Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Í nýjasta tölublaði Framkvæmda- frétta Vegagerðarinnar birtust þessar fróðlegu myndir af Búlands- höfða á Snæfellsnesi. Eldri myndin er frá árinu 1944 en sú yngri tekin á þessu ári. Á lýðveldisárinu var ein- ungis hestaslóð fyrir Búlandshöfða sem eins og sjá má lá í miklum bratta og var mjög vandfarin. Bíl- vegur var fyrst lagður fyrir höfðann árið 1962 en núverandi vegur var gerður árið 1999. Klettarnir efst til hægri á báðum myndum eru greini- lega hinir sömu en skriðan sem sjá má á eldri myndinni er horfin þar sem henni var ýtt niður fyrir þegar vegagerð hófst um höfðann. hlh Feðgarnir Þór Magnússon og Ægir Þór Þórsson hafa farið í skipulagð- ar hópferðir niður í Vatnshelli á ut- anverðu Snæfellsnesi um nokkurra ára skeið fyrir Þjóðgarðinn Snæ- fellsjökul. Í sumar, og að minnsta kosti fram að áramótum, sinna þeir leiðsögn um hellinn í verktöku. Blaðamaður Skessuhorns fór í ferð í Vatnshelli og kynnti sér hvernig gengið hefur í sumar. „Þetta hefur gengið eins og við vonuðumst til, fór hæfilega af stað og hefur gengið frábærlega í sumar, enda höfum við á að skipa frábæru og samheldnu starfsfólki“ segir Þór í samtali við Skessuhorn. Farnar eru átta til níu ferðir á dag og yfirleitt eru þrír leiðsögu- menn á svæðinu sem skipta ferðun- um með sér. „Við reynum að sinna öllum, bið á milli ferða er ekki löng og örfáir sem hafa þurft að bíða til næstu ferðar. Sumarið hefur geng- ið mjög vel og við finnum fyrir því að full þörf er á góðri leiðsögn um íslenska náttúru. Eldgosin á síð- ustu árum eru fólki ofarlega í huga og bæði íslenskir og erlendir ferða- menn vilja fræðast um og upplifa undur hellanna. Með leyfi frá Bárði Snæfellsás Um 15 manns, bæði erlendir og innlendir fóru í hellinn þegar blaða- maður var með í för og var ferðin mjög skemmtileg og er margt að sjá í Vatnshelli. Ferðin gekk mjög vel og voru allir gestir ánægðir. „Við leggjum mikinn metnað í að vera fagmannleg, að vera með góð- an útbúnað og að kunna góð skil á fyrstu hjálp. Nýlega héldum við æf- ingu með viðbragðsaðilum á svæð- inu sem fólst í að flytja þurfti slas- aðan einstakling upp á yfirborðið. Þó slysahætta sé lítil ef farið er eftir leiðbeiningum þá þarf viðbúnaður að vera í lagi og við höldum reglu- lega æfingar,“ segir Þór. Leiðsögu- mennirnir hvetja gesti til að ganga vel um landið, þjóðgarðinn og hell- ana og segjast vera með leyfi frá tröllunum og Bárði Snæfellsás til að kíkja í Vatnshelli, svo framarlega sem loforð um góða umgengni séu haldin. sko Nafn: Þórdís Björgvinsdóttir Starfsheiti/fyrirtæki? Starfsmað- ur Átthagastofu,Upplýsingamið- stöðvar Snæfellsbæjar og Pakk- hússins. Fjölskylduhagir/búseta? Gift og á 3 börn, Soffíu Rós 20 ára, Kristfríði Rós 18 ára og Stein- þór 16 ára. Áhugamál? Ferðalög, skriftir, ljósmyndun og margt fleira. Vinnudagurinn: Miðvikudagur- inn 24. Júlí. Mætt til vinnu klukkan og það fyrsta sem þú gerðir eftir mæt- ingu? Vinnudagurinn minn byrj- aði kl. 9 og það fyrsta sem ég gerði var að koma við í Ólafsvík- urkirkju og opna hana og taka svo á móti hópi ferðamanna sem að beið mín fyrir utan Átthagastofu. Klukkan 10 var ég að? Svara tölvupóstum varðandi fyrirspurn- ir um tjaldsvæði og afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn. Hádegið? Var að senda myndir og lesa yfir umfjöllun sem verð- ur í Atlantica og Iceland Review varðandi Snæfellsnesið í sam- vinnu við Öldu Hlín Karlsdóttir sem er menningar- og markaðs- fulltrúi Grundarfjarðarbæjar. Klukkan 14 var ég að? Af- greiða ferðamenn í Pakkhúsinu sem voru að kaupa sér lopapeys- ur. Pakkhúsið er byggðasafn Snæ- fellsbæjar og þar er einnig hand- verkssala heimafólks. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég var að vinna til kl. 18 og það síð- asta sem ég gerði var að loka Ólafsvíkurkirkju. Fastir liðir alla daga? Að upp- lýsa ferðamenn um áhugaverða staði á Snæfellsnesi. Hvað stendur upp úr eft- ir vinnudaginn? Ánægðir ferða- menn sem eiga ekki til orð yfir landinu okkar. Þjóðarstoltið mitt er á köflum yfir meðallagi eftir vinnudaginn! Var hann hefðbundinn? Eng- inn dagur í Átthagastofunni er hefðbundinn, hingað kemur fólk hvaðanæva úr heiminum með ólíkar áherslur og númer eitt, tvö og þrjú er að mæta því. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Í maí. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Nei, einungis sumarvinna, er samt að sannfæra ferðamenn núna um hásumar um dásemd Snæfellsness að vetrarlagi, norð- urljósin, stjörnurnar og það sem fylgir. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una?Já, alltaf. Eitthvað að lokum? Velkomin í Snæfellsbæ! Dag ur í lífi... Starfsmanns Átthagastofu í Ólafsvík Búlandshöfði þá og nú Ferðir í Vatnshelli í sumar hafa gengið vel Þar sem neðst er farið í hellinn er komið á 35 metra dýpi. Auk þeirra feðga Þórs og Ægis starfa þær Arndís Dögg, Guðbjörg Soffía og Tinna Björk sem leiðsögumenn. Ferðamenn frá meðal annars Danmörku og Frakklandi fóru í hellinn, auk Ís- lendinga. Þór kynnir hér öryggisatriðin fyrir öllum. Vel er hægt að sjá hvar hraunið hefur runnið um hellinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.