Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 24 milljónir bíla í gegnum göngin HVALFJ: Alls hafa 24 millj- ónir bifreiða ekið í gegnum Hvalfjarðargöngin í þau 15 ár sem þau hafa verið opin. Það þýðir að á hverju ári hafa að meðaltali rúmlega 1,5 milljón bíla farið í gegnum göngin. Þetta kemur fram á Vísi. Samkvæmt áætlun mun Spölur hf. afhenda íslenska ríkinu göngin til eignar í september 2018. Veggjaldið í dag er það sama og þegar göngin opnuðu, eða 1.000 krónur á fólksbíl. -kóp KB óskar eftir framleiðendum á sumarhátíð BORGARFJ: Kaupfélag Borgfirðinga í Borgar- nesi óskar eftir áhugasöm- um framleiðendum á Vest- urlandi til að koma og kynna eða selja vörur sínar og fram- leiðslu á sumarhátíð félagsins sem fer fram laugardaginn 24. ágúst nk. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að setja sig í samband við Margréti Guðnadóttur verslunarstjóra KB í Borgarnesi á netfang- inu margret@kb.is. Þetta er í sjötta sinn sem markaður- inn fer fram. –hlh Styttist í Danska daga STYKKISHÓLMUR: Bæj- arhátíðin Danskir dagar fer fram dagana 16. – 18. ágúst næstkomandi. Að þessu sinni heldur Umf. Snæfell utan um framkvæmd hátíðarinn- ar. Margt verður um að vera í bænum yfir helgina en há- tíðin er sniðin að fjölskyld- um og ættu einstaklingar í öllum aldurshópum að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal viðburða má nefna Stubba- hlaup, skottmarkað, sterkasti Hólmarinn, ball með Páli Óskari og flugeldasýning. –sko Ánægja með ljóðalestur á Aggapalli AKRANES: Á fimmtudag- inn var haldinn menning- arviðburður á Aggapalli við Langasand á Akranesi þar sem bæjarlistamaður Akra- ness, skáldið Sigurbjörg Þrastardóttir, flutti ljóð og textabrot úr safni sínu. Á þriðja tug gesta mætti til að hlýða á Sigurbjörgu og skemmtu sér vel. Á vef Akra- neskaupstaðar segir að lestur Sigurbjargar hafi verið hin ánægjulegasta stund en veð- ur var gott meðan á lestrin- um stóð. Akraneskaupstaður áformar að standa fyrir fleiri álíka viðburðum á Aggapalli í sumar. -jsb Góð aðsókn að Stóriðjuskóla Norðuráls GRUNDARTANGI: Alls bár- ust 100 umsóknir um nám við Stóriðjuskóla Norðuráls sem starfræktur er á Grundartanga. Umsóknir í grunnnám voru 57 á meðan umsóknir í framhaldsnám voru 43. Þetta kom fram í júlí- útgáfu Norðurljósa, fréttabréfs Norðuráls. Eftir á að afgreiða umsóknirnar en sú vinna verð- ur kláruð á næstunni. Alls eiga 30 kost á því að stunda nám við skól- ann á næstu önn sem hefst í byrj- un september. Stóriðjuskólinn er samstarfsverkefni Norðuráls, Sí- menntunarmiðstöðvar Vestur- lands, Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranes en hann tók til starfa í ársbyrjun 2012. –hlh Minnt á skrán- ingu gæludýra BORGARBYGGÐ: Starfsmað- ur Borgarbyggðar hefur undan- farnar vikur hringt í gæludýra- eigendur sem ekki hafa enn skráð ketti sína eða hunda og minnt þá á að slíkt verður að gera sam- kvæmt samþykkt Borgarbyggð- ar. Á vef sveitarfélagsins er minnt á skráningarskyldu gæludýranna og sagt að skráning sé forsenda þess að Borgarbyggð geti staðið við lagalegar skyldur sínar varð- andi eftirlit með gæludýrahaldi. Lausaganga hunda er með öllu óheimil utan lögbýla í Borgar- byggð og eigendum er skylt að þrífa uppskítinn eftir hunda sína. -kóp Aflatölur fyrir Vesturland 19. – 26. júlí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes 31 bátar. Heildarlöndun: 83.749 kg. Mestur afli: Sturlaugur H. Böðvarsson AK: 44.101 kg í einni löndun. Strandveiði: Grímur AK: 1.804 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi 22 bátar. Heildarlöndun: 45.932 kg. Mestur afli: Siggi Bessa SF: 7.960 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður 10 bátar. Heildarlöndun: 602.907 kg. Mestur afli: Málmey SK: 347.952 kg í einni löndun. Ólafsvík 38 bátar. Heildarlöndun: 128.204 kg. Mestur afli: Brynja SH: 13.238 kg í sex löndunum. Rif 20 bátar. Heildarlöndun: 73.974 kg. Mestur afli: Særif SH: 10.345 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 7.040 kg. Mestur afli: Karl Þór SH: 1.634 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Málmey SK – GRU. 347.952 kg. 24. júlí. 2. Björgúlfur EA – GRU: 71.408 kg. 25. júlí. 3. Kaldbakur EA – GRU: 47.686 kg. 21. júlí. 4. Sturlaugur H. Böðvars- son AK – AKR: 44.101 kg. 20. júlí. 5. Hringur SH – GRU: 42.577 kg. 24. júlí. Alls voru 37 ný hlutafélög og einka- hlutafélög skráð á Vesturlandi á fyrstu sex mánuðum ársins. Ef fram heldur sem horfir verða nýskrán- ingar fleiri í ár en í fyrra, en þá voru þær 63 allt árið. