Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 50

Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 50
 m H Skákin setur mark á mennina „Ég veit ekki hvort skákmenn eru nokkuð skrýtnari en fólk er flest, en kannski er ég ekki rétti maðurinn tii að svara því!“ sagði Friðrik Ólafsson, einn mesti skákmaður íslands, þegar við leituðum álits hans á því, hvort skákmenn væru öðru vísi en „venju- legt“ fólk. Og sennilega er það rétt hjá Friðrik, að aðrir en skákmenn ættu að svara þessari spurningu. En við héldum samt fast við okkar hlut og slepptum honum ekki. Friðrik sagði eftir að hafa lesið um rannsóknina, sem vitnað er til hér að framan, að sér sýndist spurning, hvort skákmenn væru einfarar eða hvort þeir yrðu einfarar af því að leika skák. „Skákin hlýtur í ríkum mæli að gera menn að einförum, því hún útheimtir gífurlega vinnu og ein- beitingu ef menn ætla að ná langt, þannig að lítill tími gefst fyrir annað. Ég vil t.d. benda á, að það er næstum því undantekning ef fremstu skák- menn heimsins eru fjölskyldumenn. Skákmenn gera sér yfirleitt ekki grillur um neitt — nema skákina!“ Við spurðum Friðrik í hvaða flokki hann myndi lenda: innhverfur-út- hverfur o.s.frv. „Ég myndi sennilega kallast inn- hverfur persónuleiki,“ svarar hann brosandi. „Ég er fremur hlédrægur maður, þótt það komi kannski ekki fram í skákstílnum." í greininni hér að framnn var vikið Friðrik Ólafsson: Skákmenn eru yf irleitt eins og fólk er flest! (Ljós- mynd: Þorvarður Árnason) að því áliti Rússanna, að Fischer hefði litla sköpunarhæfileika. Friðrik segir það ekki rétt vera. „Fischer hafði gífurlegt minni, hann mundi allt sem hann hafði lesið og séð. Auðvit- að er það ekki snilld í sjálfu sér, en það er snilld að geta notað minnið til að skapa eitthvað nýtt. Flann var kannski ekki frumlegur skákmaður, en hann nýtti afskaplega vel það sem hann kunni. Og auðvitað er það sköpun.“ Friðrik er einnig á því, að þeir Kasparoff og Karpov séu býsna ólíkir persónuleikar. Hann telur Kasparoff frekar úthverfan persónuleika, en Karpov innhverfan, svo notuð séu hugtökin í greininni hér á undan. „Kasparoff hefur hins vegar gífurlega sköpunargáfu, en Karpov geysilegan viljastyrk.“ Friðrik vill annars sem minnst skipta skákmönnum í flokka. „Ég held að þeir séu yfirleitt eins og fólk er flest,“ segir hann. „En eins og ég sagði áðan er skákin list, sem krefst gífurlegrar athygli og auðvitað mark- ast menn nokkuð af því. Menn geta aðeins treyst á sjálfa sig þegar á hólminn er komið, og að einhverju leyti hlýtur það að gera menn að einförum. Það, að einhverjir skák- menn hafa verið haldnir geðrænum kvillum, tel ég vera tilviljun — þeir hafa áreiðanlega ekki brjálast á því að tefla!“ Hvað er svona heillandi við skákina, spyrjum við þennan fyrsta stórmeistara íslands. Friðrik hlær. „Svei mér ef ég veit það!“ Síðan verður hann alvarlegri á svip. „Það er náttúrulega keppnin," segir hann. „Maður er að sanna sig fyrir öðrum og reyna styrk sinn. Síðan er það fegurðin í skákinni. Jú, víst er skákin falleg,“ heldur hann stíft fram, þegar undrunarsvipur færist yfir viðmæl- andann. „Ég veit, að fyrir þeim sem ekki eru mikið inni í skákinni hljóm- ar þetta undarlega, en skák getur ver- ið mjög falleg. Síðan fær sköpunar- gleðin mikla útrás í skákinni, og loks má nefna sælukenndina þegar vel gengur og maður sigrar. Ég hef yfir- leitt verið ánægðastur þegar ég hef teflt fallega — og unnið!“ 50 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.