Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Undafarið ár hefur Markaðsstofa Vesturlands leitast við að eyða þeim orðrómi að allt sé lokað á Vestur- landi á jaðar- og vetrartíma með því að draga saman þau fyrirtæki sem eru með opið á ársgrundvelli og fá aðila í ferðaþjónustu til þess að vinna betur saman að samþætt- ingu. Vaxtarsamningur Vesturlands styrkti verkefnið sem bar yfirskrift- ina Vetrarátak á Vesturlandi. Af- sprengi þess verkefnis er svokallað Circle´s verkefni sem byggir á fjór- um til fimm ferðahringjum víðs- vegar um landshlutann en einnig byggði verkefnið á því að finna nafn á þessar hringleiðir til mótvægis við Gullna hringinn. Það sem vantaði þegar þess- ari vinnu var lokið var fjármagn til markaðssetningar á þessum hring- leiðum en auk þess mun fara tölu- verð vinna í að fá ferðaskrifstofur, ferðabækur og þá aðila sem al- mennt eru í því að markaðssetja og selja ferðir til Íslands til þess að nota sama nafnið á þessar hring- leiðir, en þær hafa verið farnar af ferðaskipuleggjendum og ferða- mönnum á eigin vegum um árarað- ir. Nokkrir hagsmunaaðilar í ferða- þjónustu sóttu svo um fjármuni í Sóknaráætlun Vesturlands, í sam- starfi við Markaðsstofuna, með það að markmiði að setja af stað mark- aðsátak á Vesturlandi. Annars vegar er um að ræða Breiðafjarðarsvæðið og hins veg- ar Akraborgarsvæðið sem sam- anstendur af Akranesi, Hvalfirði og Borgarfjarðarsvæðinu. Hvort verkefni um sig fékk styrk að upp- hæð 4.5 milljónir og Breiðafjarð- ar markaðsátakið verður í samstarfi við hagsmunaaðila á Suðurfjörðum Vestfjarða. Sú vinna sem búið er að vinna í Circle´s verkefninu mun nýtast vel í þeirri markaðssetningu. Rósa Björk Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Vestur- lands, segir stofuna hafa unnið í því síðustu ár að virkja ferðaþjónustu- aðila til þátttöku í vetrarverkefnum. Það hafi gengið upp og ofan. „Sum- ir hafa ekki áhuga á því að starfa allt árið og aðrir eru kannski ekki til- búnir til að setja fjármuni í mark- aðssetningu sem er dálítið skrýtið viðhorf.“ Rósa segir að árangur hafi náðst í að auka vetrarferðamennsku á Vest- urlandi, en of fá fyrirtæki hafa starf- að á heilsársgrundvelli til þess að hægt hafi verið að byggja upp fjöl- breytta ferðapakka á veturna. „Það þarf að byggja upp pakka með fjöl- breyttri þjónustu hvað varðar mat, gistingu og afþreyingu allt árið um kring.“ Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir Vesturland hafa upp á margt að bjóða þegar kemur að vetrar- ferðamennsku. Mikil tækifæri séu til þess að auka fjölda ferðamanna í landshlutanum yfir vetrartím- ann. Hún segir hins vegar að þegar heimasíða Inspired by Iceland, átaks um eflingu vetrarferðamennsku, sé skoðuð sjáist að almennt taki fólk á Vesturlandi ekki þátt í því átaki. „Mér finnst eins og Vesturland hafi upp á allt að bjóða og mörg tækifæri í þessum efnum. Ég geri ráð fyrir að umræða eigi sér stað á öllum svæðum, og Vesturland er vel sett þegar kemur að samgöng- um.“ Erna segir það augljósustu leið- ina til að auka arðsemi fyrirtækja að draga úr árstíðabundnum sveiflum með eflingu vetrarferðamennsku. Þá komist menn hjá því að tap vetr- arins éti upp góða sumarinnkomu. Tvennt þurfi þó til eigi vetrarferða- mennska að geta blómstrað; vöru sem sé til staðar og markaðssetn- ingu. „Þegar ég segi vöru þá á ég bæði við góða gistingu, veitingar og fjöl- breytni. Það verður að vera afþrey- ing svo fólkið hafi eitthvað við að vera. Það leggur enginn á sig ferða- lag bara til að vera á góðu hóteli. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að taka sig saman á svæðun- um, sérstaklega þar sem úrvalið er ekki mikið af fyrirtækjum, svo hægt sé að tryggja að nægilega mikið sé í boði og ráðast í markaðssetningu.