Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 3
Sú óvenjulega staða hefur komið upp við  vinnslu Málfríðar að þessu sinni að ekki  var pláss fyrir allar þær greinar sem bár- ust og að auglýsingarnar hafa sjaldan eða  aldrei verið fleiri. Þetta er ef til vill merki  þess að þegar að kreppir, þá blómstrar hið  smáa. Þær greinar sem birtast hér eru af  ýmsum toga og á ýmsum tungumálum  eins og hæfir fagtímariti tungumálakenn- ara en allar eiga þær það sammerkt að vera  upplýsandi og athyglisverðar og sýna enn  og aftur, að tungumálakennarar á öllum  skólastigum eru fagfólk sem vill rannsaka,  fylgjast með nýjungum, læra eitthvað nýtt,  safna í sarpinn og deila því með okkur  hinum.      Eins og fram kemur í þessu tölublaði þá  hefur nýr formaður tekið við stjórn STÍL.  Ritstjórn Málfríðar þakkar Sigurborgu  Jónsdóttur, fráfarandi formanni fyrir gott  samstarf á liðnum árum og óskar núver- andi formanni þess, Ragnheiði Jónsdóttur  alls hins besta í nýju starfi.     Efnisyfirlit Ritstjórnarrabb  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   3   Er dysleksi et skjult handicap i sprogundervisn- ingen? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   5 Mál málanna. Um nám og kennslu erlendra           tungumála . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   14 Nýr formaður STÍL  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   17 FNOS-kurs i mars  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   18 Vegvísir að þróunarverkefni í kennslu . . . . . . . . .   19 Námsmat í ensku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   23 Dansk på vulkaner . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   27 Málfríður tímarit Samtaka tungumálakennara, 1. tbl. 2009 Forsíðumynd: Gestur Guðmundsson Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Bryndís Helgadóttir Halla Thorlacius Sigurður Ingólfsson Prófarkalestur: Eygló Eiðsdóttir Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Umbrot, prentun og bókband: Oddi Póstfang Málfríðar: Pósthólf 1110 128 Reykjavík Ritstjórnarrabb Eftirtalin félög tungumálakennara eiga fulltrúa  í ritstjórn Málfríðar 2008: Félag dönskukennara: Bryndís Helgadóttir Iðnskólanum Hafnarfirði heimasími: 557 4343 netfang:  bryndishelgadottir@idnskolinn.is Félag enskukennara: Halla Thorlacius Garðaskóla heimasími: 552 4509 netfang: halla@gardaskoli.is Félag frönskukennara: Dr. Sigurður Ingólfsson Menntaskólanum Egilsstöðum heimasími: 471 2110 netfang: si@me.is Félag þýskukennara: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík heimasími: 555 1075 netfang: asmgud@mr.is

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.