Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 26

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 26
Frú Lára er hlutafélag sem var stofnaS á SeySisfirSi 1 988 af kon- um þar í bæ. Lárurnar, eins og þær eru kallaðar, reka verslun í Láruhúsi á sumrin og í desember. Nýlega fóru þær út í ullarvinnslu sem stofnuð var formlega í kjölfar tilraunastarfsemi. Þar er framleitt 100% lambsullarband semaSal- lega er flutt út enn sem komiS er. I ullarvinnslunni eru fimm stöSugildi og þar af eru fjórir þroskaheftir í hálfsdagsvinnu. A myndunum eru Þórdís Bergsdóttir, aSalhvatakona ullarvinnslunnar, Sverrir SigurSs- son, starfsmaSur í ullarvinnslunni og Arný Bergsdóttir sem vinnur í versluninni. Sigrún Ólafsdóttir er söSlasmiSur og skóg- arbóndi í BrekkugerSi á Fljótsdal. Hún er nýlega byrjuS aftur í söSlasmíS eftir sjö ára hlé en hún smíSar aSallega hnakka, hnakktöskur oq reiStyqi. Ólöf Matthíasdóttir í Melanesi, RauSasandshreppi hefur rekiS ferSaþjónustu síSustu tvö sumur. „Eg rek karlþjóSina út á vorin aS loknum sauSburSi og leigi út herbergin hér í húsinu og sel veitingar. RauSisandur er afskekkt byggSarlag en hér er mikil umferS, fólk kemur til aS sjá selabreiSurnar á sandinum eSa til aS skoSa söguslóSir." Stutt er út aS rústum Sjöundár og út í Skor þaSan sem Eggert Ólafsson lagSi upp í hinstu för.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.