Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Foreldrar eru bestir í for vö rn um . Forvarnarhópur Borgarbyggðar Sumarið er tíminn Saman í sundi, saman í tjaldi, saman að ganga, saman að grilla, saman að veiða, saman að spila, saman að syngja, saman í sportinu, saman á hestbaki. Samver a foreldra og ung linga er besta forvörnin S K E S S U H O R N 2 01 3 Microsoft er vörumerki sem flest- allir þekkja og sá tölvunotandi sem ekki hefur notað eitthvað af vörum tölvurisans er vandfundinn. Heim- ir Fannar Gunnlaugsson Akurnes- ingur hefur nú verið ráðinn fram- kvæmdarstjóri Microsoft á Íslandi, en hann tekur til starfa 19. ágúst. Heimir er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1972. Hann býr í Jörundarholti ásamt konu sinni, Halldóru Andreu Árnadóttur, kennara í Grundaskóla, og börnum þeirra tveimur, þeim Aldísi Ylfu, 17 ára, og Árna Salvari, 10 ára. „Ég hef búið á Akranesi mest alla mína hunds- og kattartíð. Ég sprikl- aði mikið í íþróttum sem strákur, var bæði í fótbolta og körfubolta. Gekk í Brekkubæjar- og Grund- arskóla og síðan í Fjölbrautarskól- ann. Var þar á fullu í félagsmálum og eftir stúdentinn langaði mig að breyta til og fara ekki alveg hina gullnu meðalleið. Ég hélt því til Svíþjóðar í nám í tölvunarfræði.“ Fjölmargir Skagamenn hafa risið til metorða í tæknigeiranum und- anfarin ár og þeir eru ófáir sem gegna mikilvægum stöðum í síma- eða tæknifyrirtækjum. Heimir tek- ur undir þetta, en segist þó ekki vita hverju það sæti. „Það er ekki eins og við séum hópur sem reis upp héðan af Skaganum. Þetta er bara skemmtileg tilviljun.“ Heimir var formaður Golf- klúbbsins Leynis til nokkurra ára. „Já, mér fannst frábært að fá smá tækifæri til að stimpla mig inn í íþrótta- og félagsstarf hér á Akranesi. Ég hef annars starfað í Reykjavík síðan 1996 og mér finnst stundum ég missa svolítið tengsl- in við Skagann, en það er kannski bara ímyndun.“ Menntaði mig til áhugans Segja má að tilviljun hafi ráðið því að Heimir Fannar hefur starf- að í tölvubransanum öll þessi ár, eða síðan árið 1996. „Að vissu leyti stjórnast lífið svolítið af tilviljun- um og það má segja að ég hafi af tilviljun farið í tölvunarfræði. Mig langaði til Svíþjóðar, en ekki endi- lega í tölvunarfræði. Ég hafði eng- an rosalegan áhuga á tölvum, spil- aði ekki mikið af tölvuleikjum sem barn, var bara enginn sérstakur áhugamaður um tölvur. Ég ákvað samt að láta slag standa og þegar leið á námið kom keppnismaður- inn upp í mér og ég ákvað að klára það. Þannig kom áhuginn. Það má eiginlega segja að ég hafi menntað mig til áhuga á tölvum. Síðan byrjaði ég að vinna hjá Tæknival 1996 og þá var Micro- soft frekar kúl og skemmtilegt. Ég byrjaði fljótlega að vinna með hug- búnaðarlausnir í Microsoft og hef í gegnum tíðina unnið með fjöl- mörgum viðskiptavinum að marg- víslegum hugbúnaðarlausnum og að mjög stóru leyti í Microsoft hug- búnaði. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt umhverfi, þess vegna finnst mér þetta tækifæri núna sér- staklega skemmtilegt.