Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 30

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 30
VIÐTflL sameiginleg einkenni vegna kynferðis, samanber áherslur Kvennalistans á að konur séu friðsamar, hagsýnar eða „rnjúkar", en það er mismunandi hversu langt er gengið. Sumar leggja enn megináherslu á hvað sameinar og aðgreinir reynslu og sýn kvenna en tengja það jafnframt við þá megin- þætti sem nefndir eru hér að ofan. Aðrar nota „félagslegt kyn“ sem grunn- hugtak og skoða að hvaða leyti kynferði kvenna og karla skiptir máli í lífi þeirra eða reynslu. Ut frá þessu hafa svokölluð karlafræði einnig orðið til. Þriðji hópurinn, svokallaðir póstmódemistar, leggur áherslu á mikilvægi tungumálsins, orðræðunnar, valdsins og á menningar- og sögulegar að- stæður. Samkvæmt þeim er reynsla merkingarlaus sem slík en öðlast merkingu í gegnum tungumálið. Manneskjan hefur ekki heildstæða sjálfs- mynd heldur er hún breytileg eftir aðstæðum og valdastöðu. Hvernig hún skilgreinir sjálfa sig er pólitískt mál sem tengist félagslegum öflum sem ná langt út fyrir meðvitund hvers einstaklings. Ef konur hafa ekki heild- stæða sjálfsmynd er hún heldur ekki kynbundin, og því getur ekki verið um samkennd að ræða með öðrum konum. Samfara þessari áherslu á óstöðuga sjálfsmynd eru hugsjónir og skýr hugmyndafræði á undanhaldi en við tekur „ímyndafræði“ eða það sem fjölmiðlar, eða þeir sem stýra orðræðunni hverju sinni, halda að fólki. Og þar með erum við komnar að mikilvægi valdsins og íjölmiðlanna og því að hér sem víðar eru flokks- bönd aó riðlast. Hver er þín skobun á þessari stöðu í fræðunum? - Mér virðist að með þessari áherslu á breytileikann og það sem sundrar sjálfsmynd kvenna tapist sýnin á það sem við getum þrátt fyrir allt sam- einast um. Fólk er örugglega breytilegt eftir aðstæðum eða hlutverkum. En sem hópur eru konur samt sem áður valdaminni en karlar og með lægri laun svo dæmi séu tekin. Eg tel að bæði kvennafræðin sem slík og hug- myndafræðilegur grundvöllur Kvennalistans verði að sameina þetta tven- nt betur en hingað til hefur tekist. Hvernig á að gera það meö einni og sömu kenning- unni? - Við því er ekkert eitt svar og tilraunir til heildarskýringa þykja ekki lengur trúverðugar. Margir eru þó að takast á við þetta fræðilega og mér finnst skynsamleg sú nálgun sem Iris M. Young notar í grein í síðasta hefti kvennafræðitímaritsins SIGNS (vor 1994). Hún er sammála þvi að það sé erfitt að sameina konur á grundvelli sameiginlegra einkenna eða reynslu án þess að útiloka sumar og viðhalda staðalmyndum. Það sem sameinar konur að hennar mati er að þeim er raðað félagslega á ákveðinn hátt af því að þær eru konur, án þess að skírskotað sé til sameiginlegra einkenna. Til einföldunar líkir hún þessu við fólk sem er í biðröð eftir strætó. Þetta fólk á ekkert annað sameiginlegt en það að vera af tilviljun að bíða eftir sama strætisvagni. Það lítur ekki á sig sem hóp, fyrr en hugs- anlega ef strætó kemur ekki. Þá stendur fólkið frammi fyrir sameiginlegu vandamáli. Hvað er að gerast, hvað eigum við að gera, ganga í vinnuna, taka leigubíl saman? Þá fyrst skilgreinir þessi röð af fólki sig sem hóp en um leið kemur upp breytileiki og aðstöðumunur: sumir eiga fyrir leigubíl, aðrir hafa tíma eða heilsu til að ganga og svo framvegis. Kynferði er miklu flóknara fyrirbæri en það að standa saman í biðröð eft- ir strætó. Samlíkingin gengur út á það að stundum eru konur settar í ann- an flokk en karlar einfaldlega af því að þær eru konur. Þeirra strætó kem- ur ekki. Það eru ekki einkenni þeirra sjálfra sem valda þessu heldur bregst umhverfið svona við þeim, af því þær eru konur, og mynstrið er breytilegt eftir