Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Kolbeinn Hróar Búason Fer á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Hrafn Darri Guðbjörnsson Fara í sumarbústað. Valfríður Guðmey Haralds- dóttir Sigla á Breiðafirði. Marín Rós Eyjólfsdóttir Hafa það kósý heima. Spurning vikunnar (Spurt á sumarhátíð vinnuskólans í Garðalundi, Akranesi) Hilmar Harðarson frá Hamri við Grundarfjörð náði þeim merka áfanga sl. fimmtudag að verða heimsmeistari í crossfit í flokkn- um masters 55-59 ára á heimsleik- unum í íþróttinni sem fram fara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hilm- ar var með 523 stig í efsta sæti en næsti maður var í öðru sæti með 514 stig. Hilmar er búsettur í Kópavogi og æfir íþrótt sína í Sporthúsinu. Hann er 56 ára að aldri og starfar sem sjómaður. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns hafði hann enga reynslu af íþróttum áður en hann byrjaði að leggja stund á crossfit og því má með sanni segja að árang- ur hans sé hinn glæsilegasti. Áður hafði Hilmar sigraði í flokknum 50+ á Íslandsmóti eldri CrossFitt- ara 2013 sem haldið var í og við salarkynni CrossFit Sport í Kópa- vogi í lok júní sl. Skessuhorn ósk- ar Hilmari til hamingju með árang- urinn. sko Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni á Akranesi hafn- aði í 5. sæti á Íslandsmótinu í högg- leik sem fram fór á Korpúlfsstaða- velli í Reykjavík. Mótið hófst á fimmtudaginn og stóð yfir fram á sunnudag, en leiknar voru 72 hol- ur. Valdís deildi forystusætinu fyr- ir lokadaginn með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur Golfklúbbnum Keili í Hafnafirði og var lengi vel í toppsætinu meðan á lokahringn- um stóð. Slæmur endir á lokahol- unni varð hins vegar til þess að hún varð að sætta sig við 5. sætið. Alls lék hún hringana fjóra á 300 högg- um sléttum eða tólf höggum yfir pari. Sigurvegari í kvennaflokki eft- ir bráðabana varð Sunna Víðisdótt- ir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Í karlaflokki sigraði Skagamaður- inn Birgir Leifur Hafþórsson sem leikur fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar á 274 höggum, eða tíu undir pari. Þetta er í fimmta sinn sem Birgir Leifur hampar Íslands- meistaratitlinum. Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borgarness stóð sig best af vestlenskum keppendum í karla- flokki en hann hafnaði í 10. sæti á 289 höggum eða fimm yfir pari. Þetta er besti árangur Bjarka í Ís- landsmótinu. Rafn Stefán Rafnsson úr GB lenti í 21. sæti á 13 höggum yfir pari og þá hafnaði Hlynur Þór Stefánsson, einnig úr GB, í 75. sæti á 324 höggum. hlh / Ljósm. Golfsamband Íslands. Jófríður Ísdís Skaftadóttir frá Akra- nesi varð á sunnudaginn Íslands- meistari í kringlukasti á Meist- aramóti Íslands í frjálsum íþrótt- um sem fram fór á Akureyri um helgina. Jófríður, sem er aðeins 15 ára gömul og keppir fyrir FH, kast- aði kringlunni 38,42m og sló í leið- inni 21 ára gamalt aldursflokkamet hjá 15 ára stúlkum, en gamla met- ið var 38,20m. Gamla metið átti annar Vestlendingur, Hanna Krist- ín Lind Ólafsdóttir UMSB sem sett var í ágúst árið 1992. jsb Lið ÍA lék tvo leiki í liðinni viku. Í fyrri leiknum sigraði liðið Hauka frá Hafnarfirði á Akranesvelli 2:1 sl. föstudag þegar leikið var í 10. umferð A-riðils 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur leiks- ins var fremur tíðindalítill og var markalaust í hálfleik. Haukakon- ur náðu síðan forystunni um mið- bik seinni hálfleiks með marki á 69. mínútu frá Sæunni Sif Heiðarsdótt- ir. Forskot þeirra rauðklæddu varði þó ekki lengi því Skagakonur bættu um betur á skoruðu tvö mörk með stuttu millibili fáeinum mínútum síðar. Guðrún Karítas Sigurðar- dóttir jafnaði leikinn á 76. mínútu fyrir heimamenn og mínútu síðar kom Unnur Ýr Haraldsdóttir lið- inu yfir. Ekki voru fleiri mörk skor- uð í leiknum og sigurinn því Skaga- kvenna. Á mánudaginn mættu Skagakon- ur ÍR á Hertz-vellinum í Breiðholti í 11. umferð þar sem annar sigur vannst, 0:4. Mættu þær gulklæddu mun ákveðnari til leiks og voru þær Guðrún Karítas Sigurðardótt- ir og Emilía Halldórsdóttir búnar að skora sitthvort markið eftir 25. mínútna leik. Guðrún Karítas full- komnaði svo þrennu sína í leikn- um þegar hún bætti öðrum tveim mörkum við skömmu áður en flaut- að var til hálfleiks og staðan því orðin 0:4 fyrir ÍA. Seinni hálfleik- ur var mun rólegri og engin mörk voru skoruð. Frábær fyrri hálfleik- ur dugði Skagakonum því til sigurs. ÍA er nú í öðru sæti riðils síns með 31 stig, jafn mörg og topplið Fylk- is sem er með betri markatölu og á tvo leiki til góða. Frábær stemmning í hópnum Með sigrinum á ÍR tryggðu Skaga- konur sér þátttöku í úrslitakeppni 1. deildar kvenna, þar sem þær munu keppa um sæti í efstu deild fyrir næsta tímabil. Að sögn Guðrúnar Þorbjargar Sturlaugsdóttur hefur gengi liðsins á tímabilinu verið gott en það hefur aðeins tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli. „Þetta er búið að ganga ágætlega í sumar, aðeins upp og niður, en gott að við séum búnar að tryggja okkur í úr- slitakeppnina. Það er búið að vera mikið álag á okkur og sérstaklega á þeim stelpum sem eru líka að spila með öðrum flokki. Þetta er hins vegar bara svo ógeðslega gaman og það er svo frábær stemmning í hópnum sem fleytir okkur áfram. Það eru samt enn þrír leikir eftir af mótinu fram að úrslitakeppninni og stefnum við á að sigra þá alla og sömuleiðis úrslitakeppnina og spila í Pepsídeildinni næsta sumar,“ sagði Guðrún Þorbjörg. Næsti leikur ÍA er á fimmtudag- inn 8. ágúst þegar þær mæta Víking Ólafsvík í Vesturlandsslag á Akra- nesvelli. hlh/jsb Kvennalið ÍA tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Eitt af þeim mörkum sem ÍA skoraði gegn Haukum á Akranesvelli á sl. föstudag. Ljósm jsb. Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, fyrirliði ÍA. Valdís Þóra Jónsdóttir GL. Íslandsmótið í golfi fór fram um helgina Sigurvegar mótsins, þau Sunna Víðisdóttir GR og Birgir Leifur Hafþórsson GKG. Jófríður Ísdís Skaftadóttir. Jófríður Ísdís varð Íslands- meistari í kringlukasti Hilmar Harðarson heimsmeistari í Crossfit 55-59. Ljósm. games.crossfit. com. Grundfirðingur heimsmeistari í crossfit Dóra Marín Karvelsdóttir Fara á Akureyri með vinkonum mínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.