Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Þar sem verslunarmannahelgin er framundan og Vestlendingar lík- legir til að leggja land undir fót á útihátíðir, sumarbústaði eða í úti- legur, er vert að minna fólk að fara varlega í umferðinni. Lífið liggur ekki á. Veðurspá næstu daga kveður á um bjartviðri vestan til og 10-16 stiga hita. Norðlægum áttum er spáð og hlýjast verður suðvestanlands. Á frídegi verslunarmanna, á mánu- daginn, er spáð vestlægri eða breytilegri átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 10-15 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?“ Rúmlega helmingur svarenda seg- ist ætla að halda sig heima, eða 50,21%. „Ég verð að vinna“ sögðu 13,84%, og þá svöruðu „Veit það ekki“ 13,02%. „Ég ætla að elta góða veðrið“ svöruðu 10,54%, „Ég ætla á útihátíð“ svöruðu 8,68% og 3,72% svöruðu „Ég ætla að vera erlendis“. Hilmar Þór Harðarson er Vestlend- ingur vikunnar að þessu sinni. Hilmar er frá Hamri við Grundar- fjörð og varð í síðustu viku heims- meistari í crossfit í flokki 55-59 ára. Nánar er sagt frá því í blaði dags- ins. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Útgáfan fram- undan SKESSUHORN: Samkvæmt venju kemur Skessuhorn ekki út miðvikudag eftir verslunar- mannahelgi, sem að þessu sinni ber upp á 7. ágúst. Skessuhorn kemur því næst út miðviku- daginn 14. ágúst nk. Starfsfólk blaðsins verður í fríi vikuna 31. júlí - 6. ágúst. Starfi ritstjóra gegnir Heiðar Lind Hansson fram til 6. ágúst og tekur við tilkynningum og fréttum á vef Skessuhorns. Þær berast eftir sem áður á netfangið magnus@ skessuhorn.is. –mm Barkarnautur seldist strax BREIÐAFJ: Eyjan Barkarnaut- ur á Breiðafirði, sem auglýst var til sölu í Morgunblaðinu á laug- ardaginn 20 júlí, seldist strax í upphafi síðustu viku. Þetta staðfesti Pétur Kristinsson fast- eigna- og skipasali í Stykkis- hólmi við Skessuhorn. Barkar- nautur er um 1,5 kílómetra frá Litla-Dagvarðarnesi á Fells- strönd í Dölum. Hún er um 25 hektarar að stærð og er um 7 til 8 mílur frá Stykkishólms- höfn sem er um 30 mínútna sigling. Engin mannvirki eru í eynni en þar er lítilsháttar æð- arvarp. Auglýst verð eyjunnar var 17 milljónir króna. Að sögn Péturs er ekki algengt að eyjur á Breiðafirði eru boðnar til sölu en þó komi það fyrir endrum og eins. Framboð af þeim er hins vegar nóg því talið er að á firð- inum séu um 3000 eyjar, hólm- ar og sker. –hlh Eftir einn ei aki neinn LBD: Lögreglan í Borgarfirði og Dölum tók einn ökumann fyrir ölvun við akstur í liðinni viku. Kom maðurinn daginn eftir til að ná í bifreiðina og var þá látinn blása. Sýndi áfengis- mælirinn þá heldur meira en þegar hann var tekinn um 14 klst. áður. Hann var því sendur heim og sagt að það rynni trú- lega ekki af honum fyrr en hann hætti að drekka. Þá voru fimm umferðaróhöpp í umdæmi LBD í sl. viku, öll án teljandi meiðsla. Alls voru fjórtán ökumenn tekn- ir fyrir of hraðan akstur. -sko Liggjandi við hjólreiðar og vís- að út í móa LBD: Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum var tilkynnt um þrjá ljóslausa hjólreiðamenn undir Hafnarfjalli sl. sunnudagskvöld. Þegar lögreglan kom að reið- hjólamönnunum, sem voru af erlendu bergi brotnir, kom í ljós að reiðhjól þeirra voru þann- ig löguð að hjólreiðamennirn- ir reyndust nánast vera liggj- andi við hjólreiðarnar og sáust þeir því mjög illa fyrir utan ljós- leysið. Voru þeir stoppaðir og þeim nánast vísað út í móa með tjöld sín og búnað. Ætluðu þeir að bíða birtingar áður en þeir héldu áfram ferð sinni á þessum óvenjulegu reiðhjólum. -sko Í síðustu viku var hafist handa við að endurnýja þak Grímshússins í Brák- arey í Borgarnesi. Að