Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 22
22 MÁLFRÍÐUR um neikvæðar hliðar á því að nota ETM  í  tungu- málakennslunni. Niðurstöður  Skýrsla mun  verða unnin af umsjónarmanni verk- efnisins og rýnihópi. Skýrslan verður send til þeirra  aðila  sem  með  einum  eða  öðrum  hætti    koma  að  þróunarverkefninu.  Tillögur og upplýsingamiðlun Er niðurstöður þróunarverkefnis liggja fyrir verður  tekin ákvörðun um framhaldið. Farið er af stað með  verkefnið í þeirri von og ætlan að ETM muni auka  sjálfstæði  nemenda  í  tungumálanámi  og  að  kenn- arar telji að ETM muni bæta námsárangur nemend- anna. Það er von rýnihópsins að skýrar niðurstöður  sem  byggðar  eru  á  gögnunum  muni  fást  um  gildi  ETM. Að lokum skal þess getið að Málfríður hefur birt  fleiri greinar um ETM en þá sem Hafdís Ingvarsdóttir  skrifaði og hér er vitnað til.   Auk greinar Hafdísar  má geta greinar eftir Aldísi Yngvadóttur, Oddnýju  G. Sverrisdóttur og Þórhildi Oddsdóttur í tölublaði  17  (2)  2001  bls.  26  –  28  og  grein  Brynhildar  Önnu  Ragnarsdóttur í tölublaði 19 (2) 2003 bls. 11 – 14.   Heimildaskrá Hafdís Ingvarsdóttir  ETM mappan: Leið til að snúa vörn í sókn.  Málfríður  22 (1), bls. 5 – 9, 2006. Ýmis  gögn  frá  vinnustofunni  í  Graz,  m.a.  grein  eftir  David  Little  og  Radka  Perclová  European Language Portfolio: Guide for Teachers and Teacher Trainers, Strasbourg: Council of Europe, 2001.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.