Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 53

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 53
Enda þólt höfundur Djosers hafi ekki viljað skapa form óháð tímanum í sama skyni og Rodin, var vilji hans jafneinbeittur, jafnákveðinn. Eins og allra skapara mikilla helgiverka, mikilla trúarverka; eins og málara l’ióta frá Avignon. Að skapa líkneskjur sem sýna heim Guðs er að skapa líkneskjur að einhverju leyti óháðar tímanum. Ekki vegna þess að framtíðin muni viðurkenna þær; ekkert er Egyptalandi fjarskyldara en fram- tíðin í þeim skilningi sem Grikkland átti eftir leggja i það orð, ekkert er rómönsku kristninni fjarskyldata en framtíðin í þeim skilningi sem Rettaissansinn átti eftir að leggja í það orð. Listamenn hræringariausra menningarskeiða Austursins heina máli sínu til framhalds án sögu, þar setn til kynslóð- irnar konta hver fram af annarri eins og lnossakynslóðir. Listamenn miðalda — í þvf eru þeir líkir Grikkjunt — þekkja sögulega framþróun. 19. öldin liélt því frant, að Kore- myndirnar hefðu verið orðnar úreltar á dög um Períklesar, rómönsku Maríumyndirnar á 19. öld. En þó Aþena grafi ekki upp Kore- myndir sem faldar höfðu verið vegna yfir- vofandi innrásar Persa, þó kristin kirkja 15. aldar grafi í jörðu margar madonumyndir hinnar 14., er það ekki vegna þess að þær falli ekki lengur í geð: það er vegna þess að þær eru komnar undir áhrifavald timans og hafa þannig glatað þeini guðlegu eilffð sem kemur fram í verkum er tekið hafa við af þeim. Engu að síður voru þær gæddar þessari eilffð. Guðsmóðurinni í Amiens hefði að öllum líkindum verið kastað á glæ, ef staðsetning hennar á kirkjuhurðinni hefði ekki orðið henni til verndar; en við getum ekki efazt um, að höfundur hennar hafi ætlað sér að festa mynd hinar eilífu Marfu rneyjar eftir dauðlegum Picardstúlkum, eins og myndhöggvarar tvífaranna höfðu fest ei- lífðarmyndir látinna fyrirmynda sinna. Við sjáum, hvemig sköpun kristnu formanna hætti að skírskota til eilffðarinnar, um leið og hún hætti að skírskota til heims Guðs rómönsku kirknanna, sfðan til Borgar guðs Prinsessa og fylgimcer hennar. Hellarnir i Ajanta, Indlandi. 6.—7. öld.

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.