Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 28
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA ÞJÓÐVEGAVEISLA UM VERSLUNARMANNAHELGINA Boozt Jarðarber og bananar, bláber og hindber, spínat og ananas. Boozt er gert til þess að gleðja. PANINI Eins og nafnið gefur til kynna þá er Panini frá Ítalíu. Svolítið grillað við fyrstu sýn en rosalega gott í sér. N1 koRtIÐ Ekki gleyma N1 kortinu þegar þú kemur við. Sæktu um á www.n1.is eða á næstu þjónustustöð N1. Við verðum í sannkölluðu hátíðarskapi á N1 Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Staldraðu við í miðstöð ferðalangsins og njóttu veitinga í glæsilegri aðstöðu bæði utan dyra sem innan meðan börnin leika sér. Slöppum af, spennum beltin og komum heil heim eftir fjöruga helgi. Unglingalandsmót Ungmenna- félags Íslands verður haldið á Höfn í Hornafirði í sextánda sinn um verslunarmannahelgina. Unglinga- landsmótið er ein stærsta íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er hér á landi fyrir einstaklinga á aldrin- um 11 til 18 ára en keppt er í fjölda íþróttagreina. Fjölmargir viðburð- ir eru einnig haldnir í tengslum við mótið. Mótið hefst á föstudag en lýkur á miðnætti, sunnudaginn 4. ágúst. Blaðamaður Skessuhorns tók púlsinn á þeim héraðssambönd- um landshlutans sem ætla að senda keppendur á mótið. Frá Ungmenna- sambandi Dalamanna og Norð- ur-Breiðfirðinga eru 16 skráðir til leiks og munu þeir keppa í fótbolta, sundi, frjálsum íþróttum og glímu. Hjá Ungmennasambandi Borg- arfjarðar fara 30 á mótið og verð- ur UMSB með keppendur í fót- bolta, körfubolta, frjálsum íþrótt- um, sundi, fimleikum, golfi, glímu og hestaíþróttum. Héraðssam- band Snæfellsnes og Hnappadals- sýslu er með 18 skráða keppendur sem keppa munu í fótbolta, körfu- bolta, frjálsum íþróttum, sundi og starfsíþróttum. Enginn keppandi er síðan skráður frá íþróttafélögun- um á Akranesi, stærsta bæjarfélagi landhlutans. Samkvæmt upplýsing- um frá forsvarsmönnum félagana á Vesturlandi er þátttakan fremur lít- il í ár miðað við síðustu ár. Á síðasta Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi í fyrra voru um 2.000 skráðir kepp- endur frá öllu landinu. Í sam- tali við Ómar Braga Stefánsson framkvæmdarstjóra mótsins hef- ur skráning í ár farið fram úr björt- ustu vonum. „Gert var ráð fyrir um 1.000 keppendum í ár en samkvæmt skráningu má búast við allt að 1.300 keppendur taki þátt í mótinu á Höfn um verslunarmannahelgina,“ segir Ómar en sökum staðsetningar mótsins bjuggust mótshaldarar við eitthvað minni þátttöku en á Sel- fossi í fyrra. Skessuhorn óskar öllum þeim sem keppa á Unglingalandsmótinu góðs gengis og vonar að allir kepp- endur og aðstandendur skemmti sér vel. jsb / Ljósm. ákj. Keppendur HSH í skrúðgöngu á unglingalandsmóti. Á sjöunda tug Vestlendinga keppa á Unglingalandsmóti UMFÍ Keppendur UMSB í skrúðgöngu á unglingalandsmóti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.