Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Bæjarhátíðin Á góðri stund í Grundarfirði fór fram um liðna helgi og er óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti og allt fór vel fram. Meðal þess sem var á dagskrá var froðupartý á kirkjutúninu, vegleg dagskrá á hátíðarsvæðinu við Grundarfjarðarhöfn, leiktæki, hoppu- kastalar, markaður, dorgkeppni, golfmót og margt fleira. Jói og Gói, þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Guðjón Davíð Karlsson, sáu um að stýra hátíðardagskránni á laug- ardeginum og vakti stjórn þeirra kátínu meðal áhorfenda. Ingó Veðurguð mætti og tók lagið ásamt því að bæjarbú- ar buðu upp á heimatilbúin skemmtiatriði. Á laugardags- kvöldinu var síðan árleg litaskrúðganga bæjarbúa þar sem gulir, rauðir, grænir og bláir marseruðu niður að höfn til að fá úr því skorið hvert væri litríkasta og þar með besta hverfi bæjarins. Hátíðinni lauk síðan með bryggjuballi og dansleik með Ingó og Veðurguðunum. Engin mál komu inn á borð til lögreglu á hátíðinni og engin alvarleg óhöpp áttu sér stað. Allir skemmtu því sér vel. Áætlað er að á fjórða þúsund manns hafi tekið þátt í há- tíðinni og voru þátttakendur vafalaust ekki sviknir af veður- blíðunni og stemmningunni sem var í bænum um helgina. Ljósmyndarar Skessuhorns voru á ferðinni á hátíðinni og sýna myndir þeirra glögglega fram á hversu hátíðin tókst vel til. tfk Á góðri stund haldin í blíðskaparveðri í Grundarfirði Ungir jafnt sem þeir eldri tóku þátt í keppninni um litríkasta hverfið. Ljósm. tfk. Ingó Veðurguð kom fram á laugardeginum vopnaður gítarnum, en hljómsveit hans lék fyrir gesti á dansleik um kvöldið. Ljósm. tfk. Fulltrúi græna hverfisins bregður á leik með þeim rauðu. Ljósm. tfk. Jói og Gói stjórnuðu kvölddag- skránni á laugardeginum. Ljósm. tfk. Íbúar bláa hverfisins létu sig ekki vanta. Ljósm. tfk. Líkt og áður fóru útvarpssendingar fram meðan á hátíðinni stóð. Hér eru þær Mjöll og Sólrún Guðjónsdætur ásamt Þórdísi Önnu Guðmundsdóttur að slá á létta strengi í stúdíóinu. Ljósm tfk. Froðupartýið á kirkjutúninu vakti mikla gleði. Ljósm. tfk. Venju samkvæmt fór dorgkeppni fram við höfnina. Ljósm. tfk. Ung hnáta með nýveiddan marhnút. Ljósm. tfk. KK og Maggi Eiríks komu fram á Þjófstartinu sem haldið var á fimmtudeginum. Ungir Grundfirðingar fengu að spreyta sig með þessum kunnu tónlistarmönnum. Ljósm. sk. Bláa hverfið sigraði í víkingaspilinu kubb að þessu sinni og hlaut bikarinn eftirsótta að launum. Bláa liðið skipuðu þau Aðalsteinn Sigurgeirsson, Arnar Breki Friðjónsson og Karítas Eiðsdóttir. Ljósm. tfk. Á fimmtudeginum bauð Samkaup Grundfirðingum til grillveislu þar sem fulltrúar blakdeildar UMFG sáu um að grilla. Ljósm. tfk. Íbúar notuðu ýmsar aðferðir til að skreyta hverfin sín. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.