Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 7

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 7
Ljóð Steins má greina í tvennt eftir formi: þau sem eru „hefðbundin“, fylgja venjulegum reglum um rím og stuðla, og svo hin sem brjóta í bága við þessar reglur, rímlaus ljóð og meira eða minna lausrímuð. Að vísu er tómt mál að tala um slíka skipt- ingu út af f.vrir sig, Ijóð verða hvorki betri né verri fyrir það eitt að vera rímuð eða rímlaus. Engu að síður má hafa hliðsjón af flokkun sem þessari svo til nytja verði í umræðu um skáldskap. Ljóðform Steins er lengstum þröngt og sparsamt, einfaldleikinn er ástríða hans — og styrkur. Þessa gætir að vísu í öllum ljóðum Steins en þó eink- um hinum órímuðu, nektin er megin- einkenni þeirra, og þau eru þegar bezt tekst umsvifalausari og beinni í skír- skotun sinni en mörg rímuð Ijóð hans. Aftur á móti veitir hefðbundið form skáldinu aðhald. og löngum nær hann lengra í rímuðum ljóðum, tekst þar bezt að gæða hugsun sína skáldlegu lífi. En formtilraunir virðast Steini knýjandi innri nauðsyn, einn aflvaki skáldskapar hans, og hann þreytist aldrei á baráttunni við formið. Niður- stöður þessarar baráttu verða að von- um margar og misjafnar. og er ekki kostur að ræða það mál allt hér, en lokaniðurstaðan — og lokaverk Steins, Tíminn og vatnið, 1949 — er að minni hyggju merkasta tillag lians til íslenzkrar ljóðlistar. Eins og fyrr segir verða nokkur þáttaskil á skáldferli Steins Steinars með fjórðu bók hans, Ferð án jyrir- heits, 1942. Þetta kemur meðal annars í ljós í því að viðfangsefni eru fjöl- breytilegri en fyrr, margháttað skop og ádeila er ríkur þáttur í þessari DAGSKRÁ bók og meiri en fyrr þótt að vísu sé einnig allmikið um slíkan kveð- skap í Syorum i sandi. Hér bregður því einnig fyrir að Steinn yrki um samtímaviðburði af óvenjulegri al- vöru. (Hugsað til Noregs, Imperium Britannicum.) En ekki er sízt vert að gefa gaum þeirri breytingu sem orðið hefur á heimspeki Steins. í upphafi sóttu böl- sýni og efagirni mest á hug hans, einmani glímir við tilgangsleysi sjálfs sín í fánýtri veröld, og niðurstaðan virðist löngum ekki önnur en ný og ný ítrekun þessa fánýtis: Það andlit, sem þú berð, er gagnsæ gríma °g gegnum hana sér í auðn og tóm. En Steinn Iifir og yrkir, sjálft lífið er í rauninni hin eina staðreynd er hann viðurkennir skilmálalaust, — trúlega af því að hann á ekki annarra kosta völ. Skáldskapur hans verður smátt og smátt víðfeðmari, tök hans sterkari, og jafnhliða öllum fánýtis- bollaleggingum þróast með Steini óbilgjarnt sjálfstraust, trú á þýðingu sjálfs sín og skáldskapar síns þrátt fyrir allt: Þín visna hönd, sera vann þér ei til matar, skal velta þungum steini úr annars braut. Og í Ferð án fyrirheits hefur fá- nýtiskenningin að mestu verið lögð af, Steini er nú mest í mun að komast til skilnings á tilgangnum í sjálfu til- gangsleysinu: Það er þegar samþykkt að allt sé fánýti, tilgangsleysi og blekking, en engu að síður er líf sjálfs lians staðreynd sem hann kemst ekki undan og freistar því að skilja. Mér virðist ljóðið sem tilfært var framar 5

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.