menningu, kynþætti, aldri, hjúskaparstöðu, kynhneigð, starfi eða bú- setu. Stundum ganga þær jú fyrir, samanber „dameme forst“ en slíkt er yf- irleitt ekki í boði þegar viróing, laun eða völd em annars vegar. Kvennapólitík gengur að mínu viti út á það að berjast gegn þessari hefð- bundnu fyrirfram ákveðnu röðun samfélagsins á konum. Femínisminn byggir því ekki á samkennd allra kvenna heldur eru til margs konar femínismar eða kvenfrelsishópar sem taka upp og gera sýnilega mismunandi þætti kynbundins misréttis. Kvennahreyfingin i heild ætti að vera samnefnari þessara afla en eins og er er sú samhæfing víðast hvar óvirk. Hvernig myndi hugmyndafræði Kvennalistans líta út í Ijósi þess sem þú ert að segja? - Fyrir mér er Kvennalistinn fyrst og fremst kvenfrelsisafl og því megum við aldrei gleyma í hugsanlegum ágreiningi um önnur mál. Það virðist einfalt að sameina konur um kvenfrelsismálin en auðvitað er það ekki sjálfgefið því það koma upp hagsmunaárekstrar á milli hópa kvenna og mismunandi skilningur á mikilvægi þátta. Því er lykilatriði að hlusta á þessar breytilegu raddir kvenna, átta sig sem best á samhengi aðstæðna, á orðræðunni og tungumálinu sem notað er um konur og setja þau mál á oddinn sem hægt er að sameinast um. En hvað með allt hitt? Hvað með stefnuna í þeim mál- um sem ekki eru beintengd kynferði kvenna eða sem verulegur ágreiningur er um? - Þar held ég að um tvo möguleika sé að ræða. Annaðhvort að mynda breiða samstöðu um ákveðin lykilmál og móta afstöðu til annarra mála jafnóðum og að þingkonur geti greint á um þau. Eða að móta skýra afstöðu til allra mála og taka þá áhættu um leið að sá hópur sem styður Kvennalistann þrengist. Það er ekki nógu gott eins og gert var 1991 að segjast taka mið bæði af því sem sameinar konur og breytileika þeirra en móta síðan eina afstöðu til allra mála og am- ast við ágreiningi. Hvora leiðina kýst þú? - Eg er ekki frá því að fyrri leiðin yrði meira spennandi. Hreinlega að fá fram breiða samstöðu um þau mál sem skipta okkur inestu máli. Fyrir mér eru það atvinnu- og launamál, uppeldis- og mennta- mál og félagsleg þjónusta í víðri merkingu sem skipta konur og böm langmestu máli. Aðrar konur hafa vafa- laust aðrar áherslur og eftir þeim þarf að hlusta. Ef ekki næst samstaða um stefnuna í ákveðnum málum við gerð stefnuskrár eða á viðeigandi fundum samtakanna verður að gera ráð fyrir því að þingkonur taki sjálfstæða afstöðu sem samræmist þeirra sannfæringu. Mér finnst þú vera að leggja til að það sé í lagi að kvennalistakonur séu ósammála og geti farið i kosn- ingar verandi algjörlega ósammála í stórum málum. Er þetta trúverðugt fyrir kjósendur? - Það veit ég ekki. Eg held að kjósendur Kvennalistans myndu leggja á- herslu á þau meginmál sem listinn berst fyrir og væru skýr í stefnuskrá. Þetta gæti verið vandamál ef til ríkisstjómarþátttöku kæmi, en ekkert meira en gengur og gerist þegar tveir eða fleiri flokkar með gagnstæða stefnu í mörgum málum vinna saman. Nú sem endranær er ágreiningur um mörg stór mál í flestum stjómmálaflokkum, sem oft er reynt að fela með því að hafa grófan ramma stefnuatriða í stað skýrrar stefnuskrár. I pólitík þarf oft að móta stefnuna jafnóðum og grasrótarstarfið yrði líklega virkara ef landsfúndir, félagsfúndir, samráðsfúndir eða þingflokksfundir væru að móta afstöðu til einstakra mála jafnóðum. Mér sýnist að það verði vandamál allra flokka fyrir næstu þingkosningar að afstaða til margra mikilvægra mála virðist þvert á flokka. Það virðist hafa mótast töluvert bil á milli flokkaskipaninnar og hagsmunaheilda í samfélaginu, sem gæti ver- ið vísbending um úrelta stjórnmálaflokka.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.