Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Örugg viðskipti í 30 ár Smiðjuvellir 17, Akranesi Sími 431-2622 www.bilas.is bilas@bilas.is SKE S S U H O R N 2 01 3 Söluaðilar á Vesturlandi fyrir: Seljum allar gerðir bíla Nýja og notaða FÓLKSBÍLA – ATVINNUBÍLA FERÐABÍLA – VAGNA Sýningabílar á staðnum Sameiginlegt lið Snæfells og Geislans tapaði 3:1 gegn liði Kormáks/Hvatar á Hvamms- tangavelli á laugardaginn í 11. umferð B-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn voru betri aðilinn í leiknum og kom- ust í þriggja marka forystu áður en Gunnar Páll Einarsson náði að minnka muninn fyrir Snæ- fell/Geislann á 87. mínútu. Lengra komust gestirnir ekki og lokatölur því 3:1 fyrir Húnvetn- inga. Snæfell/Geislinn situr á botni riðilsins eftir leikinn með fjögur stig. Næsti leikur liðins er gegn KB 10. ágúst nk. á Stykkis- hólmsvelli. jsb Skagamenn mættu Val á útivelli á mánudaginn í hreint ótrúlegum leik í 13. umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn endaði 6:4 fyrir Val. Fyrri hálfleikur var væg- ast fjörugur, Valsmenn komust yfir á 15. mínútu en ÍA jafnaði á strax á 17. mínútu þegar Ármann Smári Björnsson skoraði með skalla. Garð- ar Bergmann Gunnlaugsson kom Skagamönnum síðan yfir eftir sam- spil fimm mínútum síðar. Forystan var þó skammvinn því Valur jafnaði á 24. mínútu. Fyrirliði Skagamanna, Jóhannes Karl Guðjónsson, kom sínum mönnum loks aftur yfir á 32. mínútu. Áður en fyrri hálfleikur var allur náðu Valsmenn hins vegar að skora tvö mörk sem tryggði þeim forystu á nýjan leik. Staðan í hálf- leik 4:3 fyrir heimamenn. Seinni hálfleikur var allt annar leikur en sá fyrri. Lítið var að ger- ast framan af og virtust bæði lið þreytt eftir atgang fyrri hálfleiks. Á 75. mínútu bættu Valsmenn síðan við enn einu markinu. Skagamenn gáfust þó ekki upp og á 89. mínútu skoraði Garðar Bergmann sitt ann- að mark í leiknum eftir hreint ótrú- legan undirbúning frá Jóhannesi Karli. Lokamínúturnar einkennd- ust af töluverðri baráttu og reyndu Skagamenn hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn. Barátta þeirra bar ekki árangur því Valsmenn komust í sókn og skoruðu tíunda mark leiks- ins á 92. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur því 6:4 fyrir Val. ÍA er því áfram með sjö stig í deildinni og vermir liðið 11. sæt- ið. Næsti leikur Skagamanna verð- ur 11. ágúst þegar liðið mætir Fram á Laugardalsvelli. jsb Grundarfjörður og Magni frá Grenivík áttust við á föstudag- inn á Grundarfjarðarvelli í 12. umferð 3. deildar karla í knatt- spyrnu. Mikill fjöldi áhorfenda var á vellinum og góð stemmn- ing. Töluvert var í húfi, enda bæði lið í fall sætum, og bar leik- urinn þess merki í fyrri hálfeik. Liðin léku fremur varfærnislega og gerðist fátt markvert. Staðan í leikhléi var 0-0. Í síðari hálfleik náðu Magna- menn óvænt forystunni með marki úr aukaspyrnu á 54. mín- útu. Aðeins sjö mínútum síðar, eða á 61. mínútu, geystist mið- vörðurinn Dominik Bajda upp allan völlinn fyrir Grundfirðinga og fékk góða stungusendingu inn fyrir vörn gestanna og afgreiddi boltann snyrtilega í netið og jafn- aði þar með leikinn fyrir heima- menn. Markið gaf Grundfirðing- um byr undir báða vængi og voru þeir ívið hættulegri í sínum að- gerðum heldur en gestirnir það sem eftir lifði leiks. Sigurmark heimamanna leit hins vegar ekki dagsins ljós og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Liðin sitja því áfram á sama botnsstað í deild- inni en hafa nú 7 stig - Magni í 10. sæti en Grundarfjörður í 9. sæti. Næsti leikur Grundfirðinga fer fram 10. ágúst nk.