Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.277 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.980. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Verslunarmannahelgin Framundan er verslunarmannahelgin í allri sinni dýrð. Obbi lands- manna leggur land undir fót venju samkvæmt, með farteski sín stútfull af útilegudóti og öðrum nauðsynjum fyrir ferðalagið sem fyrir hönd- um er og með þá von í brjósti að helgin verði skemmtileg. Treyst er á að blessað veðrið verði gott sem endranær, en veðrið er klárlega einn helsti örlagavaldur þess hvernig útkoma helgarinnar verður. Dæmi eru þó um að rigning og rok, leiðindaveðrið ógurlega, hafi gert gæfumun- inn fyrir marga, t.d. gert það að verkum að verðandi hjón kynnist í húsi fyrir tjaldbúa á hrakhólum. Tilviljanir á borð við þetta eru kannski allt- af mesti örlagavaldurinn þegar öllu er á botninn hvolft. Mér hefur alltaf fundist verslunarmannahelgin merkileg. Hún er ein- stök – á heimsvísu. Ástæðan er sú að ég veit um fá önnur dæmi þess hversu mikið flakk ein þjóð getur lagst í á einni helgi. Varlega má áætla að rúmlega helmingur landsmanna fari að heiman um þessa helgi, hvort sem það er til dvalar í sumarbústað, heimsókn á útihátíð, á íþróttamót eða jú bara til að hangsa á einhverju af þeim gríðarmörgu tjaldstæðum sem finna má umhverfis landið. Ég held sannast sagna að flandur land- ans um verslunarmannahelgi nálgist eitt af þeim undarlegu heimsmet- um sem við höfum sett í gegnum tíðina. Flestir sem ég þekki eiga sér einhverja góða minningu frá ferðalög- um um verslunarmannahelgi. Að minnsta kosti hafa kunningjar mín- ir og vinir verið duglegir að rifja upp einhverja slíka minningu. Regn- blautar og vindasamar þjóðhátíðir í Vestmannaeyjum hafa þar oftar en ekki borið á góma. Hjá fyrrum þjóðhátíðargestum skipti það greini- lega engu að tjald og annar útbúnaður fari á bólkaf í vatni, fjörið á há- tíðinni var hremmingunum einfaldlega yfirsterkara. Sömuleiðis hafa margir heldri kunningjar mínir nefnt Húsafellshátíðirnar margfrægu til sögunnar, hátíðir sem að vísu áttu sér stað fyrir mína tíð. Af þessum sökum er einhver goðsagnakenndur blær yfir þeirri hátíð í huga minn- ar kynslóðar. Verslunarmannahelgin á sér þó sínar neikvæðu hliðar. Slys hafa hent fólk og þeirra nánustu, sum hver mjög alvarleg. Margir fara of- fari í áfengisdrykkju og freistast, því miður, til þess að trompa æði sitt með neyslu eiturlyfja - með ærnu tjóni fyrir heilsu sína. Síðan eru það nauðganirnar. Ég held að ég hafi aldrei munað eftir verslunarmanna- helgi þar sem ekki var tilkynnt í fréttum að nauðgun hafi sér stað og er það sorglegur vitnisburður þess hversu langt í land margir eiga í virð- ingu sinni fyrir náunganum. Þessu þarf að breyta með öllum ráðum. Umræðan er þar ein besta forvörnin. Á allra síðustu árum hefur átt sér stað vitundavakning í þess- um efnum. Aðgerðarsinnar í baráttunni gegn nauðgunum hafa stig- ið fram og látíð í sér heyra. Þannig var Druslugangan sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi mikilvæg aðgerð í þessu tilliti. Meira svona, takk! Ég vil því nota þennan fyrsta leiðara minn í blaðinu til að brýna fyr- ir ferðalöngum helgarinnar, svo og þeim eftirlegukindum sem heima sitja, að ganga hægt um gleðinnar dyr. Berum virðingu fyrir náung- anum og förum varlega. Það tryggir okkur góðar minningar um eftir- minnilega helgi. Heiðar Lind Hansson Leiðari Umferðarslys varð á sunnanverðu Snæfellsnesi aðfararnótt síðastlið- ins mánudagsins þegar fólksbíl sem ekið var í vesturátt valt út af veg- inum við Núpá skammt frá Dals- mynni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ökumaður bílsins, sem var einn á