Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Golfklúbbur Borgarness hélt upp á 40 ára afmæli sitt með viðhöfn í blíð- skaparveðri við klúbbhús félagsins á Hamarsvelli í Borgarnesi á laug- ardaginn. Á annað hundrað manns lagði leið sína að Hamri en í tilefni dagsins stóð klúbburinn m.a. fyrir golfmóti í samstarfi við Gevalia og hátíðardagskrá. Hátíðardagskráin samanstóð af ávörpum og héldu tölu þeir Ingvi Árnason formaður GB, Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti Golfsambands Íslands og Ragnar Frank Kristjáns- son forseti sveitarstjórnar Borgar- byggðar. Ragnar færði klúbbnum blómvönd fyrir hönd sveitarfélags- ins og þá gaf Jón Ásgeir klúbbn- um háttvísibikar GSÍ, sem kemur til með að verða veittur árlega þeim félaga í GB sem þykir sína sérstaka háttvísi. Þá notaði Jón Ásgeir tæki- færið og sæmdi tvo félaga í GB gull- merki GSÍ fyrir þeirra framlag til golfíþróttarinnar á Íslandi, þá Þórð Sigurðsson og Jón J. Haraldsson, en báðir hafa tekið ríkan þátt í upp- byggingu Hamarsvallar og félags- starfi GB á síðustu áratugum. Loks afhenti Guðmundur Sig- valdason, framkvæmdastjóri Golf- klúbbsins Leynis á Akranesi, af- mælisgjöf frá Leynismönnum til GB. Um var að ræða málverk eft- ir Bjarna Þór Bjarnason af 16. holu Hamarsvallar eða „eyjunni“ eins og holan er kölluð, en hún er ein þekktasta hola vallarins. Að dagskrá lokinni var gestum boðið upp á afmælistertu frá Geira- bakaríi auk þess sem haldin var vippkeppni sem flestir gestir tóku þátt í. hlh Rektorar Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands eru ekki samstiga þegar kemur að mögulegri sameiningu háskóla á Ís- landi. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um sameiningu á háskólastigi undanfarið og hefur menntamála- ráðherra, Illugi Gunnarsson, sagt að hann hyggi á sameiningu, í ein- hverju formi, á kjörtímabilinu. Illugi hefur sagt að ekki verði far- ið í sameiningu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, fyrsta kast- ið að minnsta kosti. Hann sagði hins vegar í samtali við fréttastofu Rík- isútvarpsins í síðustu viku að hann horfði frekar til smærri eininga. „Við erum með nokkra skóla sem eru litlir sem hafa verið vandamál á fjárlögum hér undanfarin ár. Það er ekkert hægt að neita því. Rekstr- arform þeirra hefur greinilega ver- ið erfitt. Það þarf að skoða þetta allt saman. Ég held að það verði ekkert undan því vikist að það er ekki hægt að ýta þessum vanda á undan sér ár eftir ár, eins og hefur verið gert.“ Skessuhorn leitaði til rektora há- skólanna á Vesturlandi og spurði út í afstöðu þeirra í sameiningarmálum. Rektor LbhÍ vill einn háskóla Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) tek- ur vel í hugmyndir um samein- ingu háskóla. Hann segir fýsileg- an valkost að hafa aðeins einn há- skóla á landinu, Íslenska háskólann, sem væri með starfstöðvar víða um land. Ágúst segir að í Landbúnað- arháskólanum hafi sú skoðun lengi verið ríkjandi að rétt væri að sam- eina háskóla. Árið 2009 var gefin út skýrsla þar sem fram kom að heil- mikill faglegur ávinningur væri af sameiningu. „Ég tel að við eigum að taka af skarið núna um hvernig á að gera þetta og fara með þetta alla leið. Sameining er ekki endilega þannig að verið sé að leggja eitthvað niður og í henni geta falist sóknarfæri. Ég hef talað fyrir því í mörg ár að okkur dugi alveg Íslenski háskólinn. Inn- an hans gætu síðan starfað mismun- andi sjálfstæðar einingar. Við þurf- um á því að halda að þjappa okkur saman, en kerfið er allt undirfjár- magnað, eins og allar kannanir og útreikningar sýna.“ Ágúst telur að innan Íslenska háskólans gætu ver- ið starfstöðvar í Borgarfirði, Reykja- vík, Akureyri og víðar. Komið hefur fram að Landbúnað- arháskólinn hefur farið fram úr fjár- heimildum síðustu árin. Ágúst seg- ir að það sem helst skýri hallann sé sú staðreynd að skólinn rekur þrjár starfsstöðvar. Mikið hafi verið skor- ið niður og hagrætt og helst sé horft til tveggja leiða til að bæta fjárhags- stöðu skólans. „Annars vegar að koma allri starf- seminni fyrir á einum stað. Við höfum verið að skoða það og höf- um lagt fram tillögur í þeim efnum. Fleiri en einn möguleiki eru fyrir hendi í fækkun starfstöðva skólans en sá sem gengur lengst er að hafa alla starfsemina á Hvanneyri. Hins vegar höfum við átt í viðræðum við Háskóla Íslands um mikið samstarf og jafnvel sameiningu.