Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 31. tbl. 16. árg. 31. júlí 2013 - kr. 600 í lausasölu HVAR OG HVENÆR SEM ER Með Arion appinu tekur þú stöðuna með einum smelli og borgar reikningana, hvar og hvenær sem er. Þú færð appið á Arionbanki.is. Skannaðu QR kóðann og sæktu appið frítt í símann þinn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -1 8 9 2 LORATADIN LYFIS CETIRIZIN-RATIOPHARM ÚTSALA! 15% AUKA­ AFSLÁTTUR ATH. Lokað laugardag 3. ágúst Opnunartími: Mán. ­ föstud. kl. 10.00 – 18.00 Laugard. kl. 10.00 – 15.00 SÍMI 431-4343 www.gamlakaupfelagid.is OPIÐ ALLA HELGINA Rektorar háskólanna á Vestur- landi, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), eru ekki einhuga um hver æskilegur fjöldi háskóla á Ís- landi sé. Ágúst Sigurðsson, rekt- or LbhÍ, vill sameina alla háskóla í einn sem hefði starfsstöðv- ar víða um land, en Vilhjálmur Birgisson, rektor á Bifröst, telur að slíkt væri afturför og ávísun á stöðnun og lakari háskóla. Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til að sameina háskóla- stofnanir og fækka þeim. Hann hefur ekki enn gefið neitt upp um hvaða háskólar séu undir í þeim efnum, en hefur sagt að hann horfi til smærri skóla. Þá hefur hann lýst því yfir að Háskóli Ís- lands og Háskólinn í Reykjavík verði ekki sameinaðir í bráð. Ágúst kallar eftir því að yfir- völd taki ákvörðun sem fyrst um hvernig háskólakerfið skuli líta út til framtíðar. „Ég tel að við eig- um að taka af skarið núna um hvernig á að gera þetta og fara með þetta alla leið. Sameining er ekki endilega þannig að ver- ið sé að leggja eitthvað niður og í henni geta falist sóknarfæri. Ég hef talað fyrir því í mörg ár að okkur dugi alveg Íslenski háskól- inn. Innan hans gætu síðan starf- að mismunandi sjálfstæðar ein- ingar. Við þurfum á því að halda að þjappa okkur saman, en kerf- ið er allt undirfjármagnað, eins og allar kannanir og útreikning- ar sýna.“ Vilhjálmur segir að hvað Bif- röst áhræri sé raunhæfasta mögu- leikinn sameining við Hólaskóla. Bifröst muni þó ekki taka frum- kvæði í því. Hann segir enga töfratölu vera um fjölda háskóla, en er á móti því að þeir verði allir sameinaðir í einn. „Ég tel að það þurfi að ríkja samkeppni á þessu sviði eins og öðrum í samfé- laginu. Sú samkeppni sem hefur þróast í uppbyggingu og rekstri háskóla á Íslandi á síðustu tveim- ur til þremur áratugum hefur skilað miklu til samfélagsins.“ kóp Sjá nánar á bls. 10. Bæjarhátíðin Á góðri stund fór fram í Grundarfirði um liðna helgi og lék veðrið við íbúa og gesti sem skemmtu sér vel. Meðal margra og fjölbreyttra viðburða hátíðarinnar var Froðugaman á kirkjutúninu í bænum sem Slökkvilið Grundarfjarðar hafði umsjón með. Gamanið reyndist hin mesta skemmtun. Sjá nánari umfjöllum um hátíðina á bls. 14. Ljósm. tfk. Eldur kom upp í bát í Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts ehf. við Bakkatún á Akranesi í gær. Hans varð vart í hádeginu, en þá stóð yfir vinna við lengingu Magnús- ar SH frá Rifi. Eldurinn var erfið- ur viðureignar og mikill hiti gerði slökkvistarf erfitt, auk þess sem slökkviliðsmenn sáu ekki handa sinna skil í húsinu vegna mik- ils reyks. Gashylki voru um borð í skipinu og var viðbúnaður mik- ill vegna sprengihættu af þeim og stórt svæði í kringum húsið lokað. Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst loks að draga skipið út úr Slippn- um. Ekki sást mikill eldur utan á bátnum, en mikinn reyk lagði af honum. Þegar Skessuhorn fór í prentun var byrjað að dæla froðu ofan í bátinn, sem var þá á drátt- arbrautinni. Magnús SH er skráður 28 metra langur en var í lengingu í slippn- um og náði skipið næstum stafna á milli í húsinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá logsuðutæki. Slökkviliði Akraness barst liðsauki frá Slökkviliði Borgarbyggðar og reykköfurum Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins sem voru fluttir til Akraness með þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Útvega þurfti rafstöðv- ar til að koma straumi á dráttar- brautina, þannig að hægt væri að draga bátinn út. Um 30 slökkvi- liðsmenn tóku þátt í aðgerðunum þegar blaðið fór í prentun. sko/Ljósm. ki. Ágreiningur um fjölda háskóla Um sexleytið í gær tókst að draga bátinn út úr húsinu. Slökkviliðsmenn hófust þá handa við að dæla froðu ofan í bátinn. Sprengihætta við Slippinn á Akranesi Háskólinn á Bifröst.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.