Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 31

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 31
VIÐTflL Telur þú að hugmyndir þínar um breytta hugmynda- fræði myndu renna Ijúft ofan í kvennalistakonur? - Eg veit það ekki en ég held að það sé nokkuð almenn tilfinning í Kvennalistanum að það þurfí að stokka upp hugmyndafræðina og að skoðanir séu skiptar í ýmsum málum. Mín sýn byggist annars vegar á reynslu minni af starfi Kvennalistans og hins vegar af þróuninni í fræðun- um. Fyrir fimm árum eða svo vakti hugmyndafræði Kvennalistans mikla athygli á erlendum fræðiráðstefnum en nú yrði hún líklega gagnrýnd fyrir að jaðra við eðlishyggju, þ.e. að tileinka konum ákveðin einkenni af því að þær eru konur. í dag á ég erfitt með að rökstyðja réttmæti þessa þáttar í hugmyndafræðigrundvellinum þó að Kvenna- listinn sem pólitískt afl eigi framtíð týrir sér að mínu mati og veki enn mikla alþjóðlega at- hygli. valkostur líklega ofan á. Ef viö skoðum aðeins hið feminíska landslag hér ó landi, hvernig sérð þú það fyrir þér? - Það sem gerist hér eins og annars staðar er að konur mynda hópa í kringum afmörkuð mál þær hafa sem En þú hefur kosið að vera ófram í stað þess að yfirgefa samtökin? - Já, starfið innan Kvennalistans hefur verið mikilvægur hluti af mínu lífí undanfarin 12 ár og það hefúr aldrei staðið til að segja bara bless við þennan ágæta félagsskap. Þó að fræðin hafi að undanförnu tekið meira af tíma mínum en Kvennalistinn myndi ég líta á það sem uppgjöf að segja skilið við hann nú. Ég hef þá aðstöðu í starfi minu sem háskólakenn- ari að geta stundað kvennarannsóknir og fræðileg umræða um kvenna- baráttu á tvímælalaust erindi inn í Kvennalistann. Ef Kvennalistinn vill vera framsækið kvenfrelsisafl þá verður hann að vera í takt við þá hug- myndaþróun sem á sér stað í kvennabaráttunni almennt. Vissulega verða okkar séríslensku aðstæður ávallt að vera í forgrunni, enda leggja fræðin höfuðáherslu á það nú að skilja orðræðuna um konur í hverju samfélagi og það sem sérkennir aðstæður þeirra í sögulegu og menningarlegu sam- hengi. áhuga á að leggja lið. Kynferðislegt ofbeldi er dæmi um málaflokk sem konur hafa sinnt af miklum krafti enda ekki van- þörf á. Konur hafa myndað hópa um önnur mál eins og t.d. launamál, umferðarmál eða líknarmál. Þá má líta á Kvennalistann sem hóp sem hefur valið framboðsleiðina til að vinna að því að konur fái jöl'n laun, völd og virðingu og karlar og gegn því sem undirokar konur og börn. Svo má ekki gleyma að víða eru kvenfrelsiskonur komnar í áhrifastöður bæði í stjórnmálum, embættismannakerfinu og í verkalýðshreyfingunni og verður fróðlegt að fylgjast með hvaða áhrif það hefur í för með sér fyr- ir stöðu kvenna almennt. Hvernig sérð þú framtíð Kvennalistans fyrir þér? - Eg sé nú þrjá möguleika á þróun Kvennalistans: I fyrsta lagi að halda áfram með óbreytta meginstefnu, sem hann virðist vissulega hafa fylgi til að gera samkvæmt skoðanakönnunum. I öðru lagi að vera áfram sérstakt kvennapólitískt afl, en breyta hugmyndafræðinni og stefnuskránni í takt við það sem er að gerast í pólitíkinni og í kvennafræðunum og ég hef ver- ið að lýsa hér. I þriðja lagi að leita eftir samstarfí á víðari grunni sem er í takt við þá meginstrauma sem væntanlega mótast í íslenskri pólitík ef nú- verandi stjórnmálaflokkar riðlast. Eg sé það ekki sem valkost að hætta að bjóða fram þar sem hlutverki Kvennalistans er engan veginn lokið, hvorki sem kvenfrelsisafls né sem hreyfíafls í íslenskum stjórn- málum. Fyrir næstu þingkosningar verður lýrsti eða annar Gæti þessi hugmyndafræbi opnað leið fyrir nýja kvenna- hreyfingu? Getur þú ímyndab þér ab þessir hópar vilji ó einhvern hátt sameinast undir einni víðri regnhlíf? - Ég er ekki sannfærð um að þörf sé á slíkri regnhlif nema til skemmtunar og menningarauka og til að efla gagnkvæmt traust kvenna. Tíðarandinn virðist gegn of mikilli samhæfíngu og allri nriðstýringu. Frumforsendan yrði þá að hlustað verði á hinar margbreytilegu raddir kvenna, og viljinn til að hafa áhrif á orðræðuna um konur og kynferði. Um konur sem stjóra, verkamenn, bændur, nemendur eða kennara: um konur á öllum aldri sem mæður, ástkonur, spákonur, listakonur eða fegurðardrottningar og síðast en ekki síst um konur í atvinnuleit. Ræða þyrfti hvaða væntingar við höf- um hver til annarrar og til karla og hvemig konur geta eflst sem virkir ger- endur og sýnt viðnám gegn því að vera fórnarlömb aðstæðna. Það virðist ekkert afl kalla á slíka samhæfingu eða hlustunaræfingar nú nema ef til vill Kvennalistinn, sem auðvitað gæti nærst vel á slíku grasrót- arflæði þó að einungis hluti þess eigi erindi inn í Alþingi eða sveitarstjóm- ir. Því held ég að umræðan haldi áfram í hópum innan eða utan Kvenna- listans um mismunandi hagsmunamál sem Kvennalistinn og vonandi sem flestir stjómmálailokkar fylgja eftir á vettvangi stjórnmálanna. Kvenna- listinn sem stjórnmálaafl hefur hins vegar beina hagsmuni af því að ná til stórs hóps og hann ætti að stefna að því ef hann telur sig geta axlað þá ábyrgð sem því íylgir. a Viðtal: Ása Richardsdóttir Myndir: Kristín Bogadóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.