Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Annar hluti í púttkeppni eldri borgara á Akranesi og eldri borgara í Borgarfirði fór fram í blíðskapar- veðri á æfingaflötinni á Hamars- velli í Borgarnesi miðvikudaginn 24. júlí. Til leiks mættu 31 kepp- andi, þar af 19 af Akranesi og 12 úr Borgarfirði og voru leiknar 36 hol- ur. Að þessu sinni vann lið Borg- firðinga með einu höggi, en skor sjö bestu í hvoru lið telur. Staðan eftir tvær viðureignir af þremur er þá þannig að Skagamenn eru með 1.080 högg en Borgfirðingar 1.082. Lokakeppnin fer síðan fram að Nesi í Reykholtsdal 21. ágúst nk. Að því móti loknu verður Húsasmiðjubik- arinn afhentur í fyrsta skipti því liði sem verður hlutskarpara í heildar- keppninni. hlh / Ljósm. Flemming Jessen. Á Blikastöðum í Mosfellsbæ úir og grúir af gömlum dráttarvélum. Þar eru þær í alls kyns ásigkomu- lagi, sumar er búið að rífa í frum- eindir, aðrar eru svo illa farnar að erfitt er að ímynda sér að þær séu annað en efni í endurvinnslu. Innan um standa hins vegar glæsilegar og skínandi vélar sem virðast vera ný- komnar úr framleiðslu, þrátt fyrir að vera sextíu ára gamlar. Augljós- lega hefur verið nostrað við hvert stykki og útkoman er glæsileg. Þeir Þorfinnur Júlíusson og Gunnar Björnsson eru áhugamenn um gamlar dráttarvélar. Þeir unnu saman í fjölda ára en fyrir skemmstu tóku þeir sig til og leigðu aðstöðu á Blikastöðum til að sinna áhugamáli sínu; að gera upp gamla traktora. Þar bjóða þeir upp á aðstöðu til leigu og komust fljótlega að því að þeir eru ekki einir um þetta áhuga- mál. Í dag eru ellefu vélar í húsi, þrjár bíða fyrir utan, sem eru í eigu þeirra félaga. En hvernig kviknaði þetta áhugamál? „Við ólumst báðir upp við sveita- störf og höfum alltaf haft áhuga á þessum gömlu vélum,“ segir Þor- finnur, en hann ólst upp á Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. Gunn- ar ólst upp í Dalshúsum, rétt fyrir ofan Reykjavík, og vinnan gaf þeim tækifæri til að sinna þessu áhuga- máli sínu. „Við unnum lengi saman hjá fyr- irtækinu G. Skaftason. Þá flæktumst við um allt land og höfðum báðir þá áráttu að horfa á allar gamlar drátt- arvélar sem við rákumst á. Það voru hæg heimatökin þar sem við dól- uðum á vörubílnum,“ segir Gunn- ar. „Þið hafið þá rekist á margt vél- aruslið,“ spyr blaðamaður. „Gull- ið leynist víða um land,“ svarar Þorfinnur að bragði. Segja má að þarna hafi orðið árekstur menn- ingarheima þegar mismunandi sýn á gamlar vélar var dregin fram. Þar sem blaðamaður sá rusl, sáu þeir fé- lagar gull. Dráttarvélar, eða traktorar eins og þær eru gjarnan kallaðar, bárust til landsins um 1920. Ekki er of- sagt að með þeim hafi orðið bylt- ing á búháttum og brátt mátti sjá Farmall eða Ferguson á hverjum bæ. Varðveisla gamalla dráttarvéla er því ekki aðeins áhugamál, heldur liður í því að varðveita söguna. „Við tókum húsið á leigu til að gera vélarnar upp. Það má segja að það taki um það bil ár að gera eina dráttarvél upp, þó að vissulega fari það eftir því í hvernig ásigkomu- lagi hún er. Þegar vélin hefur verið gerð upp þarf að varðveita hana og geyma. Til þess hugsum við einn salinn hérna, að þar verði vélarnar geymdar þegar þær eru tilbúnar,“ segir Þorfinnur. Í geymslusalnum eru nú tvær uppgerðar vélar. Svo vel hefur ver- ið að verki staðið að það er eins og þær séu nýkomnar úr kassanum og það er auðvelt að ímynda sér hve mikil gleði hefur fylgt því að taka á móti nýjum traktor á sínum tíma. Þar er að finna Ferguson frá árinu 1952, eins og nýjan. „Sá sem gerði hann upp lenti í mestum vandræð- um með að fá merkið á hann. Þau voru fyrst framleidd úr gleri, en síðan tók plastið við. Hann þurfti að leita lengi áður en hann fann eitt úr gleri,“ segir Gunnar. Ekki er langt síðan sjá mátti gamlar dráttarvélar víða um land, liggjandi í skurðum eða grotnandi niður við skemmur. Þorfinnur segir að það sé liðin tíð. „Það er búið að hirða rosalega mikið af þessum vél- um. Það eru margir sem hafa áhuga á þessu og um allt land er verið að gera upp gamlar vélar.“ Það er tvennt ólíkt að kúldrast einn í bílskúrnum og dunda í drátt- arvél og að hitta félagana í fjósinu á Blikastöðum. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar, allt hreint og snyrti- legt, hlýtt og bjart. Þar er sprautu- klefi og það sem skiptir ekki síst máli; félagsskapur. „Kaffiaðstaðan er kannski mikil- vægasti staðurinn hérna. Þar hitt- umst við yfir kaffi og segjum sög- ur,“ segir Þorfinnur að lokum. kóp Víkingaskútan Valtýr kom heim í Stykkishólmshöfn síðdegis á föstu- dag. Skútan hefur farið víða um Norður-Atlantshafið undanfarnar vikur en síðasti spölur hennar var frá Vestmannaeyjum til Stykkis- hólms. Til Eyja hafði skútan komið frá Færeyjum og þar áður Noregi og Bretlandseyjum. Eigandi skút- unnar er Sigurjón Jónsson í Skipa- vík í Stykkishólmi en hún var tek- in í notkun í núverandi mynd, sem byggir á lögun Gauksstaðaskipsins norska, árið 2009. Hægt er að fræð- ast meira um víkingaskútuna Valtý á heimasíðu skútunnar, www.lang- skip.com. hlh Borgfirðingar sigruðu með einu höggi Frá púttmótinu sem fram fór á æfingaflötinni við golfskálann að Hamri. Valtýr kemur til hafnar í Stykkishólmi. Ljósm. Sumarliði Ásgeirs. Víkingaskútan Valtýr komin heim Dráttarvélarnar eru í ýmsu ásigkomulagi áður en þær eru gerðar upp á Blikastöðum. Þessar bíða á hlaðinu. Sjá gull í gömlum vélum Þorfinnur Júlíusson og Gunnar Björnsson í aðstöðunni á Blikastöðum. Vinnuaðstaðan á Blikastöðum. Massey Ferguson 135, árgerð 1952. Hringlaga merkið með tölunni 135 er úr gleri en nokkurn tíma tók að hafa upp á því fyrir þann sem gerði vélina upp. Þessa vél keypti móðir þess sem hana gerði upp um miðja síðustu öld.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.