Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 16
1 MÁLFRÍÐUR Fræðasviðið kemur okkur á „planinu“til góða Það  fyrsta  sem  mér  datt  í  hug  þegar  ég  las  síðari  helming  bókarinnar  var  hvað  við  eigum  frábæra  fræðimenn.  Kennarar  sem  hafa  reynslu  af  því  að  kenna  erlend  tungumál  á  flestum  ef  ekki  öllum  skólastigum  taka  sig  saman  og  skrifa  greinar  hver  út frá sínu sérsviði. Og lesturinn er ekki leiðinlegur,  heldur gefandi og hvetjandi. Allar greinarnar bera  merki  þess  að  hafa  sterkan  fræðilegan  grunn  en  eru um leið hugmyndabanki um aðferðir og leiðir í  tungumálakennslu og námi. Oddný  Sverrisdóttir  segir  frá  mikilvægi  hvata- tengds tungumálanáms og rannsóknum þar að lút- andi. Hún rekur sögu fræðilegra rannsókna og hug- myndir fræðimanna um hvað hvetur nemendur til  að  læra  nýtt  tungumál  og  hvaða  þættir  skipta  þar  máli.  Einnig  fjallar  hún  um  íslenskar  rannsóknir  MA-nema  á  hvata  í  tungumálanámi.  Hún  rekur  sögu  þýskubílsins,  þar  sem  heimsmeistaramótið  í  knattspyrnu  árið  2006  var  nýtt  til  að  vekja  áhuga  ungmenna  á  þýsku,  og  íslensk  ungmenni  um  allt  land uppgötvuðu að þó þau kynnu ekkert  í þessu  ágæta tungumáli, þá gátu þau nýtt sér bakgrunns- þekkingu  sína  í  íþróttinni  til  að  læra  orð  og  frasa  sem þau notuðu til að samþætta nýtt tungumál og  áhugamál.  Straumar og stefnur í tungumálakennslu er heiti  greinar  Auðar  Hauksdóttur  þar  sem  hún  rekur  stuttlega  þær  kennsluaðferðir  sem  hafa  tíðkast  í  erlendum málum  í  íslenskum skólum, hugmynda- fræðinni að baki þeirra sem og viðhorf, skipulag og  framkvæmd innan kennslustofunnar. Hún gerir líka  grein fyrir líkani þeirra Richards og Rogers um hug- takið kennsluaðferð sem „auðveldar alla umfjöllun og  samanburð á ólíkum aðferðum í tungumálakennslu“  eins og höfundur bendir á (bls. 155). En meginvið- fangsefni Auðar  eru  þó  kenningar  um  tjáskiptaað- ferðir, sögulegt samhengi þeirra og markmið. Hvað  það  er  sem  einkennir  tjáskiptaaðferðir  og  hvaða  kenningar liggja þar að baki. Einnig ræðir hún um  tilgátumódelið  og  það  sem  skilur  tjáskiptaaðferð- ir  frá  eldri  kennsluaðferðum.  Í  síðari  hluta  grein- arinnar  er  svo  fjallað  um  tjáskiptaaðferðir  innan  skólastofunnar, námsáætlun, viðfangsefni, hlutverk  nemandans,  kennara  og  kennsluefnis  út  frá  líkani  Richards og Rogers. Í lokakaflanum bendir höfund- ur á hvernig tjáskiptamiðaðar kennsluaðferðir gætu  litið út innan kennslustofunnar þar sem færniþætt- irnir fjórir og viðfangsefnin tengjast saman og nem- andinn er virkur þátttakandi í eigin námi. Í framhaldi af grein Auðar er önnur af svipuðum  meiði  eftir  Michael  Svendsen  Pedersen,  þar  sem  hann fjallar um tjáskiptaverkefni  (e.  tasks), notkun  þeirra í tungumálakennslu, helstu einkenni og gerð.  Aðaleinkenni  tjáskiptaverkefna  er,  „að  þau  snúast  um merkingu eða innihald fremur en að beinast að  formgerð málsins,“ (bls. 205), sem þýðir að nemend- urnir þurfa að nota tungumálið til að leysa verkefn- ið og að tjáskipti þeirra hafa raunverulegan tilgang.  Virkni  nemandans  leiðir  væntanlega  til  þess  að  hann þarf að mynda sér tilgátu, prófa hana og end- urskoða í ljósi reynslunnar (sbr. tilgátumódelið) rétt  eins og erlendur málnotandi við „alvöru aðstæður.“  Höfundur  fjallar  einnig  um  gildi  ílags,  gagnvirkra  tjáskipta  og  frálags  sem  er  eitt  aðaleinkenni  tjá- skiptaverkefna, kosti þeirra og hlutverk í að þróa og  styðja millimál nemandans. Einnig ræðir hann um  tegund tjáskiptaverkefna og hvernig þau hafa verið  flokkuð  með  tilliti  til  innri  gerðar  og  niðurstöðu  (opin eða lokuð verkefni). Við könnumst eflaust við  mörg af þeim verkefnum sem hér er fjallað um, svo  sem  púsluspilsverkefni  (e.  puzzles),  upplýsinga- gap (e. information gap), málþrautir, ákvaðanataka  eða  skoðanaskipti.  Líkan  Ellis  um  uppbyggingu  kennslustundar  þ.e  undirbúningur  (e.  pre-task),  lausnarferli (e. task-cycle) og úrlausnarferli (e. lang- uage focus) og þær meginreglur sem Skehan hefur  sett  fram  í  þessu  tilliti  eru  svo  reifaðar  til  að  lýsa  einni kennslustund sem byggir á tjáskiptaaðferðum  og verkefnum. Ég  held  að  allir  tungumálakennarar  geti  verið  sammála  um  mikilvægi  þess  að  nemendur  lesi  á  hinu erlenda máli því lestur styrkir máltilfinningu,  eykur  orðaforða  og  gefur  innsýn  inn  í  menningu  þeirra sem hafa hið erlenda mál að móðurmáli, svo  fátt  eitt  sé nefnt. Auður Torfadóttir  fjallar um  lest- ur  á  erlendum  tungumálum,  hlutverk  lesandans,  kenningar um hvað sé lestur, lestrarferlið og ýmsar  rannsóknir þar að lútandi. Í framhaldinu ræðir hún  um skemakenninguna, þ.e. „hvernig þekking er sett  fram  og  hvernig  sú  framsetning  auðveldar  notkun  þekkingar á  tiltekinn hátt“  (bls. 243) og gefur sýn- ishorn af því sem fræðimenn á þessu sviði hafa sett  fram.  Sá  hluti  greinarinnar  sem  vakti  sérstaka  eft- irtekt mína nefnist „tungumálaþröskuldur“ þar sem  ástæður þess að nemendur eiga í vandræðum með  lestur á hinu erlenda máli eru reifaðar. Er það skort- ur á kunnáttu í tungumálinu eða í lestri? Í framhald- inu fjallar Auður um lestur  í skólum og mikilvægi  þess að undirbúa lesturinn með kveikju og bendir á  leiðir sem kennarar geta farið til að virkja nemendur  enda  hafa  rannsóknir  sýnt  fram  á  „að  slíkur  und- irbúningur eykur lesskilning“ (bls. 251). Í  grein  þeirra  Marjorie  Bingham  Wesche  og  T.  Sima Paribakht er sagt frá framhaldsrannsókn sem 

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.