“ Heimir segir að það sé gríðarlega mikilvægt að koma sér upp góðu tengslaneti. Það hafi fleytt honum langt. „Ég hef bæði unnið í eigin rekstri sem og fyrir stærri félög á Íslandi og allt hefur þetta sína kosti og galla en það sem ég myndi segja að hafi skilað mér mestu eru fjöl- breytt verkefni á Íslandi og Norð- urlöndunum þar sem ég hef t.d. unnið með hléum í þrjú ár í Dan- mörku, byggt upp starfsemi í ráð- gjafaþjónustu og hugbúnaði í Sví- þjóð og síðar búið í Stokkhólmi í tvö ár, frá 2009 til 2011. Í tengslum við þetta hef ég ferðast mikið og kynnst frábæru fólki sem er kjarn- inn í því sem ég skilgreini sem mitt tengslanet í dag. Þetta er gríðar- lega verðmætt.“ Eigin rekstur undanfarin ár Árið 2010 ákvað Heimir að söðla um og fara út í eigin rekstur, en hann fékk ásamt félögum sínum umboð fyrir sænska hugbúnað sem heitir QlikView. Þá nýttist tengsl- anetið vel. „Ég fann hve mikilvægt heilbrigt og gott tengslanet er og fyrirtækið hefur byggst að stóru leyti upp á því. Mér leið mjög vel með þessa uppbyggingu og fann hvað það skiptir gríðarlega miklu máli að geta gengið til fólks, tekið í höndina á því og finna að því líður jafn vel með það og þér. Það hef- ur fleytt mér ansi langt í lífinu að koma fram af heilindum.“ QlikView er hugbúnaður sem nýtist fyrirtækjum af öllum stærð- um og gerðum og gerir starfs- mönnum kleift að greina upplýs- ingar sem leynast í upplýsingakerf- um þess á einfaldan hátt. „Fyrir- tæki eru með mikinn fjölda af ólík- um hugbúnaðarlausnum, hvort sem það er frá Microsoft eða öðr- um aðilum. QlikView sækir þessi gögn, splæsir þeim saman og set- ur upp í alls konar myndir á mjög fljótvirkan og einfaldan hátt,“ seg- ir Heimir. Fyrirtækið hefur gengið vel og er með stóra viðskiptavini á sínum snærum, svo sem Reykjavíkurborg, Nova og Bláa Lónið. Nú er Heim- ir hins vegar á förum frá því á mið Microsoft, en hann segist eiga von á því að farsæl lausn finnist á því hvað verði um það. Gjörbreytt umhverfi Heimir Fannar er þriðji forstjóri Microsoft á Íslandi og hann segir að forverar sínir hafi unnið braut- ryðjendastarf. Hann segir Micro- soft hafa gert mikið fyrir íslensk- an markað á síðustu árum, skýrasta dæmið um það sé íslenskun á Of- fice-pakkanum og Windows stýri- kerfinu. Hann taki því við keflinu í góðu búi og haldi áfram, þó með nýjum áherslum. „Tölvuheimurinn hefur breyst mikið á undanförnum árum, og það gríðarlega hratt, og á eftir að breytast enn hraðar á næstu fimm árum. Það hefur orðið gríð- arleg framþróun í hugbúnaði og einnig því hvernig við notum tölv- ur og upplýsingatækni. Það sem áður var geymt á diskettum þegar ég var að byrja í skóla er nú geymt á internetinu. Það skiptir þig sem notenda orðið engu máli hvort fjölskyldumyndirnar þínar eru í al- búmi í stofunni eða liggja út á int- ernetinu þar sem þú kemst með öruggum hætti til að skoða þær. Hvort þessar myndir séu geymd- ar á Íslandi eða í útlöndum veist þú sjaldnast mikið um. Allt það sem er að gerast í kring- um spjaldtölvur er frábært dæmi. Þú ert að vinna með mikið af upp- lýsingum sem þú síðan geymir í skýinu – sem er bara internetið í rauninni. Þetta býður upp á gríð- arleg tækifæri á ýmsum sviðum svo sem í skólastarfi, eða rekstri fyrir- tækja og sveitarfélaga, og síðast en ekki síst býður þetta upp á fjölmörg tækifæri í nýsköpun í atvinnulífinu. Með þessari