Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Ásgerður Pálsdóttir er fædd og uppalin í Stykkishólmi og flutti um síðustu áramót aftur heim í Hólm- inn eftir 40 ára fjarveru. Nú býr hún í húsinu þar sem hún fæddist. Ásgerður er með psoriasis og seg- ir vatnið í heitu pottunum í sund- laug Stykkishólms einstaklega gott fyrir sig. Hún fer í pottana á hverj- um degi, en áður en hún flutti vest- ur gerði hún sér ferð að sunnan um hverja helgi. „Þetta er algert undravatn. Ég hef verið með psori- asis síðan ég var 12 ára gömul og get verið rosalega slæm. Vatnið hér er svo silkimjúkt og það afhreistr- ar mig algerlega og manni líður al- veg ofboðslega vel í öllum skrokkn- um með því að vera í þessu vatni,“ segir Ásgerður. Dásamar vatnið í bak og fyrir Vatnið, sem kemur úr borholu við Hofsstaði, er að mörgu leyti sér- stakt en það er basískt með pH gildið 8,45. Það inniheldur einnig mikið af uppleystum efnum eins og natríumklóríð og kalsíumsölt. Árið 2001 fékk vatnið vottun frá Insti- tut Fresenius stofnuninni sem sér- hæfir sig í vatns- og umhverfisvott- unum. „Mér hefur fundist skrýt- ið að ekki hafi verið gert meira úr þessu. Það er engin aðstaða til að taka fólk í meðferð, en það þarf að koma þessu meira í loftið. Ég hef farið mikið í Bláa lónið og á ýms- ar stofnanir. Bláa lónið er mjög gott til síns brúks en helst þarf að vera nálægt svæðinu. Áður fyrr fór ég að Hofsstöðum þar sem borholan veitir vatni ofan í fiskiker sem þar voru. Ég segi alltaf að þetta sé eð- alvatn og ég nýt þess að vera kom- in heim og geta farið í vatnið nán- ast þegar ég vil. Ef það eru útlend- ingar í pottunum sit ég þar eins og malandi vél og dásama vatnið í bak og fyrir,“ segir Ásgerður. Best er fyrir fólk að skola hvorki né þurrka Hofsstaðavatnið af sér, en það er talið vera bót á mörg- um kvillum. „Vatnið er sérlega gott fyrir psoriasis sjúklinga, en það er líka gott fyrir fólk með liðavanda- mál og annað. Langbest er að fara í vatnið í pottunum, ekki fara í sturtu á eftir eða þurrka það af sér, heldur láta það þorna úti. Þetta er kenning sem hefur verið uppi alveg frá því að fólk byrjaði að fara í vatnið og ég fer aldrei í sturtu eftir að hafa far- ið í vatnið. Ég get ekki farið í klór því hann er mjög óhagstæður fyrir mína húð og annarra.“ Leiðinlegur sjúkdómur Ásgerður hefur mætt fordómum vegna sjúkdómsins en hún segir heimamenn yfirleitt vel meðvitaða um að psoriasis sé ekki smitandi. „Fólk er oft mjög hrætt við þennan sjúkdóm og heldur að maður sé að smita. Ég hef upplifað að fólk fari úr pottinum þegar ég kem ofan í hann. Reyndar gera Hólmarar það ekki, þeir vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Ég var eitt sinn spurð á leið í pottinn hvort ég mætti fara í hann yfirhöfuð og ég sagði jájá, ég er að koma og fá mér lækningu. Fólkið yfirgaf hins vegar pottinn,“ segir Ásgerður. Hún fékk sjúkdóminn, sem er ættgengur, ung að aldri og þurfti snemma að læra að lifa með hon- um. „Þegar þú greinist með psori- asis 12 ára gömul verður þú að vera meðvituð um að læra að lifa með þessu mjög snemma. Annars verður maður brjálaður. Þetta getur tekið svolítið á, þetta drepur engan en er óskaplega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Ásgerður að endingu. sko Hofsstaðavatnið í Stykkishólmslaug hefur hlotið vottun og er talið bæta marga kvilla á borð við psoriasis. Fer í pottana á hverjum degi Rætt við Ásgerði Pálsdóttur í Stykkishólmi Ásgerður Pálsdóttir í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.