Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 24
24 MÁLFRÍÐUR Til  að  svara  spurningunni  hvernig  námsmati  sé  háttað var m.a. spurt um aðferðir sem kennarar nota  til að meta nám og framfarir nemenda sinna.  Í ljós  kom að skrifleg próf, hlustunarverkefni og ritunar- verkefni  voru  algengust.    Aðferðir  sem  einkenna  nýjar aðferðir  tungumálakennslu voru mun minna  notaðar við mat á námi og framförum nemendanna,  s.s. munnleg færni.  McKay (2005, 177) bendir á að  í samræmdum prófum sé ekki prófað munnlega af  hagnýtum  ástæðum,  en  með  því  að  sleppa  þeim  þætti  er  verið  að  hafna  einni  af  undirstöðum  þess  náms  sem  vonandi  hefur  átt  sér  stað  hjá  nemend- unum, þ.e.a.s. munnlegri  tjáningu.    Jafnframt voru  aðferðir sem tengjast námsvitund nemenda s.s. dag- bækur, sjálfs- og jafningjamat lítið notaðar.  Notkun  dagbóka  þar  sem  nemendur  skrifa  reglulega  geta  nýst til námsmats.  Af þeim sést t.d. þroskaferli sem  nemandinn  gengur  í gegnum  í  ritun  (O‘Malley og  Pierce,  1996,  151).    Black  og  William  (1998,  7)  telja  mikilvægt að gefa nemendum tækifæri  til að meta  eigið nám.  Með því að þjálfa nemendur í sjálfsmati  geta þeir skilið betur tilganginn með námi sínu og  hvað  það  er  sem  þarf  til  að  ná  árangri.    Í  þessari  rannsókn er jafningjamat notað að nokkru leyti hjá  38% (N=15) kennaranna en 58% (N=23) nota aldrei  jafningjamat sem er nokkurt áhyggjuefni.  Nokkuð  algengara  er  að  nota  sjálfsmat  þegar  meta  á  nám  og framfarir þeirra sem læra ensku en þó nota 44%  (N=17) þátttakendanna aldrei sjálfsmat.  Þegar  spurt  var  um  atriði  sem  kennarar  notuðu  til að prófa nemendur sína var lesskilningur algeng- astur, einnig voru kaflapróf mikið notuð.   Hlustun  og  munnleg  færni  var  einnig  notað  að  einhverju  leyti.   Þó að við almennt námsmat séu hefðbundn- ari  aðferðir  ríkjandi  virðast  kennarar  prófa  að  ein- hverju  leyti  úr  öllum  færniþáttunum.    Þýðingar  og  stílar  eru  á  greinilegu  undanhaldi  sem  aðferð  til  að  meta  tungumálakunnáttu  en  Brown  (2004,  159)  talar  um  að  litið  sé  niður  á  þessar  aðferð- ir  í  tungumálakennslu  sem  þykja  gamaldags  nú  á  tímum  tjáskiptamiðaðrar  tungumálakennslu.  Fyrirgjöf og endurgjöf Margir þættir aðrir en tungumálafærni hafa áhrif á  lokaeinkunn nemenda í 8. bekk í ensku.  Gronlund  (2003, 178) sem og Stiggins og Conklin ( 1992, 170)  telja afar mikilvægt að einkunn sé einungis gefin á  grundvelli þess sem nemandinn hefur lært, að ekki  sé  blandað  inn  í  einkunnina  eiginleikum  eins  og  áhuga,  hegðun  og  öðrum  ytri  þáttum.    McMillan  (2001)  talar  um  að  oft  séu  getulitlir  nemendur  verðlaunaðir  þannig  að  lyndiseinkunn  þeirra  hafi  áhrif á námsmat.  Þessir nemendur fá ekki þá end- urgjöf sem þeir þurfa á að halda sem vísbendingu  um  námsgöngu  þeirra.    Guðfinna  Gunnarsdóttir  (2005, 57) komst að því að viðleitni, hegðun, mæt- ing,  viðhorf,  hvati  og  heimavinna  voru  tekin  með  í kennaraeinkunn með vægi á milli 0-40%.   Erna I.  Pálsdóttir ( 2006, 115) komst að sömu niðurstöðu, en  þar  voru  það  eiginleikarnir  framfarir,  iðni,  vinnu- brögð, frágangur og virkni sem höfðu aðallega áhrif  á einkunnagjöf kennara.  Í þessari rannsókn eru það  eiginleikar  eins  og  vinnubrögð,  framfarir,  virkni,  iðni og heimavinna sem yfir 80% kennara taka með  í heildareinkunn.  En með því að taka almenn atriði  með  í heildareinkunn er ekki verið að meta kunn- áttu nemenda í ensku heldur eitthvað allt annað.  Mikill meirihluti kennaranna leggur mánaðarlega  eða oftar  fyrir próf og verkefni sem teljast  til  loka- einkunnar.  Prófin og verkefnin búa þeir gjarnan til  sjálfir.    Langflestir  gefa  tölueinkunn  fyrir  próf  og  verkefni og margir  fylgja henni eftir með umsögn.  Þessi  umsögn  ætti  að  hjálpa  nemendum  við  að  brúa  bilið  sem  er  á  milli  frammistöðu  þeirra  og  þeirra  markmiða  sem  stefnt  er  að  í  áfanganum.  Fagkennarar  eru  líklegri  en  aðrir  kennarar  til  að  fylgja einkunn eftir með umsögn (p=0.076).   Stærð  skóla virðist líklegur áhrifavaldur hvað varðar end- urgjöf  með  einkunn.    En  í  fjölmennu  skólunum  er  heildareinkunn  síður  fylgt  eftir  með  skriflegri  eða  munnlegri umsögn, en ekki er um marktækan mun  að ræða.   Markmið  kennslustundar  eru  ekki  alltaf  augljós  en  þau  eru  nauðsynleg  til  að  nemendur  viti  að  hverju þeir skulu stefna.  Í þessari rannsókn kemur  í ljós að fagkennarar eru líklegri til að upplýsa nem- endur  um  markmið  kennslunnar  en  bekkjarkenn- arar (p=0,0017). Flestir  kennarar  gefa  fyrir  próf  með  því  að  telja  rétt  atriði.    Í Aðalnámskrá  grunnskóla  fyrir  erlend  tungumál er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum  með því að horfa fyrst og fremst til þess sem þeir geta  gert (Menntamálaráðuneytið 2007, 13).  Bachman og  Palmer  (1996,  202)  benda  á  að  rétt/rangt  aðferð- in  henti  þegar  verið  er  að  mæla  einangrað  svið  tungumálsins.  McKay (2006, 267) tekur undir með  Bachman og Palmer og bendir á að við slíkar mats- aðferðir  sé  notkun  tungumálsins  afar  takmörkuð,  því  sé  rétt/rangt  aðferðin  ekki  heppileg  í  tungu- málaprófum.    Lítil  notkun  matsramma  í  þessari  könnun er vísbending um lítil áhrif aðalnámskrár og  Evrópsku tungumálamöppunnar þar sem áhersla er  lögð  á    matsblöð  með  matskvörðum  við  námsmat  enskukunnáttu  (Menntamálaráðuneytið,  2007,  13). 

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.