Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 23

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 23
~fflwnMonuR— HUGMYND URVINNSLA FRAMKVÆMD lögðum áherslu á smáfyrirtæki og rekstrarum- hverfi þeirra og fórum ítarlega í sjóðakerfið og möguleika þeirra á lánum eða styrkjum. Þetta er mjög gott verkefni því það kennir konum að skoða hugmyndir og meta í raunhæfu ljósi. Flas er ekki til fagnaðar. I dag eru til svo miklar upplýsingar og það margborgar sig að eyða tíma og ijármunum í að kynna sér málin áður en rokið er af stað. Hverjar sóttu nómskeiöin? -1 grófum dráttum má segja að konumar skipt- ist í þrjá hópa, þær sem höfðu ákveðnar hug- myndir að nýsköpun og eigin atvinnurekstri og voru félagslega vel undir það búnar að fara í framkvæmdir; konur sem voru þegar í rekstri en þurftu að bæta rekstrarstöðu sína, t.d. að finna nýja framleiðslu eða nýja markaði og loks kon- ur sem þurfa starfs síns vegna að kunna stefnu- mótunarvinnu. Hví var nómskeiöið ekki ætlaö konum ó höfuö- borgarsvæöinu? - Astæðumar sem lágu þar að baki vom að at- vinnuleysi kvenna á landsbyggðinni er meira en á höfuðborg- arsvæðinu og lands- byggðarkonur eiga óhægara um vik að sækja sér þekkingu og fræðslu. Þetta var hins vegar umdeilt og í raun slæmt mál þvi ef grannt er skoðað þá hafa konur á landsbyggðinni talsvert betri aðgang að fræðslu og ráðgjöf en konur á höfuðborgarsvæðinu. Ef þær ættu að sitja við sama borð þá þyrftu að vera 11 iðnráðgjafar á Reykjavíkursvæðinu, en þar er enginn. Reyndar er nýbúið að aug- lýsa eftir tveimur atvinnuráðgjöf- um hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur. Þannig að raunverulega var þetta mikil mismunun. Við héldum eitt námskeið í Reykjavík og þó svo að það væri á kostnaðarverði reyndist það of dýrt því það fékkst ekki nið- urgreitt eins og þau sem voru úti á landi. Námskeiðin fóru reyndar ekki í alla ijórðunga því sumir iðnráð- gjafar komust að þeirri niðurstöðu að þau hentuðu einhverra hluta vegna ekki á þeirra svæði. Hansína B. Einarsdóttir verkefnisstjóri hefúr staðið tyrir ijölmörgum námskeiðum fyrir at- hafnakonur um allt land. Vera ræddi við hana um tilgang og markmið verkefnisins og horfur í atvinnumáfum kvenna. Athafnakonur - tilurb verkefnisins - Atvinnumöguleikar kvenna á landsbyggðinni eru rýrir og það verður að koma til móts við þær á einhvern hátt. Þess vegna var m.a. ákveðið að skipuleggja fræðslunám- skeið sem nýttist konum alls staðar á landinu til að auka atvinnumöguleika þeirra. Þuríður Magnúsdóttir á Fræðslusviði Iðntæknistofnunar und- irbjó verkefnið að miklu leyti og Jó- hanna Sigurðardóttir þáverandi fé- lagsmálaráðherra veitti fyrsta ijár- framlagið í það. Þetta var frekar dýrt verkefni, enda var undirbúningurinn langur og góður. Við Lilja Móses- dóttir hagfræðingur komum fljótlega til sögunnar og við prufukeyrðum verkefnið 1992. Við buðum tveimur konum úr hverjum landshluta til að meta hvort þetta nýttist konum. Við endurskoðuðum ýmsa þætti út frá athugasemdum þeirra og fórum svo i kjölfarið með námskeiðið út um allt land. Þetta voru tveggja daga nám- skeið, samtals 18 kennslustundir. Nú er búið að halda yfir 20 námskeið sem hátt í 300 konur hafa sótt. Hvert var markmiöiö? ' Þetta er stefnumótunarverkefni. Ahersla var lögð á úrvinnslu eigin hugmynda, kynningu á atvinnu- rekstri, markaðsmál og sjálfsstyrk- 'ngu. Markmiðið var m.a. að benda konum á nýjar leiðir til að bæta atvinnumöguleika sína og kenna þeim vinnuaðferðir til að vinna úr hugmyndum og hrinda þeim í fram- kvæmd. Jafnframt er þeim kennt að meta umhverfi sitt og aðstæður. Við LJÓSM. BÁRA

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.