Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 12

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 12
--flTHIMKOnUR-- Hildur Hákonardóftir, hönnuður, við ullarþvott í Þingborg. Hópurinn í Þingborg hefur starfað í nokk- ur ár. Avallt hefur mikil áhersla verið lögð á gæði hráefna og hönnun í Þingborg. Þær velja sjálfar ull- ina af bæjunum, þvo hana, kemba, spinna og prjóna úr henni. hægt að líta fram hjá því að margar konur kjósa að láta veröldina nær afskiptalausa. Fylgjast ekki með fréttum, hafa litla reynslu af fjár- málaumsýslu, ijármagnsleiðir eru þeim framandi og þær taka það nærri sér ef varan þeirra selst ekki, verða sárar eða jafnvel móðgaðar. Konur eru stútfullar af fordómum um eigið getuleysi. Auðvitað geta þær lært á viðskiptaheiminn rétt eins og þær geta klórað sig fram úr mataruppskrift á framandi tungu- máli, en það kostar bæði tíma og fyrirhöfn og auðvitað gera margar mistök, en það lenda allir í því sem eru í rekstri. Mér fínnst mjög mik- ilvægt að konur fylgist vel með, hlusti á fréttir, lesi viðskiptasíður dagblaðanna, lesi fagtímarit, kynni sér rekstrarumhverfí fyrirtækja í smáiðnaði, láti hlutina koma sér við og skipti sér af því sem þurfa þykir. Þær verða að þrýsta á stjórn- völd og sveitarfélög til að styðja við bakið á þessari atvinnusköp- un.“ Elísabet Benediktsdóttir, for- stöðumaður Byggðastofnunar á Austurlandi, fær margar fýrir- spurnir frá konum. Hún greiðir úr því sem hún getur eða vísar málinu áfram til réttra aðila. Hún segir áberandi hve konur eru í mikilli sókn og þurfí á mikilli aðstoð að halda. „Konur eiga oft erfítt með að ræða við utanaðkomandi um fjármál sín. Þær vilja helst ekki taka lán og vita ekki hvar og hvernig þær geta sótt um styrki og þá er fárra kosta völ. Þær eru til- búnar til að skuldbinda sig upp að ákveðnu marki en þegar kemur að því að leggja peninga í reksturinn horfír málið öðru visi við.“ Einn ráðgjafinn bendir á að það sé eitt að fjármagna rúllubindivél og ann- sem vildu stofna fyrirtæki. Með því taldi Kvennalistinn að hægt væri að minnka forskotið sem karl- ar hafa í þessum efnum. Málið var svæft í nefnd. Nú fímm árum síðar er atvinnuástandið enn verra. At- vinnuleysi er staðreynd og okkur hefnist fyrir að hafa ekki nýtt góðu árin til að undirbúa þau mögru. I stað þess að dusta rykið af tillögu Kvennalistans og gera eitthvað virkilega róttækt í málunum kjósa ráðamenn að setja smá plástra á sárin. Tímabundnum sérverkefn- um er ýtt úr vör, ráðnir eru ráðgjaf- ar í stuttan tíma til að sinna mál- efnum kvenna og af tæpum þúsund milljónum sem varið var i atvinnu- skapandi verkefni á fjárlagaárinu voru aðeins 60 ætlaðar til atvinnu- mála kvenna! Óvíst er hvað kom út úr þeim enda fór engin athugun fram á því hvað nýtist konum best. Hvernig nýtast styrkimir konum - og hverju skila þeir aftur í þjóðar- búið? Er ráðgjöfín sem konum stendur til boða markviss eða handahófskennd? Er verið að leita lausna sem henta konum og þær sætta sig við? Eru möguleikar kvenna og karla þeir sömu á upp- hafsreit? Er vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs hjá konum eða verða örlög þessara átaka þau að verra sé af stað farið en heima setið? VERA leitaði til kvenráðgjafa og athafnakvenna víða um land til að kynnasérmálin. Vaxtarbroddurinn hjó konum „I hinum vestræna heimi er vaxtar- broddurinn hjá konum,“ segir Jó- hanna Leópoldsdóttir verkefnis- stjóri á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Ölfushreppi. „Skýringin er m.a. sú að konur komast hvergi að og verða því að bjarga sér sjálfar. Nú segir enginn lengur að konur geti ekkert en skilaboð samfélagsins eru þó á þann veg. Þrátt fyrir sí- aukna menntun kvenna eykst launabil milli kynja og samtrygg- ing karla er sterk, jafnt í einkageir- anum sem hinum opinbera. Konur eiga því erfítt uppdráttar, en hafa engu að tapa og allt að vinna.“ Að mati Jóhönnu er staða sveita- kvenna að mörgu leyti betri en þeirra sem hafa unnið í fiskvinnslu. „Fiskvinnslan byggir ekki upp sjálfstraust og það er mjög erfítt og nýtt fyrir fólki sem hefur varla mátt hafa skoðun á því hvemig vinnustaðurinn er að eiga allt í einu að fara að hugsa um hvernig það á að fara að því að búa sér til tekjur. Þó held ég að konum í eigin rekstri muni fjölga mikið á næstu árum.“ Konum stendur ógn af hinum harða heimi viðskiptanna og því tungumáli sem þar er talað, að mati Vilborgar Guðnadóttur sem var ráðgjafí á Reykhólum og í Dala- sýslu í tvö ár. „Flestar konur eru launþegar og hafa enga reynslu af stjórnun. Auk þess hafa konur síð- ur sambönd en karlar sem virðast alltaf geta grafíð upp einhverja skólabræður eða kunningja sem geta kippt í spotta fyrir þá. Konur hafa ekki sömu möguleika á að fá lán, því fæstar eiga eignir sem þær geta eða vilja veð- setja. Það er heldur ekki

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.