Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Jónas Sigurðsson er fæddur árið 1944 á Kóngsbakka í Helgafells- sveit en fluttist tveggja ára gamall til Stykkishólms þar sem hann hef- ur að mestu leyti búið síðan. Jónas var heiðraður af sjómannadagsráði Stykkishólms á síðasta sjómanna- dag, fyrir rúmlega 50 ára starf sem sjómaður og skipstjóri. Blaðamað- ur Skessuhorns fór í heimsókn til Jónasar og ræddi við hann um sjó- mennskuna. Jónas fór fyrst á sjóinn á fullum hlut þegar hann var rétt orðinn 16 ára gamall. Áður hafði hann unn- ið ýmis önnur störf. „Sumarið þeg- ar ég var fimmtán ára var ég í vega- vinnu. Þá unnum við frá sjö til sjö til að vinna af okkur laugardaginn. Við fórum alltaf heim á föstudags- kvöldum. Áður en ég fór fast á sjó- inn hafði ég þvælst nokkra róðra upp á hálfan hlut, í páskafríum og um helgar. Þá voru kannski tveir 14 eða 15 ára guttar að fara tveir sam- an upp á hálfan hlut hvort þegar vantaði mann,“ segir Jónas. Hefði ekki vilja missa af árunum á Runólfi Jónas réri frá Grundarfirði á 100 tonna skipinu Runólfi í tvö ár. „Þá var ég hjá Gvendi Runólfssyni á net- um og síld. Þá var farið norður fyr- ir land á síld með vorinu. Á haust- in var farið á síld vestur af land- inu fram í febrúar, en eftir það var farið á netin. Þetta voru góð ár og ég hefði ekki viljað missa af þeim. Gvendur var frábær karl,“ segir Jónas. Hann hafði fengið mynda- vél í fermingagjöf frá frænku sinni í Bandaríkjunum og var dugleg- ur við að taka myndir með henni. Nokkrar myndir tók hann frá víð- frægum túr á Runólfi. „Eitt vorið á Runólfi vorum við á netum enn, en það var búið að vera treg veiði. Þá var síldarnótin tekin fram, lest- in fyllt af síld og netin dregin eft- ir það. Þá var mokfiskirí í netin, 27 tonn af fiski og það þurfti bara að setja allt á dekkið. Ekkert annað að gera í stöðunni.“ Haustið 1963 fór Jónas í Stýri- mannaskólann í Reykjavík þar sem hann stundaði nám í tvo vet- ur. Á þeim tíma átti sér stað mik- il uppbygging og endurnýjun á ís- lenska fiskiflotanum. Skipum fjölg- aði og þau stækkuðu hratt. „Þá voru margir í Stýrimannaskólanum eða um 200 manns. Mönnum stóð til boða að fara úr 120 tonna réttind- um í 200 á einum vetri og margir nýttu sér það. Þegar ég útskrifaðist 1965 voru örugglega 80-90 manns útskrifaðir,“ segir Jónas. Eftir stýri- mannsnámið réri Jónas á snur- voð í Reykjavík eitt sumar og eft- ir það var hann í eitt ár á Freyfaxa frá Keflavík. „Eftir það fór ég á Ísa- fjörð, þar sem ég var í þrjú ár.“ Fjöldi skipa fórst Jónas réri frá Ísafirði á skipinu Guðrúnu Jónsdóttur, fyrst sem stýrimaður en svo sem skipstjóri. Guðrún var 150 tonna skip í eigu Gunnvarar sem áður var siglt á netaveiðar, línu og síld. Á þessum árum var mikið um sjóskaða á Vest- fjörðum. Aðfararnótt 5. febrúar 1968 gekk aftakaveður með blind- hríð og frosti yfir Vestfirði, tvö skip fórust og það þriðja strandaði. Heiðrún II frá Bolungarvík fórst með sex manns um borð og breski togarinn Ross Cleveland frá Hull fórst og bjargaðist einungis einn af 19 manna áhöfn. Breski togar- inn Notts County strandaði í Ísa- fjarðardjúpi sömu nótt, en áhöfn- in á Varðskipinu Óðni bjargaði 18 áhafnarmeðlimum togarans af 19 og fór með þá til Ísafjarðar. Mik- ill fjöldi manna á mörgum skip- um tók þátt í leit næstu daga. „Ég man að ég var farinn að sofa á Ísa- firði en vaknaði við þessi gífurlegu læti. Þetta veður skall á einn, tveir og þrír. Á þessum árum fórst mik- ið af skipum og þar af þrír bátar frá Súðavík, sem var mikil blóðtaka fyr- ir ekki stærra samfélag. Við vorum mikið við leitir en það var alls ekki oft sem menn björguðust á þessum bátum. Það var mjög kalt á þessum árum og mikill ís við landið. Sjáv- arhiti var lágur og ég held að ísing hafi í flestum tilfellum farið með þessa báta, bæði með Ross Cleve- land og Heiðrúnu frá Bolungar- vík í Ísafjarðardjúpi. Ég held að engum hefði dottið í hug að þess- ir bátar væru í hættu inni í djúpi þó það væri hífandi rok. Frostið var samt svo mikið og sjórinn kaldur að allt sem frussaðist yfir bátana fraus fast,“ segir Jónas. Heiðrún II var smíðuð á Akranesi árið 1963 og hét þá Páll Pálsson. Fyrstu föstu vaktirnar Árið 1969 kom Jónas aftur til Stykkishólms þar sem hann hef- ur búið síðan. „Þá var ég með bát sem hét Guðbjörg og hann var ég með fram á haustið 1970 þegar ég hóf störf sem stýrimaður og afleys- ingaskipstjóri á Baldri. Þar var ég til 1977,“ segir Jónas. