Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 21
MÁLFRÍÐUR 21 Í  maí  verður  tekin  ákvörðun  um  framhaldið  og  gengið  frá  nánari  skipulagningu  á  framkvæmd  verkefnisins fyrir haustönn 2009.  Upplýsingamiðlun Stjórnendur  skólans  hafa  fengið  upplýsingar  um  verkefnið  og  samþykkt  það  fyrir  sitt  leyti.  Upplýsingar  um  verkefnið  verða  lagðar  inn  á  heimasíðu  FSu  haustið  2009  þannig  að  foreldrar  og  nemendur  geta  kynnt  sér  það.  Nemendur  sem  verða  óhjákvæmilega  hluti  af  verkefninu  fá  upp- lýsingar  um  það  í  upphafi  hverrar  annar  um  sig.  Einnig  munu  aðrir  kennarar  skólans  fá  kynningu  á  verkefninu.  Að  lokum  má  geta  þess  að    Hafdís  Ingvarsdóttir,  dósent  við  HÍ,  hefur  óskað  eftir  að  fá að fylgjast með þróun verkefnisins auk þess sem  Tungumálamiðstöðin í Graz mun fá sendar upplýs- ingar um gang mála.  Undirbúningur fyrir kennara Fyrirlestrar  um  notkun  á  ETM  verða  haldnir  á  vorönn  2009.  Í  Angel  námsumhverfinu  er  komin  mappa  fyrir  tungumálakennarana  sem  mun  hýsa  allar  glærur  frá  fyrirlestrum  og  önnur  gögn  sem  varða  fræðslu  og  miðlun  um  ETM,  m.a.  tengla  í  efni  um  möppuna  sem  aðgengilegt  er  á  internet- inu.  Að  auki  verður  þar  umræðuvettvangur  fyrir  kennara  þar  sem  þeir  geta  miðlað  af  reynslu  sinni  og  lært  saman.  Í  lok  vorannar  2009  verður  gengið  endanlega  frá  framkvæmdaráætlun  fyrir  skólaárið  2009 – 2010. 2. Framkvæmdin Framkvæmdaráætlun Rýnihópurinn verður tilbúinn með nákvæma fram- kvæmdaráætlun  í  upphafi  haustannar.  Þá  verður  haldinn kynningarfundur fyrir alla kennara skólans  þar sem þróunarverkefnið verður kynnt.  Stuðningur við kennara Haldnir verða fundir með tungumálkennurum þar  sem  farið  verður  yfir  alla  verkferla.  Fundir  með  öllum  tungumálakennurum  verða  haldnir  með  reglulegu millibili skólaárið 2009 – 2010. Kennurum  er ætlað að veita samhjálp og þeir eiga að geta nýtt  viðtalstíma  hver  hjá  öðrum  til  þess  að  fá  stuðning  hjá  samkennurum  ef  með  þarf.  Allir  kennararnir  haldi  úti dagbók  þar  sem þeir  skrái hjá  sér hverju  þeir breyta í kennslu sinni og / eða reynslu af notk- un  á  ETM.  Einnig  skrái  þeir  ýmis  atvik  sem  geta  átt  sér  stað  í  kennslustofunni  og  skipta  máli  fyrir  þróunarverkefnið.  Stuðningur við nemendur Lagður  verður  spurningalisti  fyrir  nem- endur  sem  fjallar  um  kynni  þeirra  og  reynslu  af  ETM,  svo  og  viðhorf  þeirra  til  þess  að  nota  möppuna,  í  upphafi  og  lok  hvorrar  annar.     Ljóst er að þörf er á því að kenna nemendum að  nota möppuna.  Mikilvægt er til dæmis að nemend- um sé kynntur tilgangur hennar og notkun. Einnig  er  gert  ráð  fyrir  að  þjálfa  þurfi  nemendur  í  sjálfs- mati og ígrundun, auk þess sem þeir verða að læra  að setja sér markmið.  Ekki er ólíklegt að kennarar  þurfi  að  veita  nemendum    bæði  aðstoð  og  hvatn- ingu í þeirri viðleitni. 3. Mat á þróunarverkefninu Rammi að mati Rýnihópur mun skipuleggja og annast mat á árangri  þróunarverkefnisins  og vinna úr matsgögnum.  Forsendur matsins Við  mat  á  árangri  þróunarverkefnisins  er  gert  ráð  fyrir að kannað verði viðhorf bæði kennara og nem- enda til þess hvernig til tekst, hvort báðir aðilar telji  að notkun á ETM hafi leitt til meira sjálfstæðis nem- enda,  svo  og  hvort  kennarar  og  nemendur  telji  að  ETM bæti árangur nemenda. Mælikvarði fyrir mat á verkefninu Rýnihópur mun leggja viðhorfskönnun fyrir tungu- málakennarana  í  upphafi    verkefnisins    þar  sem  leitað  er  eftir  svörum  um  reynslu,  þekkingu  og  áhuga kennarans á að nýta ETM. Í lok þróunarverk- efnisins verður aftur lögð fyrir könnun um reynslu  kennaranna  af    þróunarverkefninu.  Í  báðum  til- fellum  verða  lagðar  fyrir  bæði  krossaspurningar  og  opnar  spurningar  þar  sem  kennararnir  svara  spurningunum  skriflega.  Rýnihópur  mun  einnig  semja  viðhorfskönnun  sem  allir  tungumálakenn- ararnir  munu  leggja  fyrir  nemendur  í  upphafi  og  lok hvorrar annar um sig.  Einnig verða skráningar  í dagbókum kennaranna hluti af matinu.  Greining og framlagning gagna Við  mat  á  niðurstöðum  verður  stuðst  við  nið- urstöður  úr  þeim  tveimur  könnunum  sem  lagðar  verða fyrir við upphaf og í lok þróunarverkefnisins  bæði meðal kennara og nemenda. Niðurstöðurnar  verða  settar  í  tölfræðilegt  form  og  út  frá  þeim  verður  tekin  ákvörðun  um  framhaldið.  Greining  á  dagbókarfærslum  kennaranna  verður  í  formi  lista, þar sem verður yfirlit yfir fullyrðingar kenn- aranna, annars vegar  um jákvæðar og hins vegar 

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.