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands. Á landinu öllu hafa verið skráð 1.027 ný hlutafélög og einkahluta- félög á fyrstu sex mánuðum ársins. Hlutfall nýskráninga á Vesturlandi, miðað við landið allt, er nánast það sama í ár og í fyrra; var 3,56% árið 2012 en er 3,6% fyrstu sex mánuði ársins. Atvinnuleysi á Vesturlandi í júní 2013 nam rétt rúmum 2 pró- sentum. Hlutfallslega var það að- eins minna á Austurlandi og Norð- urlandi vestra, en atvinnuleysi á landsvísu nam 6,4% í júnímánuði. Vífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráð- gjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, segir áberandi að at- vinnuleysið hafi verið minna á Vest- urlandi en búast hafi mátt við. „Við munum skoða þessi mál betur í haust og kanna hug fyrir- tækja til ráðninga og uppsagna. Við erum þó ekki komnir svo langt, en við höldum jafnvel að þetta geti verið í sambandi við ferðaþjón- ustuna og hugsanlega sjávarútveg- inn.“ Líklega hafi þó áform um veiðigjald heldur dregið úr áhrifum síðarnefndu atvinnugreinarinnar, þar sem útlit var fyrir að það bitn- aði verst á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Fyrirhugaðar breytingar ríkis- stjórnarinnar á veiðigjaldinu gætu þó hafa aukið bjartsýni í þeim geira. Það á kannski sérstaklega við á ut- anverðu Snæfellsnesi, þar sem út- gerð smábáta hefur verið ríkjandi mynstur. Menn gætu því hafa orð- ið bjartsýnni við tilkynntar breyt- ingar.“ Ef miðað er við íbúahlutfall ættu um 5% nýskráðra fyrirtækja lands- ins að vera á Vesturlandi, en, líkt og áður segir, er það hlutfall um 3,5%. Vífill segir að sögulegar skýringar geti verið á þessu hlutfalli. Í sam- anburðarrannsókn á Akranesi og nokkrum öðrum þéttbýlisstöðum hafi komið í ljós að mikið sé um óvenjustóra vinnustaði á Akranesi. „Það er einkennandi fyrir lands- hlutann að á Akranesi, þar sem um helmingur íbúa Vesturlands býr, hafa verið nokkrir óvenjulega stór- ir vinnustaðir. Þá eru tvö stór land- búnaðarhéröð í landshlutanum, Borgarfjörður og Dalir. Á Akranesi virðist því vera hefð fyrir því að fólk sé vanara því að vera launþeg- ar en að grípa til eigin frumkvæð- is þegar að atvinnu kemur. Í hefð- bundnu landbúnaðarsamfélögun- um er meiri teygja í öllum breyt- ingum og frumkvæði og nýskrán- ing fyrirtækja er þar minni.“ Vífill segir að á Snæfellsnesi bregðist menn hins vegar mun hraðar við öllum breytingum og því megi reikna með að meira sé um nýskráningu fyrirtækja þar. „Borg- arfjörður hefur þó aðeins verið að breytast í seinni tíð og færast nær mynstrinu á Snæfellsnesi hvað þetta varðar.“ kóp Tímaritið Dýraverndarinn er komið út á nýjan leik eftir tæp- lega 30 ára hlé. Að sögn Hall- gerðar Hauksdóttur, ritstjóra Dýraverndarans og ritara stjórnar Dýraverndarsambands Íslands (DÍS), var tímaritið gefið út í tæplega sjötíu ár eða allt til ársins 1983. „Nú hefjum við hjá Dýra- verndarsambandi Íslands útgáfu tímaritsins á ný og munu koma tvö tölublöð út á ári, vor og haust. Félagar í DÍS fá það sent heim til sín en blaðið verður einnig selt í litlu upplagi í bókabúðum. Ég hef frétt af fólki, sem komið er á efri ár, sem gleðst mjög yfir að heyra af útgáfunni. Blaðið var fastur hluti af heimilislífi margra og þess ætíð beðið með óþreyju. Gömul kona á Vesturlandi mun hafa tár- ast af gleði, sem sýnir áhrif blaðs- ins í bernsku hennar,“ segir Hall- gerður. Hún segir blaðið hafa ætíð ver- ið á könnu DÍS en starf félags- ins var í upphafi deildaskipt eft- ir landshlutum, allt þar til deildir og félög sameinuðust í DÍS: „Rit- ið var vettvangur ýmissa ritsmíða tengdum dýrum, á borð við ljóð og sögur sem ella hefðu ekki orð- ið til, en ritstjórar leituðu texta- smíða hjá skáldum og rithöfund- um. Má hér nefna föður blaðsins, Tryggva Gunnarsson bankastjóra og alþingismann, en það er grein um hann í nýja tölublaðinu. Þess má geta að fyrstu dýraverndunar- lög sem Alþingi samþykkti voru smíðuð af félaginu og samþykkt nærri óbreytt af þinginu.“ Nánari upplýsingar um starf DÍS og útgáfu Dýraverndarans má finna á heimasíðu sambands- ins, www.dyravernd.is. hlh Forsíða nýjasta tölublaðs Dýravinar- ins. Dýraverndarinn kemur út eftir þrjátíu ára hlé 37 nýskráð fyrirtæki á Vesturlandi Vífill Karlsson, hagfræðingur. Bjartsýni hefur aukist í sjávarútvegi eftir að breytingar voru gerðar á veiðigjaldi að mati Vífils. Ljósm. jsb. Nokkur fyrirtæki hafa verið stofnuð á undanförnu innan ferðaþjónustunnar. Ljósm. Friðþjófur Helgas.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.