Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Veiðivörur fyrir fjölskylduna Baulan - Sími 435-1440 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is Veiðin gengur víða vel þessa dag- ana og á það bæði við um lax og sil- ung. Laxveiðin er mun betri en á sama tíma í fyrra og ekkert lát virð- ist vera á henni. Silungurinn er vel haldinn, eins og laxinn, og hefur gefið sig vel. Mest hefur veiðst af laxi í Norð- urá í Borgarfirði, en áin hefur gefið yfir 2.500 laxa það sem af er sumri. Þverá í Borgarfirði er komin yfir 2.000 laxa og segir Ingólfur Ás- geirsson, einn hinna nýju leigutaka, að mjög góður gangur sé á veiðinni. Blanda situr í þriðja sætinu með yfir 1.500 laxa. Einn veiðimaður fékk tólf laxa á innan við klukkutíma í Blöndu, sem er mjög gott. Ari Þórðarson hefur verið að veita ferðamönnum leiðsögn við Norðurá í nokkurn tíma og seg- ir að mikið sé af fiski í ánni. „Ég hef sjaldan séð svona mikið af fiski í Norðurá. Það eru laxar á stöðum sem ekki hafa verið að gefa mikið í mörg ár, sem er mjög ánægjulegt. Hollið sem var að hætta núna var með frábæra veiði.“ Ari var að sinna hópi Frakka þeg- ar tíðindamann Skessuhorns bar að garði. Þeir hafa komið hingað oft áður og voru ánægðir með hvað veiðin var mun betri en í fyrra. Tveir hinna erlendu veiðimanna voru að landa fiski á meðan spjall- að var við Ara. Aðeins hefur dregið úr laxagöng- um, en laxinn er þó enn að koma og veiðitíminn því langt frá því að vera úti. Veislan heldur áfram. Met í Straumfjarðará „Það gengur vel núna og búið er að bóka 320 laxa eftir fyrsta þriðjung veiðitímabilsins,“ segir Ástþór Jó- hannsson, einn leigutaka Straum- fjarðarár. „Það verður að teljast nokkuð gott á fjórar stangir. Þetta er blússandi gangur og í raun met. Mér hefur ekki tekist að finna kröft- ugri fyrsta þriðjung í veiðibókum árinnar yfir síðust 45 ár. Skilyrðin hafa verið einstök í bland við góð- ar göngur og fallega fiska. Þetta er hreint æðislegt eftir köflótt tímabil á liðnum árum. Nú er stór straumur og eitthvað af fiski að ganga sem vegur upp á móti sólarbrækjunni sem skollin er á. En það á eitthvað að skúra á næst- unni svo við erum bjartsýn á fram- haldið,“ segir Ástþór að lokum. Straumfjarðará var að fara í útboð fyrir næsta sumar og gaman verður að sjá hve margir bjóða í hana. Þrumur og eldingar við Dunká „Við vorum að byrja veiðina hérna við Dunká og það skall á með þrumum og eldingum,“ segir Stef- án Ágúst Magnússon, eða Doktor Fly eins og hann er stundum kall- aður, sem var staddur með erlenda ferðamenn við ána. „Veiðin hefur verið ágæt og veiði- menn fylltu kvótann fyrir nokkrum dögum,“ sagði Stefán og kastaði flugunni rétt neðan við þjóðveginn. Fiskurinn var ekki í tökustuði eft- ir allar þrumurnar, en þetta kemur. Dunká hefur gefið 75 laxa. Veiðin í Hörðudalsá hefur ver- ið ágæt, en þar hafa veiðst laxar og bleikjur. Stærsti laxinn er 14 pund. Yfir 700 laxar í Hítará Veiðimenn fá víða vel í soðið og vel það, sumir kannski full mikið. Það fylgir veiðiskapnum. Laxinn gengur enn víðast hvar í árnar, þó nokkuð hafi dregið úr göngum. Það er þó ekki mikið og veiðisumarið mikla stendur sem hæst. Veiðin hefur gengið frábærlega í Hítará á Mýrum og áin er kom- in yfir 700 laxa. Veiðimenn sem Skessuhorn hitti við ána voru að landa fiski á Breiðunni við veiði- húsið. Síðasta holl veiddi 53 laxa, sem er gott. Yfir 100 laxar hafa komið á land í Grjótá og Tálmu. Þar var áður veitt á maðk, en nú er einungis veitt á flugu. Töluvert er víða af fiski í ánni, veiðimenn sem voru að byrja með fluguna fengu strax fjóra laxa. Langá er komin vel yfir þúsund laxa og veiðin er góð í Haffjarðará. Setbergsáin hefur einnig gefið vel og veiðimenn sem voru í Hrauns- firðinum fyrir skömmu veiddu vel af bleikju. Miðá í Dölum hefur ver- ið góð og Laxá í Dölum er kom- in vel yfir 200 laxa og víða er lax í ánni. Hvolsá og Staðarhólsá hafa einnig gefið vel og góður gang- ur hefur verið í Vatnsdalsá í Vatns- firði. kóp/gb Norðurá heldur ennþá toppsætinu Erlendur veiðimaður glímir við lax í Norðurá fyrir nokkrum dögum. Yfir 2.500 laxar hafa veiðst í Norðurá. Mynd Ari. Fiskurinn kominn á land. Veiðimenn eru víða að reyna þessa dagana eins og í Laxá í Leirársveit þar sem veiðin hefur verið góð. Mynd gb. Frábær gangur hefur verið í Straumfjarðará og núna eru komnir 320 laxar á land.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.