Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 20
20 MÁLFRÍÐUR sem  ég  var  þátttakandi  í.    Í  hópnum  voru  auk  mín  sex  þátttakendur  frá  Svíþjóð,  Englandi,  Spáni,  Bosníu  Herzegoviniu  og  Sviss.  Allt  indæl- isfólk  sem sumt hvert hafði  reynslu af ETM-WSU.       Örlygur Karlsson skólameistari FSu féllst strax á  að  veita  umræddu  þróunarverkefni  brautargengi  í  skólanum  okkar  þannig  að  hægt  var  að  hefjast  handa strax í upphafi vorannar 2009 og er því ferli  lýst hér á eftir. Allar fyrirsagnir koma frá vinnuhóp- num mínum í Graz og segja til um hvernig hópurinn  leggur til að verkefnið ETM-WSU sé skipulagt. 1. Skipulagning – Grundvallarupplýsingar Skipulagning og skilgreining á verkefninu: Heiti þróunarverkefnis:  Evrópska tungumálamappan í FSu Markmið, skýringar, rökstuðningur Hafdís Ingvarsdóttir dósent við HÍ skrifaði í tímarit- inu Málfríði 22  (1) 2006, bls. 5 – 9, eftirfarandi um  ETM:  „Tungumálamappan er byggð upp á margra  ára þróunarstarfi helstu sérfræðinga innan og utan  Evrópu. Kappkostað  hefur  verið að   nýta   nýjustu  rannsóknir  um  nám  og  kennslu  í  þessu  starfi  og  náin samvinna hefur verið við fjölda skóla og kenn- ara víðsvegar um Evrópu.“  Enn  fremur  segir  í  grein  Hafdísar  að    ETM  sé  kennslufræðilegt  tæki  sem  miðar  að  sem  skilvirk- ustu tungumálanámi og  leggi ekki aðeins áherslu á  málfærni, heldur einnig á að efla skilning á menn- ingu þeirra þjóða sem tala erlendu málin sem kennd  eru  í  skólunum.  Mappan  miði  að  því  að  auka  ábyrgð og sjálfstæði nemenda á eigin námi og stuðli  að  því  að  nemandinn  verði  meðvitaður  um  eigið  nám; hann  læri að skipuleggja nám sitt og  fylgjast  með eigin framförum. Að auki verði hann meðvit- aður  um  hvernig  honum  lætur  best  að  læra.  Við  þetta er að bæta að kjarninn í ETM og forsenda þess  að  markmiðum  með  möppunni  verði  náð  er  eins  og áður  sagði mat, þ.e.  sjálfsmat nemandans,  jafn- ingjamat, mat frá kennara, m.a.  leiðsagnarmat, svo  og ígrundun nemandans.  Í  FSu  hafa  nokkrir  kennarar  tekið  upp  möpp- una  í  einhverju  formi.  Þó  hefur  aldrei  verið  nein  samvinna  á  milli  deilda  um  notkun  á  möppunni,  né  heldur  hafa  farið  fram  skoðanaskipti  á  fagleg- um  grunni  svo  neinu  nemur.    Í  ljósi  þess  að    nú  er  verið  að  undirbúa  innleiðingu  nýrra  laga  um  framhaldsskólann  þar  sem  breytingar  verða  mjög  miklar  á  allri  skipulagningu  innan  skólanna  þótti  nokkrum   málakennurunum  í FSu komið  tækifæri  til að standa að breytingum í tungumálakennslunni  í  skólanum,    þar  sem    notkun  ETM  verði  tryggð  í  öllum tungumálaáföngum hjá öllum kennurunum.  Nýju  drögin  um  tungumálakennslu  í  framhalds- skólum landsins sem verið er að vinna að  á vegum  Menntamálaráðuneytisins  byggja  einmitt  á  sjálfs- matsrömmunum í ETM. Tímarammi Á  vorönn  verður  unnið  að  undirbúningi  þróun- arverkefnisins sem mun standa yfir á haustönn 2009  og vorönn 2010. Fjármögnun Sótt  hefur  verið  um  styrk  til  þróunarsjóðs  fram- haldsskólanna en alls er óvíst um niðurstöður. Þátttakendur Allir  tungumálakennarar  við  FSu  munu  taka  þátt  í verkefninu, en þeir eru alls 18 á vorönn 2009, þar  af  tveir  stundakennarar og einn kennari  í orlofi  til  næstu áramóta. Þess ber að geta að enginn verður  þvingaður  til  þátttöku  og  hver  einstakur  kennari  ákveður  hve  stóran  hluta  möppunnar  hann  er  til- búinn til að nota. Þar sem kennarar nýta möppuna  á mismunandi hátt nú þegar gefur verkefnið öllum  gott    tækifæri  til  að  samnýta  þekkingu  og  reynslu  alls  hópsins  og  þeir  sem  treysta  sér  til  geta  unnið  áfram  að  þróun  möppunnar  hjá  sér.  Undirrituð  er  umsjónarmaður  og  ábyrgðarmaður  þróunarverk- efnisins. Samhæfingaratriði Stofnaður  hefur  verið  rýnihópur  sem  skipulegg- ur  alla  vinnu  í  kringum  þróunarverkefnið  ásamt  umsjónarmanni. Ákveðið var að nýta þá þekkingu  sem  kennarar  innan  stofnunarinnar  búa  yfir  varð- andi  ETM,  en  innan  skólans  starfa  tungumála- kennarar  sem hafa  sótt nokkur námskeið  í notkun  möppunnar. Einnig hafa yngstu kennararnir kynnst  möppunni  vel  í  námi  sínu  í  HÍ.  Einstaka  kennari  hefur  sjálfur  þurft  að  safna  efni  í  möppu  í  sínu  háskólanámi. Af þeirri ástæðu var ekki  talið nauð- synlegt  að  sækja  utankomandi  ráðgjöf  um  ETM  í  upphafi verkefnisins.  Fyrirlestraröð um eftirtalin efni  er þegar hafin á  vorönn 2009:  Hvað er ETM? Þrískipting möppunnar Ígrundun Sjálfsmat nemenda Jafningjamat nemenda Leiðsagnarmat Kostir námsmöppunnar Leiðarbók

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.