Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 25

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 25
MÁLFRÍÐUR 2 Kennsla og námsmat Reynt  var  að  komast  að  því  hvernig  námsmatið  fléttast  saman við kennsluna.   Spurt var um raun- tengingu  tungumálaprófanna  og  svara  allir  kenn- ararnir því að próf þeirra endurspegli viðfangsefni  kennslustundarinnar  mjög  eða  frekar  vel.    Þegar  borin eru saman þau atriði  sem þátttakendur nota  oftast þegar þeir prófa annars vegar og raunveruleg  verkefni daglegs  lífs hins vegar, sést að þar vantar  mikið  upp  á  tengingu  á  milli  þess  sem  lagt  er  til  grundvallar  við  matið  og  hvernig  nemendur  nota  tungumálið í daglegu lífi.  Það að svara lesskilnings- spurningum (N=31) og  að hlusta á hljóðupptöku og  svara spurningum út frá efninu (N=24) er dæmi um  algeng  námsmatsverkefni  sem  eiga  tæplega  hlið- stæðu í daglegu lífi.  Aftur á móti eru samtöl og dag- bækur aðferðir sem hægt er að nota við námsmat og  þær endurspegla daglega notkun tungumálsins.  En  þær aðferðir eru lítið notaðar af þátttakendum þess- arar rannsóknar. Námskrá Þegar  spurt  var  hvenær  prófatriðin  væru  ákveðin  gætti misræmis  í  svörum við þeirri  spurningu þar  sem  75%  (N=29)  kennaranna  sögðust  skipuleggja  námsmatsaðferðir um leið og þeir skipulegðu önn- ina  en  einungis  15%  (N=6)  þeirra  ákveða  próf- atriðin  um  leið  og  námsáfanginn  er  skipulagður.  Hvað  segir  þetta  okkur  um  námsmat?    Þar  sem  skólanámskrá  á  að  segja  til  um  þau  færnimark- mið sem ætlast er til að nemendur tileinki sér, væri  eðlilegt að ákveða prófatriði um leið og áfanginn er  skipulagður.    Um    75%  (N=29)  kennaranna  segist  skipuleggja  námsmatsaðferðir  í  upphafi  annar  en  þeirri  skipulagningu  er  í  raun  ekki  lokið  þar  sem  einungis    (15%) (N=6) hafa ákveðið úr hverju á að  prófa.    Þarna liggur grunnurinn að hugsmíðinni sem Bachman og Palmer leggja mikið upp úr að sé skilgreind þegar verið er að hanna próf. Þá sé rétti tíminn til að ákveða hvaða kunnáttu á að mæla í prófinu. Mikilvægt er að sú kunnátta sé mæld og ekkert annað. Sú ályktun sem niðurstöður prófanna gefur til kynna segir til um tungumálafærni nemandans og ekkert annað (Bachman og Palmer,1996, 67).  Þetta misræmi er ekki óeðlilegt  í  ljósi  þess  að  hingað  til  hefur  það  að  skipuleggja  námsmat sennilega víðast hvar falið í sér ákvörðun  um magn og vægi prófa og verkefna í lokaeinkunn,  án  ítarlegrar  útlistunar  á  námsmatsaðferðum,  þ.e.  hvað verði metið og hvernig.  Tæp  90%  enskukennara  í  8.  bekk  segja  að  aðal- námskrá  hafi  áhrif  á  skipulagningu  enskukennsl- unnar,  en  einungis  helmingur  þátttakenda  telur  skólanámskrána gagnlega hvort sem um skipulagn- ingu  kennslu  eða  námsmats  er  að  ræða.    Í  ljós  kom  áhugaverður  munur  þegar  skoðað  var  hvort  gagnsemi  skólanámskrár  væri  meiri  í  fjölmenn- ari  skólum  en  þeim  fámennari  bæði  hvað  varðar  skipulag  kennslu  (p=0,03)  og  skipulag  námsmats  (p=0,08).    Getur  verið  að  sterkari  hefðir  ríki  í  fjöl- mennari skólum eða meiri krafa um gott skipulag?  Hver  sem  ástæðan  er  þá  eru  kennarar  í  fjölmenn- ari  skólunum  líklegri  til  hafa  aðgang  að  gagnlegri  skólanámskrá  en  kennarar  í  fámennari  skólunum.  Samantekt og lokaorð Með  þessari  rannsókn  var  reynt  að  komast  að  því  hvernig þeir sem kenna 8. bekk  ensku meta tungu- málakunnáttu  nemenda  sinna.    Einnig  var  reynt  að  skoða  hvernig  námskrá  hefur  áhrif  á  skipulag,  kennslu og endurgjöf.  Meirihluti þátttakenda könn- unarinnar  var  með  sérmenntun  í  ensku  eða  fram- haldsmenntun og meirihluti var með  lengri  starfs- reynslu en 5 ár.  Kennarar með sérmenntun og þeir  kennarar  sem  eru  fagkennarar  eru  líklegri  til  að  veita  nemendum  endurgjöf  með  prófseinkunn,  þó  ekki sé um marktækni að ræða.  Fjölmennari skólar  virðast hafa  skólanámskrá sem gagnast kennurum  sínum.   Aftur  á  móti  virðast  kennarar  í  fámennari  skólunum veita nemendum sínum meiri endurgjöf  og virðist ganga betur að fylgja eftir ákvæðum aðal- námskrár um námsmat þar sem kveðið er á um að  námsmat eigi að hjálpa nemendum og hvetja þá.   Þær rannsóknir á námsmati sem þegar hafa verið  gerðar  á  Íslandi  sýna  einnig  að  þörf  er  á  frekari  þróun námsmats í grunnskólum (Erna I. Pálsdóttir,  2006, bls. 119).   En ekki er ljóst hvað veldur því að  þróunin er svona hæg.  Eftirfylgni Til  að  fylgja  eftir  þessari  rannsókn  væri  æskilegt  að taka viðtöl við kennara til að fá betri skilning á  ýmsum  þáttum  og  skoða  hvernig  próf  þeir  leggja  fyrir.    Áhugavert  væri  að  rannsaka  námsmats- aðferðir tungumálakennara sem starfa í framhalds- skólum landsins.  Ætla má að tungumálakennarar í  framhaldsskólum  séu  líklegri  en  grunnskólakenn- arar til að þróa tungumálakennslu og námsmat þar  sem  þeir  eru  fleiri  í  hverjum  skóla.    Einnig  væri  áhugavert  að  bera  saman  námsmat  á  milli  skóla- stiga.   Hvaða þættir hafa áhrif á hvað er metið?   Með  auknum  skilningi  meðal  kennara  á  mik- ilvægi  námsmats  má  búast  við  því  að  þær  náms- matsaðferðir  sem  íslenskir  kennarar  nota,  þróist  í 

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.