Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 17
MÁLFRÍÐUR 17 beindist  að  því  að  greina  innskoðanir  eða  ígrund- anir  (e.  introspective  reflections)  háskólanemenda  sem  voru  að  læra  ensku  sem  annað  mál.  Markmið  rannsóknarinnar  var  að  skoða  hvernig  verkefnin  kynnu  að  auka  orðaforða  þeirra.  Greinarhöfundar  fjalla  um  rannsóknir  á  lestri  og  þróun  orðaforða,  fyrri  rannsókn  um  sama  efni,  hvernig  rannsóknin  fór  fram og  færa rök  fyrir þeirri aðferðarfræði sem  notuð var. Einnig eru úrlausnir nemenda á verkefn- unum  tíunduð  og  skýrt  frá  gerð  þeirra.  Dæmi  um  slík verkefni eru að draga hring utan um tengiorð í  textanum, pörunarverkefni, finna orðmyndir og búa  til setningar út frá gefnum orðum. Höfundar leggja  áherslu á gildi þess að hafa margar tengdar æfingar  um sama textann fyrir nemendur, því þannig er auð- veldara að tryggja að þeir rekist á sama orðið aftur  og aftur um leið og fjölbreytnin leiðir til þess að þeir  þurfa að kljást við ólíkar hliðar á merkingu orðanna  og  notkun  þeirra.  Niðurstaða  rannsóknarinnar  var  í  stuttu  máli  að  svo  virtist  sem  „sú  aðferð  að  láta  nemendur  lesa og leysa orðaforðaverkefni  (Reading Plus) leiða til þess að fleiri orð náðu að fanga athygli  þeirra, áhugi nemenda á að velta fyrir sér markorð- unum  jókst  og  eftirtekt  þeirra  var  vakin  á  þeim  mismunandi þáttum sem þekking á orðunum felur  í sér“  (bls. 283). Textinn sem unnið var með, dæmi  um  verkefni  og  dæmi  um  ígrundun  nemendanna  eru í viðauka. Síðasta  greinin  í  Mál  málanna  nefnist  Náms- aðferðir:  Leiðir  til  árangursríkara  tungumálanáms  er eftir Hafdísi Ingvarsdóttur. Hún nefnir dæmi um  hvernig námsaðferðir eru notaðar og segir að nem- endum  sem  eiga  í  basli  með  erlent  tungumálanám  detti sjaldan  í hug að „beita slíkum aðferðum, þeir  séu  fastir  í  fáum  eða  kannski  jafnvel  bara  einni  aðferð  (bls.  297).  Hún  undirstrikar  að  „góðir nem- endur nota mun fleiri aðferðir við námið en slakir nem- endur“  (bls.  298)  og  mikilvægi  þess  að  nemendur  séu  sér  meðvitaðir  um  hvernig  þeir  læra. Að  mati  höfundar  þurfa  kennarar  að  reyna  að  fjölga  þeim  námsaðferðum sem hver og einn notar. Hún bendir  einnig á ýmsar leiðir sem hægt er að fara til að svo  verði, ásamt því að koma með dæmi um kennslu  í  námsaðferðum  við  að  skilja  lestexta,  mælt  mál  og  aðferðir við að leiðrétta eigin skrif. Því miður er lítil  sem  engin  hefð  fyrir  því  að  kenna  námsaðferðir  í  íslenskum skólum en eins og Hafdís segir réttilega í  lokaorðum sínum, þá ættu kennarar að „gefa meiri  gaum  að  því  hvernig  nemendur  læra  og  hvaða  aðferðir  eru  vænlegastar  fyrir  hvern  og  einn.  Það  örvar nemendur til meira sjálfstæðis og ábyrgðar á  eigin námi og ætti að skila meiri námsáhuga og betri  árangri“ (bls 308). Að mínu mati er Mál málanna fræðileg og fræð- andi í senn og ég óska ritstjórum og greinarhöfund- um til hamingju með ákaflega læsilega bók. Ritið er  hvalreki  fyrir  alla  þá  sem  kenna  erlend  mál  og  þá  sem vilja öðlast innsýn inn í kenningar og rannsókn- ir um kennslu og nám í erlendum málum, hvort sem  um  er  að  ræða  tileinkun  annars  máls  eða  formlegt  málanám  og  kennslu.  Ég  vona  að  Mál  málanna  sé  aðeins fyrsta skrefið af mörgum í útgáfu fræðirita á  þessu sviði og merki um að fleiri slík, bæði stór og  smá, verði gefin út í náinni framtíð.  Nýr formaður STÍL Ragnheiður Jóna Jónsdóttir er enskukennari og starf- ar nú við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún hefur  einnig kennt við Borgarholtsskóla, Kennaraháskóla  Íslands  og  Fjölbrautaskólann  í  Garðabæ.  Hún  er  með  BA  gráðu  í  bókmenntafræði  og  ensku  frá  HÍ  auk  kennsluréttinda,  Mastersgráðu  í  Enskum  bók- menntum frá University of Wisconsin, Madison, og  Doktorsgráðu í Menntunarfræðum frá UW Madison.  Ragnheiður hefur tekið virkan þátt í félags- og upp- eldismálum  síðustu  áratugina  og  auk  þess  setið  í  stjórnum  nokkurra  fyrirtækja,  Sjólaskipa,  Auðar  Capital og 1904 ehf.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.