hlægilegar upphæðir I samtölum VERU við konur i smáiðnaði bar á mikilli gagnrýni á styrkveitingar og sjóðakerfið. „Það hefúr m.a. mikið verið rætt um að það eigi ekki að vera sérsjóðir fyrir konur. Eg held þó að svo verði að vera því það sem konur eru að fást við þykir oft ómcrkilegra, m.a. vegna þess að hugmynd- ir þeirra eru smærri í sniðum. Þess vegna ættu konur að fá að vera svolítið út af fyrir sig meðan þær eru að feta sig áfram inn á þetta svið, - rekstur fyrirtækja og framleiðslu - sem þær hafa þekkt lítið fram að þessu.“ A sama hátt telur Elín það mikilvægt að konur geti leitað til kvenráð- gjafa. „An þess að vilja alhæfa þá finnst konum oft léttara að tala um hug- myndir sínar við aðrar konur. Hitt er svo annað mál varðandi styrkina að þetta em hlægilegar upp- hæðir sem við emm að tala um og þeim fjölgar sífellt sem bítast um sörnu kökuna. Það þarf að veita miklu meira fé í þessa uppbyggingu og nauð- synlcgt er að styðja við bakið á þessum litlu fyrirtækjum á meðan verið er að byggja þau upp, og gera það markvisst. Svo við tölum um konur i smá- iðnaði þá er það reglan að þær byrja smátt og byggja svo í rólegheitunum ofan á. Það þarf hreint ekki að óttast að þessir peningar fari í súginn eins og oft hefur hent í tilraunum við nýsköpun. En þó peningamir séu ekki miklir þá þarf að nota þá á réttan hátt. Það virðist t.d. ekki vera mikið um að þeir sem úthluta styrkjunum kynni sér nægilega þær umsóknir sem berast - flott og fín greinargerð segir ekki allt. Og þama er mikilvægt að samráð sé haft við atvinnuráðgjaf- ana. Við sem vinnum við hliðina á fólkinu erum betur i stakk búin að mæla með því sem vert er að styrkja. Þó svo þetta sé nú

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.