Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 41

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 41
Forspjall að Myndbreyting guðanna eftir ANDRÉ MALRAUX „1 lífinu og í raálaralistinni get ég vel komizt af án Guðs. En ég sera þjáist get ekki komizt af án þess sera er mér máttugra og er mitt líf: sköpunarkraftsins." Van Gogli. Engum dylst lengur, að nýtt tímaskeið cr hafið og málaralist þess hafi fæðzt rétt fyrir 1860. Eu vart höfum við enn öðlazt þess meðvitund að með því hefjist listafortíð sem á sér ekkert fordæmi. Langt er síðan listin hætti að vera það sem hún var í Austurlönd- um til forna, á dögum kristnu kirkjunnar, á „miðöldum" Asíu og Ameríku og jafnvel i Grikklandi. \'ið lftum ekki lengur á hana sem skart lífsins, eins og þær fagurfræðistefnur sem ríktu hver fram af annarri. Sú tilfinning sem grípur okkur er við horfum á Piéta frá Avignon og síðustu verk Titians; Velasquez og Rembrandt; Moissoc, Ellora og Long-Men; arkaísku listaverkin grísku, sumarmexíkönsku, síð-súmersku eða egypzku styttumar, yrði illa skilgreind með orðum sem tengd væru hug- myndum um gaman — jafnvel þó það væri augnagaman — eða hinni hefðbundnu hug- mynd um fegurð. Líkneskjurnar á Konung- legu hurðinni í Chartres, myndirnar af Gúdea, hafa bersýnilega ekki verið skapaðar til skemmtunar, og þær tilfinningar sem þær vekja með okkur eru gamni óskyldar. I’að er ekki fágun eða úrtíningsstefna (cclectisme) sem er sameiginleg þeim mönnum er láta sér list einhverju skipta — enn eru þeir nefndir DAGSKRÁ hinu einsta’ða nafni: amatör, af því að menning okkar hefur ekki fundið nafn við hæfi — heldur kennsl þeirra á hinu leyndar- dómsfulla afli, sem er yfir söguna hafið vegna eiginleika, sem ekki eru þeir sömu og „feg- urðin“ ræður yfir og gerir að verkum, að ákveðin forsöguleg málverk — orðið galdur hrekkur skammt til þess að útskýra form þeirra —, súmerskar styttur sem þeir vita fátt utn annað en nöfnin og Konan frá Elche sem þeir vita ekkert um, öðlast í þeirra aug- um nálœgð. Um þúsundir ára hefur tilverugrundvöllur listarinnar verið að mynda guðina. Það viss- um við. Svona hálft í hvoru. En fyrsta menn- ing efahyggjunnar (agnosticisine) lífgar helgi- verkin við nteð því að endurvekja öll fyrri menningarskeið. Og um leið og þetta um- dæmi án takmarka, þar sem rómönsk list er innan um listir Austurlanda hinna fornu, keisaravelda Asíu og Ameríku, meginlanda án tímaskeiða, þar sem eilífar miðaldir ríkja, kemur ráðgátan um það afl er sameinar í allsherjarnávist styttnr elztu faraóanna og súmersku prinsanna; þær sem hjuggu Michel- angelo og meistararnir í Chartres; freskverkin í Assise og Nara, málverk Rembrandts, I’iero della Francesca og Van Goghs, — málverk Cézannes og vísundana í Lascaux. Merking orðsins list hefur breytzt, síðan hætt var að nota það fyrst og fremst um verk gerð í því miði að vekja aðdáun, á sama hátt og heimur listarinnar hefur breytzt, síðan 39

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.