“ Átakið Ísland allt árið hefur stað- ið yfir í tvö ár. Erna segir það hafa gengið mjög vel í Reykjavík og á Suðurlandi, allt austur að Höfn í Hornafirði. Á Norðausturlandi hafi nýlega verið boðið upp á norð- urljósaferðir, sem hafi gengið vel. „Samgöngurnar skipta miklu máli. Það að fólk keyri í löngum bun- um allt Suðurlandið yfir vetrartím- ann sýnir að það á ekkert að standa í veginum á Vesturlandi.“ Rósa Björk segir að Vesturland hafi til þessa haft það orðspor á sér að þar sé allt lokað yfir vetrartím- ann. „Ég hef eytt síðustu tveim- ur árum í undirbúning þessa verk- efnis; að eyða þessu orðspori, sann- færa ferðaþjónustuna um að hafa opið og sameinast um að bæta orð- spor landshlutans og að við stönd- um við auglýstan opnunartíma. Öðruvísi getum við ekki sett sam- an áhugaverðan pakka. Við mun- um fara í það að kynna þá ferða- pakka sem verða til í samstarfi við þá ferðaþjónustuaðila sem eru með opið og er tilbúnir til þess að taka á móti fleiri ferðamönnum yfir vetur- inn. Við munum hitta markaðsfólk á ferðaskrifstofum og koma upplýs- ingum inn í ferðahandbækur, bæði erlendar og innlendar. Þetta er hins vegar langhlaup og Markaðsstof- an gerir þetta ekki ein og sér. Það er grundvallaratriði að greinin taki þátt í þessu með okkur með vinnu og fjárframlagi til móts við styrkina sem fengust í gegn um sóknaráætl- un.“ kóp Vinnuskóli Akraness braut upp sinn hefðbundna vinnudag á mið- vikudaginn og efndi til sumarhátíð- ar á útivistarsvæðinu í Garðalundi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram en hún er haldin í samstarfi við Íslandsbanka. Öllum þeim sem hafa starfað hjá vinnuskólanum var boðið og var vel mætt. Veðrið í Garðalundi var ein- staklega gott og var steikandi hiti í sól og blíðu. Tónlist ómaði um svæðið frá hátölurum og boðið var upp á margs konar skemmt- anir sem flokkstjórar vinnuskólans sáu um að stjórna. Þeir tóku einn- ig virkan þátt í leikjum dagsins og var t.d. spilaður fótboltaleikur þar sem flokkstjórar kepptu gegn starf- mönnum. Einnig var hægt að fara í kubbaleik, mínigolf og rennt sér eftir langri vatnsbraut svo dæmi séu tekin. Þá var farið í leiki þar sem keppt var um bíómiða, t.d. í dekkjakasti Að lokum var svo öllum boð- ið í grillveislu þar sem boðið var upp á pylsur og drykki í boði Ís- landsbanka. Að sögn stjórnenda vinnuskólans, þeirra Einars Skúla- sonar og Lúðvíks Gunnarssonar, hefði þetta ekki getað gengið bet- ur. „Hér hefur verið frábær stemn- ing, góð mæting og veðrið er búið að vera frábært,“ sögðu þeir í sam- tali við Skessuhorn. Þeir vildu síð- an fyrir hönd vinnuskólans sérstak- lega þakka Íslandsbanka fyrir að- stoðina. jsb Golfnámskeið fyrir börn sex ára og eldri hófst á mánudaginn á vegum Golfklúbbsins Vestars í Grundar- firði. Afar góð þátttaka er á nám- skeiðinu en alls taka um 30 krakk- ar á öllum aldri þátt. Það er Mar- geir Ingi Rúnarsson sem hefur um- sjón með námskeiðinu en kennt er í tvo tíma í senn. Farið er yfir öll helstu grunnatriði golfíþróttarinn- ar, allt frá reglum og siðum til golf- sveiflunnar sjálfrar, auk þess sem upphafshögg, vipp og pútt eru æfð. Námskeiðinu lýkur síðan á fimmtu- daginn þar sem efnt verður til veislu fyrir þátttakendur. hlh Fjör á sumarhátíð Vinnuskóla Akraness Um 70 krakkar frá Vinnuskólanum á Akranesi mættu og skemmtu sér konunglega í Garðalundi. Þátttakendur í golfnámskeiði Vestars við golfskálann á Bárarvelli. Ljósm. Guðmundur Gíslason. Góð þátttaka á golfnám- skeiði barna í Grundarfirði Hin fögru norðurljós draga ófá erlenda ferðamenn hingað til lands á veturna. Ljósm. Kristín Jónsd. Átak í vetrarferðarmennsku á Vesturlandi Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.