“ Ljóst er að breytingar munu þó ekki taka gildi fyrir upphaf næsta skólaárs. Tekið verður á móti nem- endum í næsta mánuði og Ágúst segir að þá verði ljóst hvernig starfseminni verður háttað. Meiri fyrirvara þurfi þó í breytingar, eigi að fara í þær. „Við horfum til þess að í haust verði teknar ákvarðanir um það hvernig kerfið líti út til framtíðar. Ég kalla eftir því.“ Bifröst tekur ekki frumkvæði Vilhjálmur Egilsson, rektor Há- skólans á Bifröst, segir að skipulag háskóla eigi alltaf að vera til um- ræðu og enginn geti vikið sér und- an því að um þau mál sé fjallað. Hugsanleg sameining þurfi hins vegar að gerast á forsendum skól- anna sjálfra og þjónustunnar sem þeir veita samfélaginu. „Þegar upp er staðið skipta nem- endurnir og menntun þeirra mestu máli auk rannsóknanna og annarr- ar þjónustu fyrir samfélagið og allir háskólar verða að hafa það sem sitt stóra markmið að standa sig í hlut- verki sínu. Allir háskólarnir eiga að vera fjárhagslega hagkvæmar og sjálfbærar einingar. Ekki er allt fengið með stærðinni því að litl- ar sérhæfðar háskólastofnanir geta líka átt fullan tilverurétt.“ Vilhjálmi hugnast ekki hug- myndin um einn háskóla á Íslandi með starfsstöðvar víða um land. „Ég tel að það þurfi að ríkja sam- keppni á þessu sviði eins og öðr- um í samfélaginu. Sú samkeppni sem hefur þróast í uppbyggingu og rekstri háskóla á Íslandi á síðustu tveimur til þremur áratugum hefur skilað miklu til samfélagsins. Há- skólarnir keppast við að uppfylla þarfir nemenda og reyna að standa sig. Miklar og jákvæðar breytingar hafa orðið á þessum tíma og í heild eru íslenskir háskólar mun sterk- ari en áður. Það yrði mikil aftur- för að hverfa til miðstýringar í há- skólakerfinu og ávísun á stöðnun og lakari háskóla.“ Árið 2010 fóru fram viðræður um sameiningu Háskólans á Bif- röst og Háskólans í Reykjavík, en að þeim loknum var ákveðið að Bifröst yrði sjálfstæð eining. Vil- hjálmur segir að skólinn hafi ekki áform um frumkvæði í samein- ingarmálum. „Verði ákveðið ann- ars staðar að leita eftir viðræðum við Háskólann á Bifröst og ein- hver alvara liggur þar að baki þarf að sjálfsögðu að fara yfir málið. Ef leitað verður til Háskólans á Bifröst af hálfu Hólaskóla er það væntanlega raunhæfasti mögu- leikinn til sameiningar við ann- an skóla en það er annarra að setja það mál af stað.“ Vilhjálmur segir að engin töfra- tala sé til fyrir fjölda háskóla á Ís- landi. „Aðalmálið er að skólarnir séu sjálfbærar einingar sem standa sig. Íslenskir háskólar kosta sam- félagið lítið borið saman við önn- ur lönd og háskólamenntun á Ís- landi hefur tekið stórstígum fram- förum og er um margt til mikillar fyrirmyndar ekki síst þegar litið er til hversu fámenn þjóð við erum.“ kóp Nafn: Ylfa Laxdal Unnarsdóttir. Aldur: 8 ára. Skóli: Grundaskóli. Hvenær lestu? Á kvöldin. Áttu uppáhalds bók? Reisubók Ólafíu Arndísar (höf. Kristjana Friðbjörnsdóttir). Áttu einhvern uppáhalds höf- und? Nei. Hvaða bók lastu síðast? Var- ið ykkur á Valahelli (höf. Iðunn Steinsdóttir). Viltu mæla með einhverri bók fyrir aðra krakka að lesa? Skrímslabækurnar eftir Áslaugu Jónsdóttur. Sumarlesari vikunnar Áfram heldur Sumarlesturinn á Bókasafni Akraness við Dal- braut, en sumarlestrinum lýkur 9. ágúst. Starfsmenn bókasafns- ins vilja hvetja alla krakka til að vera duglega að lesa á næstunni því senn líður að lokum átaks- ins. „Krakkar, verið dugleg að koma í bókasafnið og skrá lest- urinn ykkar. Þetta á sérstak- lega við ykkur sem eruð með í verkefninu, en hafið ekki kom- ið og skráð hvað þið hafa verið að lesa,“ vildu starfsmenn bóka- safnsins koma á framfæri. Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ (t.v.) notaði tækifærið og sæmdi þá Jón J. Haraldsson og Þórð Sigurðsson gullmerki sambandsins fyrir þeirra framlag til golf- íþróttarinnar á Íslandi. Margir sóttu afmælishátíð GB Gestir hlýða á ávarp Ingva Árnasonar formanns GB. Ekki eining um sameiningu háskóla Ágúst Sigurðsson, rektor Lbhí á Hvanneyri. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.