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skemmti- legt starf segir Jónas: „Nei, þá var þetta bara bátpungur og það var allt í lagi að vera í flutningunum en ekki farþegaflutningum. Engin að- staða var fyrir fólk um borð.“ Um áramótin 1977-8 fór Jónas á Þórs- nes II þar sem róið var á línu, net og síld áfram. Hann var á Þórsnesi fram til sumarsins 2004. „Þá fór ég á Gullhólmann og réri á honum allt þar til ég hætti sjómennsku fyr- ir rúmu ári síðan,“ segir Jónas. Fyrst um sinn var Jónas Stýri- maður á Gullhólmanum áður en hann tók við sem skipstjóri. Gull- hólminn var fyrsta plássið þar sem Jónas upplifði fastar vaktir. „Þetta var mesti lúxus sem ég hafði kom- ist í fram til þessa. Að vera á föst- um sex og sex vöktum. Áður var bara staðið við þetta og dagarn- ir gátur orðið helvíti langir. Þegar ég byrjaði á útilegu á línu var hand- beitt um borð og maður var hang- andi yfir þessu allan sólarhringinn. Það voru ekki margir dagarnir þar sem við náðum að sofa í sex tíma eða meira. Yfirleitt var sofið í um fjóra tíma á dag. Það er ótrúlegt hvað verið er að draga og afkasta meira með öllum þessum vélbún- aði sem nú er kominn,“ segir Jón- as að lokum. sko Félag harmonikkuunnenda í Reykja- vík (FHUR ) verður með heilmikla dagskrá á hátíðinni „Nú er lag“ sem haldin verður á Varmalandi í Borg- arfirði um komandi helgi. Er þetta í þriðja skipti sem hátíðin er hald- in þar en áður fór hún fram í Árnesi í Gnúp- verjahreppi um tíu ára skeið uns hún var færð að Varmalandi. Vinsældir henn- ar hafa verið vaxandi síðan. Dagskrá há- tíðarinnar í ár nær yfir þrjá daga, frá föstu- degi til sunnu- dags, og er nóg um að vera fyr- ir þá sem hana sækja. Meðal dagskrárliða er fjölda tónleika, sýninga og sala hljóðfæra. Að sjálfsögðu verður síðan slegið upp harmonikkudansleikjum á laug- ardags- og sunnudagskvöldum. Að sögn Friðjóns Hallgrímssonar, for- manns skemmtinefndar FHUR, hafa hátíðir síðustu ára gengið vel og er aðsókn alltaf að aukast. „Þetta er eitt stærsta harm- onikkumót sem haldið er hér á landi. Á mótinu, eins og á öðr- um harmonikkumótum, snýst líf- ið um að leika eða hlusta á harm- o n i k k u - tónlist frá morgni til k v ö l d s , “ segir Frið- jón sem býst við að fjöldi m a n n s m u n i sækja á hátíðina í ár en góð t j a l d a ð - staða er á Varma- l a n d i . D a g s k r á h á t í ð a r - innar má sjá auglýsta í Skessuhorni þessa vikuna. jsb Félagarnir Marteinn Þór Vig- fússon og Pálmi Þór Jóhannsson veiddu vænan sjóbirting á Akra- nesbryggju þriðjudaginn 23. júlí. Að sögn starfsmanna í hafnarhús- inu við Akraneshöfn þykir þetta óvenjulegt og er mjög sjaldgæft að fiskur af þessari tegund veiðist við höfnina „Það heyrist af þessu á svona 10 ára fresti. Menn voru að fá einn og einn lax hérna upp- úr 1980 þegar eldislax slapp úr Hvalfirði en annars heyrir maður afar lítið um að menn séu að veiða svona fisk hérna,“ sagði hafnar- vörður á vakt í hafnarhúsinu í samtali við Skessuhorn. Sjóbirtingurinn veiddist á spún sem líkir eftir sandsíli og var Mar- teinn Þór um tíu mínútur að ná honum á land. „Það voru svaka- leg læti í honum og það var frek- ar erfitt að koma honum upp á bryggjuna. Okkur datt strax í hug að þetta væri eitthvað sérstakt þar sem það voru margir aðrir að veiða á bryggjunni en enginn bú- inn að veiða svona fisk nema við,“ segir Marteinn Þór um veiðina. Við höfnina veiðist mest af ufsa, marhnúti og þorski en einnig hef- ur verið mikið um makríl síðustu sumur þó hann sé ekki enn farinn að láta sjá sig mikið í sumar. jsb Marteinn Þór með sjóbirtinginn stuttu eftir að hann kom honum upp á bryggjuna. Ljósm. Pálmi Þór Jóhanns. Sjóbirtingur veiddist á Akranesbryggju Harmonikkustemning á tjaldsvæðinu í Varmalandi á hátíðinni í fyrra. Harmonikkuhátíðin Nú er lag haldin á Varmalandi um helgina Eftir að hafa fyllt lestina af síld var nauðsynlegt að setja 27 tonn af þorski á dekkið. Myndina tók Jónas. Áfallalaus sjómennska í 50 ár Rætt við Jónas Sigurðsson í Stykkishólmi Jónas Sigurðsson starfaði í rúm 50 ár sem sjómaður. Þessi mynd er frá því þegar Jónas var heiðraður af sjómannadagsráði. Með honum á mynd er kona hans Árný Ingibjörg Ólafsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.