Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Atvinnulausum fjölgar LANDIÐ: Atvinnuleysi var 6,4% í júní 2013 samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofu Íslands og hefur það hækk- að um 1,2% frá júní 2012. UM 191.000 manns voru á vinnu- markaði í júní og af þeim voru 178.700 starfandi og 12.300 án vinnu eða í atvinnuleit. Atvinnu- þátttaka mældist því 84,3%. At- vinnuleysi í júní var 6,7% meðal karla miðað við 5% í júní 2012 og meðal kvenna var það 6,1% miðað við 5,6% í júní 2012. Rannsókn Hagstofunnar bygg- ir á öllum vinnumarkaði lands- manna en rétt er að taka fram að tölur sem Skessuhorn birti fyrr í mánuðinum frá Vinnu- málastofnun, sem greindu frá minnkandi atvinnuleysi, áttu einungis við um skráð atvinnu- leysi á Íslandi. –sko Án réttinda, und- ir áhrifum og á ótryggðum bíl AKRANES: Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók var á 128 km hraða á Vesturlands- vegi. Lögreglumenn við eftir- lit veittu athygli ökutæki sem ekið var um íbúðahverfi á Akra- nesi og virti ökumaður ekki bið- skyldu. Könnuðust þeir við öku- mann og þóttust vita að hann væri án ökuréttinda. Var hann stöðvaður og við nánari athug- un reyndist grunur lögreglu- manna réttur en bifreiðin var að auki ótryggð. Þá var ökumað- ur undir áhrifum kannabisefna. Hann var handtekinn og tekið af honum blóðsýni. Skráningar- merkin voru loks klippt af öku- tækinu. -sko Erlendir ferða- menn fleiri á Eiríksstöðum DALIR: Færri innlendir ferða- menn virðast leggja leið sína að Eiríksstöðum í Dölum. Flest- ir sem heimsækja þessi fyrr- um heimkynni víkingsins Ei- ríks rauða eru aftur á móti af erlendu bergi brotnir. Að sögn Vignis Smára Valbergssonar, starfsmanns í afgreiðslu á Ei- ríksstöðum, hefur veðráttan á Vesturlandi í sumar ekki hjálp- að til við að beina innlendum ferðamönnum að safninu en er- lendum gestum hefur hins veg- ar fjölgað. „Flestir sem koma eru útlendingar, svona um 2/3 af gestum. Aðsókn er samt sem áður búin að vera mjög góð, um daginn kom hér 128 manna hópur og er hann sá stærsti sem við höfum fengið í lang- an tíma,“ segir hann. Vignir er þó bjartsýnn á seinni hluta sum- arsins og býst að sjálfsögðu við fleiri gestum. –jsb Féll af baki MÝRAR: Ung kona datt illa af hestbaki þegar ungur hestur sem hún var á fældist með hana skammt frá bænum Álftanesi á Mýrum sl. mánudag. Konan var í hestaferð ásamt fleira fólki. Að ósk læknis var þyrla Landhelg- isgæslunnar fengin til að flytja hana á sjúkrahús. Konan mun ekki hafa verið lögð inn, held- ur útskrifuð samdægurs. -sko Ölvaður mað- ur réðst að lög- reglumönnum AKRANES: Fólk sem naut útivistar á Langasandi í veð- urblíðunni síðastliðinn laug- ardag kvartaði undan manni sem var þar í mjög annarlegu ástandi. Lögreglumenn fóru staðinn og báðu manninn, sem var mjög ölvaður að yfir- gefa svæðið, en þarna var mik- ill fjöldi barna og fjölskyldu- fólks. Brást maðurinn hinn versti við og réðist að lög- reglumönnum. Hann var yf- irbugaður og handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Við leit í fötum mannsins, en hann var á sundskýlu einni fata þegar hann var handtekinn og með föt sín í poka, fannst lítilræði af fíkniefnum. Var hann vist- aður