framkvæmd- Fjöldi gesta naut tónlistar í kirkjunni í Reykholti um síðustu helgi, en þá var Reykholtshátíð haldin í 17. sinn. Rjómablíða var alla helgina, en gest- ir hvíldu sig á sólinni og nutu fag- urrar tónlistar inni í kirkjunni. „Það er alltaf mikil stemmning á þessari hátíð og veðrið skemmdi ekki fyrir. Maður hafði smá áhyggjur af því að veðrið gæti verið tvíeggja sverð og fólk vildi frekar vera úti við. Tón- leikagestir létu veðrið hins veg- ar ekki aftra sér og góð aðsókn var á alla tónleikana,“ segir Sigurgeir Agnarsson, en hann var í hlutverki listræns stjórnanda hátíðarinnar í fyrsta skipti. Sigurgeir segir að kunnugir telji að nýyfirstaðin hátíð sé með þeim best sóttu. Hann segir Reykholtshá- tíð mikilvæga fyrir menningarflór- una og skipta heimafólk í Borgar- firðinum miklu máli. „Það er lykilat- riði, þetta er ekki hægt nema heima- menn leggi hönd á plóg.“ Líkt og áður segir er þetta fyrsta hátíðin sem Sigurgeir stjórnar. Hann segist strax vera farinn að huga að næstu hátíð, þó enn sem komið er sé það aðeins í huganum. „Ég held þó að ég geti lofað einhverju spennandi að ári.“ kóp Grímshúsið meðan á framkvæmdum stóð í síðustu viku. Framkvæmt í Grímshúsi Gatnaframkvæmdir við Ólafsvíkurhöfn Framkvæmdir standa nú yfir við Gilsbakka við Ólafsvíkurhöfn á vegum hafnarsjóðs Snæfellsbæjar. Skipt var um jarðveg og vatnslagn- ir og gatan síðan steypt. Að sögn Björns Arnaldssonar hafnarstjóra verða alls 2.065 fermetrar sem steypt verður í verkinu. Verktaki er ÞG Þorgelsson ehf. en Stafnafell sá um alla jarðvegsvinnu. Björn segir ennfremur að einnig verði sett upp götulýsing við Gilsbakka. Verk- lok eru áætluð í lok ágúst. Kostn- aður við framkvæmdirnar er um 16 milljónir króna. Aðspurður um hvort fleiri fram- kvæmdir séu á dagskrá segir Björn að í haust verði byrjað á gerð nýs vinnuplans á höfninni í Rifi. Þar verða steyptar gangstéttir ástamt því sem þökulagt verður frá vigt- arhúsi að trébryggju. Í Rifshöfn standa einnig yfir framkvæmdir á nýju vigtarhúsi og eru þær á loka- stigi að sögn Björns. af Steypuvinna á Gilsbakka í Ólafsvík. Listamenn voru heiðraðir undir lok lokatónleika Reykholtshátíðar á sunnudeginum. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Góð aðsókn að Reykholtshátíð Bristol Bach Choir kom fram á föstudagstónleikunum. Ljósm. bhs. unum stendur Grímshúsfélagið sem stofnað var gagngert haustið 2011 til þess að vinna að endurbót- um á húsinu. Nafn sitt dregur hús- ið af útgerðarfélaginu Grím hf. í Borgarnesi sem stóð fyrir byggingu þess árið 1942 í kjölfar góðs geng- is báta félagsins á síldveiðum. Húsið átti að hýsa veiðarfæri báta félags- ins og skrifstofuhald. Útgerðin var þó ekki langvinn því síldin hvarf og halla tók undan rekstrinum. Síðan drabbaðist húsið niður og ekki síst eftir bruna, þar sem allir innviðir þess eyðilögðust. Þó ekki hafi ver- ið fastmótað enn hvers konar hlut- verk Grímshúsið fær eftir endur- nýjun, má ljóst vera að útgerðarsaga Borgnesinga fær þar verðugan sess líkt og saga hússins greinir frá. Að sögn Sigvalda Arasonar, for- manns Grímshúsfélagsins, hefur gamla þakið verið flutt til urðunar að Fíflholtum á Mýrum. Nýja þak- ið er hins vegar í smíðum við húsið og verður sett á þegar húsið verður tilbúið. Verkið annast Ámundi Sig- urðsson í Borgarnesi. Næsta verk- efni verður síðan að smíða nýja glugga í húsið og vonast Sigvaldi til þess að af því verði fyrr en seinna. Sigvaldi vildi að endingu hvetja sem flesta til ganga til liðs við félagið. Áhugasamir eru beðnir um að snúa sér til hans eða Sveins G. Hálfdán- arsonar, varaformanns. hlh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.