Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 5

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 5
Ólafur Jónsson: í draumi sérhvers manns ...? Noklcrar athugasemdir um Ijóð Steins Steinars Steinn Steinarr var fyrst og fremst heimspekilegt skáld. Nú er þetta eng- inn nýr fróðleikur: segja má að allur skáldskapur sé af heimspekilegum toga spunninn. Þar fyrir á þessi um- sögn við um Stein mörgum öðrum fremur. Þótt greina mœtti kveðskap hans i ýmsa flokka ef um væri hirt (ádeiluljóð, gamankvæði, ástaljóð, verkalýðskveðskap o. s. frv.) dylst ekki að tilvera sjálfs hans og rök lienn- ar eru honum hugstæðust yrkisefni, vandi sem hann veltir fyrir sér allan skáldferil sinn. Steinn er mikill tímamótamaður í íslenzkum bókmenntum. Hann yrkir fyrstu kvæði sín á tímum kreppu og atvinnuleysis, síðan tekur við styrj- öld og stríðsgróði, og síðustu ljóð sín yrkir hann á öld kjarnorku og kalds stríðs. Um hans daga verður meiri þjóðfélagsbylting með íslendingum en nokkru sinni fyrr, þar sem allt líf þjóðarinnar, atvinnuhættir og menn- ing tekur stakkaskiptum, er í deiglu nýrra áhrifa og aðstæðna, — og er óþarft að setja hér margorða lýsingu þess umróts. Steinn er af þeirri kyn- DAGSKRÁ slóð sem lifir mesta þessa bylting, fæddur í sveit en elur aldur sinn lengstaf í Reykjavík þar sem íslenzk menning er að taka nýjan svip. Og líf og list þess fólks er slíka tíma lifir hlýtur að markast öðrum dráttum en á tímum kyrrstöðu og atburðaleysis, þjóðfélagsumrót og umrót í listum eru fylgifiskar. Hér varð Steinn forgöngu- maður nýrra tíma í ljóðlist, óhræddur við að leita á nýjar brautir í list sinni, tilraunamaður í sífelldri leit skilnings á sjálfum sér og samtíma sínum. Nútíðarmenning íslendinga er enn í deiglu, fátt þar með stöðugum hætti. Þessarar upplausnar hefur ekki sízt gætt í ljóðlist hinna síðari ára, flest ]>að sem þar hefur komið fram at- hyglisvert verið með nýjum og ný- stárlegum hætti, enda um fátt verið þrasað af meiri lyst. Hér var Steinn Steinarr löugum í eldlínu, talinn æðstiprestur atómskálda og verk hans dæmigerð um öfugþróun íslenzkrar ljóðagerðar. Slíkar kenningar eru nú ekki lengur hafðar uppi, en víst er um það að Steinn hefur orðið ungum 3

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.