Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 42

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 42
I íslenskt flokkakerfi eru úr- eltar lcifar frá liðinni tíð. Um þessa fullyrðingu eru flestir sammála, en sjaldn- ast meira en það. Reykjar- víkurlistinn var tilraun til að brjótast út úr þessari herkví sögunnar og mæta nýjum aðstæðum í stjórn- málum samtímans. Kvennalistinn gegndi þar lykilhlutverki og því ekki að undra þó að nú líti áhugafólk um nýsköpun í íslenskum stjórnmálum vonaraugum til Kvenna- listans. Verður Kvenna- listinn með í nýju félags- hyggjuafli á landsvísu, er spurt. Skiljanlega koma vöflur á konurnar, enda erfitt að hryggbrjóta valdamestu konu landsins til margra ára, Jóhönnu Sigurðardóttur. Þegar þetta er ritað heyrist helst hávært nei úr herbúðum Kvennalistans, en rétt er að minna á að sömu svör bárust í upphafi vegna sameiginlegs framboðs í Reykjavík. Einn fulltrúi Kvennalistans orðaði það svo í útvarpsumræöum að Kvennalistinn væri kvenfrelsisafl, en ekki einhver óljós félagshyggju- flokkur. Kvennalistinn hefur óneitanlega mikla sérstöðu, hann á erindi við kjósendur sem ekki rúmast innan heföbundinna vinstri - hægri skilgrein- inga. Færa má sterk rök fyrir því að tilvist Kvennalistans helgist af því að sjálfskipaðir félagshyggjufiokkar brugðust hlutverki sínu og því nokkuð skondið að sjá þá biðla til Kvennalistans í dag. Sérstaða Kvennalistans felst í femíniskri hugmyndafræði. í þessu felst styrkleiki hans, en jafn- framt veikleiki. Hugsjónir um kvenfrelsi móta ekki sjálfkrafa afstöðu til allra sviða stjórnmálanna, enda getur enginn gert kröfu um hinn sanna femínisma. Stefnumið fiokks eins og Kvennalistans eru ekki sjálfkrafa ályktanir af grunnsannindum, heldur markast af þeirri umræðu sem á sér stað innan flokkins. Þetta sést glöggt þegar nokkur erfiðustu viðfangsefni íslenskra stjórnmála eru skoðuð: sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, Evr- ópumál, byggðamál og halli á ríkissjóði. I engum þessara mála - nema að nokkru leyti í því síðasttalda - er neitt sem kalla má sjálfkrafa feminískt sjónarhorn. Þau ykkar sem efast um þetta er bent á að lesa stefnuskrá Kvennalistans og fylgjast á gagnrýninn hátt með málflutningi hans. Kvennalistinn á að ýmsu leyti meira sameiginlegt með samtökum sem berjast fyrir umbótum á ákveðnu sviði, en stjórnmálaflokkum sem bjóða sig fram til landsstjómar. En þar sem Kvennalistinn er í framboði þykir ekki annað hæfa en að hafa stefnu á öllum sviðum. Útkoman veldur von- brigðum. I staðinn fyrir róttækt mótmælaframboð, fáum við „ábyrgan" stjómmálaflokk. Kvennalistinn veldur ekki lengur þeim usla í íslensk- um stjómmálum sem hann áður gerði. I hugum margra er flokkur- inn vart annað en útibú frá Samtökunum um óháð Island, með al- menna stefnu framsóknarmegin við Hjörleif Guttormsson. Kvennalistinn er að mörgu leyti sá óljósi „félagshyggjufiokkur“ sem hann segist ekki vilja vera. Það er skynsamleg afstaða að vera tortryggin á einhverja óskilgreinda sameiningu félagshyggjuaflanna. Það er hins vegar áleitnari spuming hvort það sé skynsamlegt til lengdar að einangra kvennabaráttuna frá hræringum og uppstokkun á íslensku flokkakerfi. Er það ekki hugsanlegt að þær kvaðir sem kvennaframboð gerir um heilstæða „ábyrga“ stefnu hafi þvingað og kannski skaðað femíniska umræðu hér á landi? Sérstakt framboð kvenna var kannski nauðsynlegt vegna ákveðinna sögulegra að- stæðna, sem á næstu árum gefst tækifæri til að breyta. Orð em til alls fyrst. Þátttaka kvenna í orðræðunni um nýtt afl í íslensk- um stjórnmálum er nauðsynlegt. í þátttöku fellst möguleiki til áhrifa. Birgir Hennannsson 42 VETURINN 1994 1995 Námskeið fyrir börn og fullorðna í teiknun, málun, mótun og listasögu. Leitið upplýsinga. Skrifstofa skólans verður opin frá kl. 10-19 í september, sími 11990. MYNDLISTASKÓLINN í REYK.IAVJK, TRYGGVAGQTU 15, 101 REYKJAVIK

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.