Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 28

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 28
—flTHflFIlflKOnUR— MENOTASMIÐIAN Hugmyndin að Menntasmiðjunni er fengin frá Danmörku. Þar hafa um árabil verið starfræktir n.k. lýðháskólar þar sem atvinnulausar konur geta sótt sér þekkingu, samstöðu og styrk á námskeiðum. A Akureyri er ætlun- in að auka „lífshæfni“ kvenna, en sú hugmyndafræði er ættuð frá Skand- inavíu. Áralangt atvinnuleysi þar hefúr skapað þörf fyrir að gera fólk meðvitað um stöðu sína og styrk, kenna því að lifa virku lífi og að tileinka sér nýja þekkingu í formlegu eða óformlegu námi. Menntasmiðjan er til- raun til að laga þessa hugmyndafræði að íslenskum veruleika. Nám í Menntasmiðjunni er tilraun til að skapa konum aukna atvinnu- möguleika. Á Norðurlandi eystra er 9% atvinnuleysi meðal kvenna og þess utan er stór hópur heimavinnandi kvenna sem vilja vinna utan heim- ilis. Mikill áhugi er á náminu og alls sóttu 35 konur um námsvist í smiðj- unni á fyrsta misseri. Aðeins 20 konur komast að en aðsóknin færir sönn- ur á það hversu brýnt er að bjóða upp á slíkt nám fyrir konur. Konumar eru á öllum aldri, frá tvítugu til sjötugs, og hafa mjög mismunandi mennt- un að baki. Sumar hafa lokið gagnfræðaprófi og tvær hafa háskólagráðu. Algengt er að konumar eigi fleiri en eitt bam undir tíu ára aldri og mun Menntasmiðjan útvega gæslu íyrir um 20 börn gegn svipaðri greiðslu og gerist á leikskólum Akureyrarbæjar. Að öðru leyti eru námið og náms- gögn ókeypis. Námið er samþykkt af atvinnuleysistryggingasjóði og er einnig ætlað heimavinnandi konum. Áhersla verður lögð á samvinnu við framhalds- skóla þannig að námið í smiðjunni gæti hugsanlega orðið hluti frekara náms í framhalds- eða listaskólum. Einnig er verið að huga að tengslum við aðrar menningarstofnanir í bænum. Menntasmiðjan verður fyrst um sinn þróunarverkefni á vegum jafn- réttisnefndar Akureyrar en stefnt er að því að hún verði sjálfstætt sam- starfsverkefni bæjarins, verkalýðsfélaganna og fleiri aðila. Auk þess er unnið að samstarfi m.a. við vinnumiðlunarskrifstofu, félags- og fræðslu- svið Akureyrar, Iðnþróunarfélag Eyjatjarðar og Heilsugæslustöðina. Guðrún Pálína Guömundsdóttir hefúr verið ráðin í stöðu verkefnis- freyju Menntasmiðjunnar. Auk hennar munu Hallfríður Benediktsdóttir og María Ólafsdótt- ir Grenó sinna dag- legum rekstri smiðj- unnar og sjá um kennslu að ein- hverju leyti, ásamt stundakennurum. Kennslufyrir- komulag er í megin- atriðum óhefðbund- ið. Að hluta til fer kennsla fram í öll- um hópnum, að hluta til í litlum hópum og eitthvað í formi einstaklings- ráðgjafar. Áhersluat- riði eru þríþætt: Bók- legt nám á mismun- andi stigum eftir þörfúm kvennanna, listsköpun og tjáning í ýmsu formi verður mikilvægur þáttur og að lokum sjálfstyrking og þjálfun í samskiptum og aukin meðvitund um sjálfa sig og umhverfíð, m.a. verður lögð mikil áhersla á umhverfísvernd. Náms- tíminn er sextán vikur og kennt verður sex tíma á dag. KEA lánar stórt og fallegt húsnæði í hjarta bæjarins. Styrkur fékkst úr 60 milljónkróna kvennasjóði síðasta árs og Menntamálaráðuneyti og Ak- ureyrarbær hafa styrkt smiðjuna og er það framlag íslands til samnorræna verkefnisins Voksnœr en það verkefni miðar að því að samræma fullorð- insfræðslu innan ákveðinna svæða. n sn Ljósm. Ðára F.v. Valgerður Bjarnadóttir, jafnréttis- og fræðslufulltrúi, Hallfríður Benediktsdóttir og María Olafsdóttir sem sjá um rekstur skrifstofu og kennslu ásamt Pálínu Guðmundsdóttur sem er verkefnisfreyja Menntasmiðjunnar. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Handavinna fyrir alla Heimilisiðnaðarskólinn Laufásvegi 2 Sími 17800 HÚSSTJÓRNARSKÓLI REYKJAVÍKUR tekur til starfa 1. september Á haustönn eru haldin námskeið í vefnaði, fatasaumi og útsaumi. Ennfremur eru margvísleg matreiðslunámskeið. Á vorönn er rekinn hússtjórnarskóli og námskeiðin halda áfram eftir því sem húsnæðið gefur tilefni til. HÚSST JÓRNARSKÓLI REYKJAVÍKUR SÓLVALLAGÖTU 12, SÍMI 91-11578

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.