þegar liðið mætir KFR á Hvolsvelli. tfk Káramenn frá Akranesi töp- uðu 5:0 gegn Leikni á Fáskrúðs- firði á laugardaginn í 3. deild karla í knattspyrnu. Aðeins 14 leikmenn voru í leikmannahópi Kára sem hélt austur og var með- al annars gamla fótboltakempan Valdimar K. Sigurðsson þjálfari liðsins í byrjunarliðinu. Leikn- ismenn komust yfir á 39. mín- útu og voru með eins marks for- ystu í hálfleik. Þegar tíu mínút- ur voru eftir af venjulegum leik- tíma hrundi hins vegar leikur Káramanna og fengu þeir fjög- ur mörk á sig með stuttu milli- bili. Eftir leikinn er Kári í 8. sæti deildarinnar með níu stig, tveim- ur stigum meira en lið Grund- arfjarðar og Magna frá Greni- vík sem verma fallsæti hennar. Næsti leikur Kára er föstudag- inn 9. ágúst nk. gegn Augnablik á Akranesvelli. jsb Lið Skallagrímsmanna í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 0:1 tap gegn liði KH úr Reykjavík á Skallagrímsvelli í Borgarnesi sl. miðvikudag. Gestirnir skoruðu mark sitt strax á 10. mínútu og héldu forskoti sínu allan leik- inn. Borgnesingar voru aftur á móti mun meira með boltann í leiknum og sóttu stíft að marki gestanna en án árangurs. Lið- ið féll því niður í 6. sæti B-rið- ils við tapið og hefur áfram ell- efu stig. Næsti leikur liðsins fór fram í gærkvöldi gegn liði Skín- andi í Garðabæ en Skessuhorn var farið í prentun áður en leik- urinn hófst. hlh Lið Víkings Ólafsvík gerði 1-1 jafn- tefli við lið Stjörnunnar frá Garða- bæ í kvöld á Ólafsvíkurvelli í 13. umferð Pepsi deildar karla í knatt- spyrnu. Gott veður var á leiknum og mæting góð, um 800 áhorfend- ur. Ólsarar voru fyrri til að skora í leiknum, eða á 17. mínútu, og var þar á ferðinni Alfreð Már Hjaltalín eftir slæm mistök Daníels Laxdals leikmanns Stjörnunnar. Heima- menn hresstust all verulega við þetta og voru ívið meira með bolt- ann fram eftir hálfleiknum, án þess þó að skapa sér nægjanlega góð marktækifæri. Hið sama var upp á teningnum í seinni hálfeik. Til tíðinda dró hins vegar á 75. mínútu þegar Garð- ar Jóhannsson jafnaði leikinn fyr- ir Garðbæinga. Gestirnir voru til alls líklegir eftir jöfnunarmarkið en það breyttist á 85. mínútu þegar leikmaður þeirra, Hörður Árnason, fékk beint rautt spjald eftir tveggja fóta tæklingu. Víkingar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og litu fleiri mörk ekki dagsins ljós. Urðu liðin því að gera sér jafntefli að góðu. Víkingar eru þar með komnir með tíu stig og eru sem stendur í 10. sæti Pepsi deildarinnar. Næsti leikur liðsins fer fram að verslunar- mannahelgi lokinni, eða miðviku- daginn 7. ágúst, þegar liðið leikur gegn Keflavík á útivelli. hlh Dominik Bajda fagnar marki sínu í leiknum. Jafntefli hjá Grundfirðingum Nokkrar breytingar hafa orðið á liðum ÍA og Víkings Ólafsvík undanfarna viku. Hjá ÍA er Jan Mikael Berg farinn frá félaginu og þá hefur Aron Ýmir Péturs- son verið lánaður til Þróttar í Reykjavík. Skagamenn eru einn- ig með spænskan leikmann á reynslu en ekki hefur verið sam- ið við hann ennþá. Ólafsvíking- ar hafa síðan bætt við sig einum nýjum leikmanni, Juan Manuel Torres Tena og er hann fimmti Spánverjinn sem gengur í þeirra raðir á tímabilinu. Leikmanna- skiptaglugginn lokar á miðnætti í kvöld og gætu því einhverjar fleiri breytingar átt sér stað hjá liðinum. jsb Nýir leikmenn í Víking og ÍA Guðmundur Magnússon skallar boltanum af krafti. Ljósm. af. Víkingur gerði jafntefli við Stjörnuna ÍA tapar í markaleik á Hlíðarenda Hólmarar tapa á Hvammstanga Skallagrímur tapaði Káramenn töpuðu stórt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.