Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 S K E S S U H O R N 2 01 3 Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson úr hljómsveitinni My Sweet Baklava flytja lög af geisladiski sveitarinnar í bland við fleira skemmtilegt á Aggapalli, Langasandi, miðviku daginn 31. júlí kl.16. Tilvalið að koma og njóta sólarblíðunnar við góðan undirleik. Aggapallur, veitingasala, er opinn alla virka daga kl. 10 - 17 og kl. 11 - 16 um helgar. Ljúfir tónar á Langasandi Laugardaginn 24. ágúst 2013 verður sumarhátíð Kaupfélagsins haldin í 6. sinn. Skapast hefur góð stemning í kringum þessa hátíð og hefur hún verið mjög vel sótt. Langar okkur að biðja þá sem hafa áhuga á að vera með okkur þennan dag og kynna og/eða selja varning sinn um að hafa samband við verslunarstjórann, Margréti á netfanginu margret@kb.is Framleiðendur á Vesturlandi og aðrir sem áhuga kynnu að hafa Egilsholti 1 Verslun, sími: 430 5500 Opið virka daga 8-18 www.kb.is, verslun@kb.is www.skessuhorn.is Líkt og undanfarin ár fer starfsfólkið og útgáfan í viku frí yfir verslunarmannahelgina og KEMUR ÞVÍ EKKI ÚT BLAÐ miðvikudaginn 7. ágúst. Fyrsta blað eftir sumarleyfi kemur síðan út miðvikudaginn 14. ágúst. Útgáfan í næstu viku Starfsfólk Skessuhorns. Á morgun, 1. ágúst, mun þjóð- fræðingurinn Rósa Þorsteinsdótt- ir flytja fyrirlestur um Staðarhóls- bók rímna í Gyllta salnum á Laug- um í Sælingsdal í Dölum. Fyrirlest- urinn er hluti af verkefninu Hand- ritin alla leið heim, sem er samstarf Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, Nýpurhyrnu ehf. á Skarðsströnd, Héraðsskjalasafns Dalasýslu og Byggðarsafns Dala- manna. Tilefnið er 350 ára fæð- ingarafmæli Dalamannsins Árna Magnússonar handritasafnara sem fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Það eru Menningarráð Vesturlands, Dalabyggð og Hótel Edda á Laugum sem styrkja verk- efnið. Staðarhólsbók rímna er einstök Í fyrirlestri sínum mun Rósa kynna Staðarhólsbók rímna og fara yfir allar mögulegar hliðar sögu þessa merka handrits. Ekki verður aðeins innihald þess kynnt heldur einn- ig niðurstöður nýlegra rannsókna á bókinni. „Þetta er eitt merkasta rímnahandrit sem varðveist hef- ur. Það sem gerir það einstakt er hversu stórt það er en að auki eru þarna rímnaflokkar sem aðeins er að finna í þessu handriti. Lengi var ekki vitað hver eða hverjir skrif- uðu Staðarhólsbók rímna en nýleg- ar rannsóknir sýna að það var einn maður, Tómas Arason sem skrifaði hana,“ segir Rósa sem mun víkja nánar að þessum atriðum í fyrir- lestrinum. Margt hægt að lesa úr verkinu Rósa mun hins vegar segja frá ýmsu fleiru merkilegu en sjálfum rím- unum. „Í Staðarhólsbók rímna er að finna skemmtilega hluti eins og málshætti sem enn eru notaðir, sem og aðra ekki eins algenga í dag. „Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi“ er til dæmis einn algengur máls- háttur sem við notum og þekkjum í dag. „Lítið lærist leiðum strák“ er dæmi um málshátt sem má einnig finna í handritinu en er ekki eins al- gengur nú en á þó jafn vel við í dag og hann gerði þá. Við sjáum einn- ig setningar í fyrirbænum af rím- unum sem lýsa stemmningunni sem var hjá höfundi þegar hann var að skrifa og má meðal annars finna setningarnar, „leiðist mér að skrifa“ og „mér er illt í augunum“ svo dæmi séu tekin.“ Viðheldur þekkingu um gamla tíma Utan eiginlegs innihalds Staðar- hólsbókar rímna fjallar Rósa einnig um gerð handritsins og varðveislu. „Handritið er gert úr kálfsskinni en við sjáum að í það var notað alls konar afgangsskinn og eru því blað- síður hennar allavega í laginu, sum- ar jafnvel með gati sem einfaldlega var skrifað í kringum. Eitt svona handrit getur því sýnt manni ýmis- legt um aðstæður, hugsunarhátt og það samfélag sem var hér á öldum áður,“ segir Rósa að lokum. Þess má geta að eftirgerð Staðarhóls- bókar rímna hefur verið til sýnis í Byggðasafni Dalamanna á Laug- um í sumar og eiga því gestir fyrir- lestursins kost á því að skoða hana á staðnum. Fyrirlestur Rósu hefst kl. 21 og fer, eins og áður segir, fram í Gyllta salnum að Laugum í Sæ- lingsdal. jsb Staðarhólsbók rímna kynnt á Laugum Síða úr Staðarhólsbók rímna þar sem sjá má óreglulegt lag síðunnar og gat sem skrifað er í kringum. Ljósm. Árnastofnun. Rósa Þorsteinsdóttir. Laugum í Sælingsdal Borðapantanir í síma 444 4930 Búgíveisla með Skúla Mennska Aðrir viðburðir á Laugum: Staðarhólsbók rímna með Rósu Þorsteinsdóttur, þjóðfræðingi - fimmtudagur 1. ágúst Dalas Arnas Magnenus Isla Island - Erindi um Árna Magnússon Prófessor, Már Jónsson - fimmtudagur 8. ágúst Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson Staðarhólsbók Rímna tekin til flutnings. Kaflar úr rímum af Ánbogsveigir – fimmtudaginn 8. ágúst Tónleikar Húsbands Lauga í Sælingsdal Tónleikar Húsbandsins á Laugum í ágúst verða auglýstir með stuttum fyrirvara á Facebook og www.hoteledda.is. Stundum verða gestaspilarar og alltaf tilboð á barnum Nánari upplýsingar má nálgast á viðburðasíðu á Facebook og www.hoteledda.is Ísfirski tónlistarmaðurinn Skúli “Mennski” Þórðarson heimsækir Laugar í Sælingsdal miðvikudaginn 7. ágúst. Hann mun leika frumsamið efni af sinni alkunnu snilld í Gyllta Salnum á hótelinu. Boðið verður upp á eftirlætisrétt Skúla, Svikinn héra, í kvöldmat sem og hina víðkunnu Dalaosta. Opnað verður í salinn kl 19, matur borinn fram 19.30 og tónleikarnir hefjast 20.30 Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. S K E S S U H O R N 2 01 3

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.