ferð, keyrði út í lausamöl hægra megin við veginn en við það að fara aftur inn á veginn missti hann stjórn á bílnum með þeim afleið- ingum að hann valt útaf veginum vinstra megin. Ökumaðurinn slas- aðist ekki alvarlega en bíllinn er tal- inn stórskemmdur og jafnvel ónýt- ur. sko Sýnt var fram á góðan árangur í gall- aðgerðum sem framkvæmdar voru á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunn- ar Vesturlands á Akranesi á ársþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæf- inga- og gjörgæslulækna Íslands þann 12. apríl. Þar var kynnt nið- urstaða úr rannsókn sem ber heitið Árangur gallaðgerða á HVE-Akra- nesi 2003-2010, en rannsóknina vann Marta Rós Berndsen lækna- kandídat. Marta vann rannsóknina síðasta vetur í samvinnu við föður sinn, Fritz H. Berndsen yfirlækni handlæknisdeildar sjúkrahússins á Akranesi, en hann annast sjálfur all- ar aðgerðir af þessu tagi. Alls voru framkvæmdar tæplega 400 aðgerðir á þessu sviði á þeim tíma sem rann- sóknin tók til. Aðgerð á gallblöðru vegna gall- steina er ein algengasta aðgerð í skurðlækningum á Vesturlönd- um í dag og helst í hendur við vax- andi offituvandamál fólks. Tilgang- ur rannsóknarinnar var að meta ár- angur gallaðgerða þar sem tekið var tillit til aðgerðartíma, fylgikvilla og enduraðgerða. Þá var árangurinn borinn saman við aðrar innlendar og erlendar niðurstöður rannsókna á þessu sviði. Þjónustan er betri Sjúkrahúsið kom mjög vel út úr þessari rannsókn. Aðgerðatími var að meðaltali 46 mínútur en í við- miðunarrannsóknum var tíminn 73 til 87 mínútur. Fylgikvillar komu upp í 5,5% tilvika og er það sam- bærilegt við aðrar rannsóknir, en enginn sjúklingur fékk alvarlega áverka á gallrás eða lést í kjölfar aðgerða. Allar aðgerðirnar nema ein voru gerðar með kviðsjártækni og voru aðeins tvö tilfelli þar sem breyta þurfti upprunalegu aðgerð- inni í opna aðgerð vegna sérstakra vandamála í framkvæmd með kvið- sjártækninni. Það eru 0,5% tilfella en hlutfallið í þeim rannsóknum sem hafðar voru til samanburðar var 4 til 11%. Enginn af þeim sem fóru í aðgerð þurfti að fara í end- uraðgerð vegna blæðinga en tíðni þeirra var 1-2% í öðrum rannsókn- um. Dýrmæt birting sem fær vonandi skilning ráðamanna „Þessar niðurstöður staðfesta raun- ar það sem við höfum haldið mjög á lofti en er dýrmætt að birta með þessum afdráttarlausa hætti,“ seg- ir Guðjón Brjánsson framkvæmda- stjóri HVE. „Ég tel að þarna liggi möguleikar okkar í náinni fram- tíð, í aukinni sérhæfingu á vel skil- greindum sviðum í bland við al- menna heilbrigðisþjónustu. Árang- ur á nokkrum öðrum sviðum að- gerða er einnig afar góður, það leyfi ég mér að fullyrða, þótt árangri hafi ekki verið fylgt jafn vel eftir eins og í tilviki þeirra feðgina. Við erum að þoka okkur æ meira inn á þessa braut sérhæfingar og vonandi fáum við að njóta skilnings ráðamanna í verki hvað þetta varðar.“ jsb Á þriðjudag í liðinni viku var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðar- sveitar kallað út að húsi við Jaðars- braut á Akranesi. Þar höfðu iðnað- armenn unnið við lagningu á þak- dúk yfir flötu bílskúrsþaki og beitt við það logandi gashiturum. Full mikið hitnaði og hljóp neisti í vegg á áföstum sólskála. Rjúfa þurfti vegg til að komast að upptökum lítilsháttar elds sem kraumaði nið- ur við gólf sólskálans. Skemmd- ir urðu óverulegar en reykur barst um íbúðina. mm Bílinn er verulega skemmdur og jafnvel talinn ónýtur eftir veltuna. Ljósm. sko. Bílvelta á Snæfellsnesi Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri HVE. Góður árangur í gallaðgerðum á Akranesi Sjúkrahús HVE á Akranesi. Neisti frá dúklögn hljóp í vegg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.