á lögreglustöð þar til af honum rann. –sko Hættulegt fikt með eld LBD: Tilkynnt var um eld í sumarbústað nærri Indriða- stöðum í Skorradal í liðinni viku. Lögreglan og slökkvi- liðsstjóri Borgarbyggðar fóru á vettvang og kom í ljós að þar hafði eigandi bústaðarins ver- ið að kveikja í gömlum viðar- lurkum á lóðinni rétt við bú- staðinn. Var manninum gert að slökkva í eldinum. Við- komandi var síðan gert ljóst að hann mætti búast við því að verða sektaður fyrir að hafa kveikt eld án leyfis og stofna með því gróðri í hættu sem og lífi og eignum nágranna í næstu bústöðum. Lofaði við- komandi bót og betrun en virtist í fyrstu illa áttaður á því hvað af þessu fikti hans gæti leitt. Vill lögreglan og slökkvi- lið Borgarfjarðar benda fólki á að fara varlega með eld. Sinu- eldar geta kviknað á hvaða árs- tíma sem er og í skógi getur auðveldlega kviknað eldur þó svo að það rigni öðru hvoru. -sko Gamla kirkjan í Reykholti var öll máluð að utan í blíðunni í síðustu viku, auk þess sem þak kirkjunnar var loks málað í fyrsta sinn frá end- urgerð kirkjunnar sem lauk árið 2006. Það er nú orðið rautt að lit en var áður hvítt. Yfirumsjón með verkinu hafði Guðmundur Lúther Hafsteinsson, arkitekt og fagstjóri Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, en það var Málningarþjónust- an Litalausnir sem annaðist verkið undir stjórn Þorkels Inga Þorkels- sonar, málarameistara og eiganda fyrirtækisins. Bygging gömlu kirkjunnar hófst árið 1886 og var hún tekin í notk- un árið 1887. Form kirkjunnar er undir áhrifum frá Dómkirkjunni í Reykjavík og er hún heilsteypt verk og sögð mikilvægt dæmi um þróun íslenskrar byggingarlistar á síðari hluta nítjándu aldar, að því er fram kemur á vef Þjóðminjasafns Íslands, en stofnunin hefur haft kirkjuna í sinni vörslu frá 2001. Það var Ing- ólfur Guðmundsson forsmiður sem hannaði hana á sínum tíma. Markmiðið er að kirkjan sé mál- uð með sömu litum og þegar hún var vígð það árið 1887. Gamla kirkjan er samkvæmt samningi við Þjóðminjasafnið í daglegri umsjón Snorrastofu í Reykholti. hlh Á Vegamótum í Eyja- og Mikla- holtshreppi á sunnanverðu Snæ- fellsnesi stendur nú yfir bygging gistiaðstöðu sem stefnt er á að taka í notkun í októbermánuði næst- komandi. Um er að ræða eininga- hús og er það fyrirtækið Smellinn á Akranesi sem gerir einingarn- ar. Fyrirtækið JGG ehf. sér um að byggja nýju gistiaðstöðuna ásamt fjölskyldunni á Vegamótum. Í gistiaðstöðunni verða 13 herbergi og er stærð hvers þeirra 18,1 fer- metri. Sturta verður í hverju her- bergi. Einnig verður nýr veislu- salur í byggingunni og mun því aðstaða Þjónustumiðstöðvarinn- ar, sem rekin er að Vegamótum, stækka allverulega. Það eru þau Hrefna Birgisdóttir og Eyjólfur Gísli Garðason sem eiga og reka Vegamót en í miðstöðinni er veit- ingastaður, bensínafgreiðsla og verslun með helstu nauðsynjar. Ferðaþjónusta hefur verið rekin á staðnum í áratugi. sko Þrettán herbergi verða í gistiaðstöðunni og þar af eitt með aðstöðu fyrir fatlaða. Ný gistiaðstaða byggð á Vegamótum Taka á gistiaðstöðuna í notkun í október. Gamla kirkjan í Reykholti máluð Kirkjan hefur nú fengið sinn upprunalega lit. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.