einföldun í aðgengi að upplýsingum og upplýsingakerfum má segja að staðsetning notandans sé algjörlega óháð því hvar gögnin eru staðsett. Fyrirtæki eru þannig orðin mjög hreyfanleg, mín skrif- stofa undanfarin 3 ár hafa að hluta til verið kaffihús út um borg og bý, sem mér finnst alls ekki leiðinlegt. Mér finnst þessi framtíð gríð- arlega spennandi og ég held að Microsoft með sinni nærveru á ís- lenskum markaði eigi eftir að vera í farabroddi og jafnvel leiðandi aðili, ég vona það allavega.“ Styðja við samstarfsaðila Rúmlega tíu manns starfa hjá Microsoft á Íslandi, en höfuðstöðv- ar þess eru í Borgartúni í Reykja- vík. Það er rekið af Microsoft Int- ernational, en er sjálfstæð ein- ing undir danska útibúi Microsoft. Starfið felst fyrst og fremst í því að bera uppi merki Microsoft á Íslandi gagnvart viðskiptavinum af öll- um stærðum og gerðum og styðja þannig við fjölmarga samstarfsaðila sem bjóða upp á hugbúnaðarlausn- ir Microsoft. „Það eru fjölmargir samstarfsaðilar, til að mynda hér á Vesturlandi, eins og Omnis og Sec- urStore. Við setjum saman teymi og skoðum hvað megi betur fara til að gera það besta úr vörum Micro- soft. Við hjálpum fyrirtækjum til að nýta fjárfestingu sína eins vel og hægt er og einnig að horfa til þarfa þeirra til framtíðar. Ég verð í því að halda utan um þetta starf.“ Heimir Fannar segir að á næstu árum megi búast við meiri áherslu hjá Microsoft á ýmsan búnað eins og sjá megi á spjaldtölvu mark- aðnum og snjallsíma markaðnum. „Þetta er frábær tími til að fá að vera þáttakandi í þessu ferli og mik- il tækifæri framundan. Við sjáum það til að mynda hjá samkeppnis- aðilum að þar er áherslan meiri á búnaðinn sjálfan, en ekki hugbún- aðinn sem hann hýsir. Ég hef trú á því að Microsoft muni fara meira inn á þessa braut. Við ólumst flest öll upp við Microsoft hugbúnað. Stundum er síðan skipt yfir í önnur kerfi og við það glatast uppsöfnuð þekking og reynsla. Við þurfum að tryggja áhuga notenda á að nota Microsoft búnað áfram og ég held að þangað séum við að stefna, en við skulum bíða og sjá.“ Heimir Fannar segir að það sé mjög mikilvægt að styðja vel við bakið á samstarfsaðilum Microsoft. Vörumerkið sé sterkt frá grunni og bjóði upp á gríðarlega mörg tæki- færi. „Hugbúnaður Microsoft hef- ur gengið mjög vel og það er fullt af einstaklingum og fyrirtækjum sem byggja tilvist sína á því að Micro- soft standi undir merkjum og af- hendi framúrskarandi lausnir. Við þurfum ekki annað en að horfa til hugbúnaðar eins og Navision, sem er viðskiptahugbúnaður, eða Excel. Síðarnefndi búnaðurinn er notað- ur í alls kyns reikninga og heilu forritin hafa verið skrifuð í Excel. Það er mikilvægt að styðja við sam- starfsaðila Microsoft og vinna sem best að framþróun með þeim. Það má í raun segja að ég sé að fara að taka við starfi sem nokkurs fánaberi Microsoft á Íslandi og ég hlakka mikið til.“ kóp Skagamaðurinn Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn forstjóri Microsoft á Íslandi. Hann segir gríðarlega spennandi tíma framundan í tölvunotkun ein- staklinga og fyrirtækja. Skagamaður boðberi Microsoft Rætt við Heimi Fannar Gunnlaugsson á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.