Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 51

Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 51
„rökfesta" samkvæmt sálfræðipróf- inu vill taka ákvarðanir eins tíman- lega og unnt er. Þessi aðferð er tví- mælalaust virðingarverð, en sérfræð- ingarnir, sem „mældu“ skákmenn Bandaríkjanna, vilja þó meina, að hún geti leitt til ofskipulagningar og lítils sveigjanleika. Maður, sem myndi falla í „næmishópinn“, vill helst ekkert skipuleggja fram í tím- ann og heldur öllum möguleikum opnum eins lengi og unnt er. Stund- um lendir þá allt í vitleysu, en stund- um tekst slíkri manneskju einnig að finna bráðsnjallar lausnir á síðustu stundu og lagar sig undrafljótt að breyttum aðstæðum. Bæði almenningur og bestu skák- menn Bandaríkjanna skiptast nokk- uð jafnt á báða hópana, segja sér- fræðingarnir. Það vekur hins vegar athygli, að leikstíll skákmanna mark- ast mjög af því í hvorn hópinn þeir falla. Skákmenn, sem falla í „rök- festuhópinn“, leggja gífurlega áherslu á heimavinnu sína fyrir leiki, skipuleggja skákmót út í ystu æsar og forðast yfirleitt að taka áhættu. Hinir taka hins vegar gjarnan mikla áhættu og þeim líður greinilega best þegar sem mest getur farið úrskeiðis, segja sérfræðingarnir. Þeir eru einnig sveigjanlegri en hinir og fljótari að ráða fram úr óvæntum atvikum. Ein helsti veikleiki þeirra er hins vegar sá, að þeir leggja ekki mikið í undir- búning og treysta frekar á hæfileika sína og reynslu. Þeim finnst gaman að fara yfir leiki og greina þá, en þeir snúa fljótt baki við kennslubókum. Fischer og Spassky, Karpov og Kasparoff Nú kann einhver að spyrja: Hver er svo tilgangurinn með þessari heilaleikfimi sálfræðinganna? Er nokkur bættari með því að vita allt þetta? Verða skákmenn betri þótt þeir viti þetta? Svarið er: Auðvitað verða menn ekki betri skákmenn fyrir vikið. En þeir sem skara fram úr vekja alltaf athygli hinna og koma af stað vanga- veltum. Því ber kannski fyrst og fremst að líta á þetta sem glens og gaman! En lítum að lokum á það, sem sérfræðingarnir hafa að segja um fjóra heimsmeistara í skák, þá Bobby Fischer, Boris Spassky, Anatoly Karpov og Gary Kasparoff. Sérfræðingarnir benda á, að þeir Boris Spassky og Bobby Fischer séu dæmigerðar andstæður í skákinni. Fischer vildi finna „sannleikann" í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar hann taldi sig hafa fundið „réttu“ byrjunina, vék hann vart frá henni það sem eftir var. Leikir hans þóttu einnig óhugnanlega nákvæmir. Leikaðferð hans jaðraði við ofstæki, segja sérfræðingarnir. Rússar gerðu óspart grín að Fisch- er í heimsmeistaraeinvíginu í Reykja- vík 1972. Þeir sögðu hann engan snef- il hafa af ímyndunarafli og enga sköpunarhæfni sýna — auðvitað ólíkt Spassky þeirra. Ekki taka sérfræðing- arnir undir þetta, þótt Spassky hafi þótt sýna öllu meiri tilþrif í leikjum sínum. Sérfræðingarnir létu sig heldur ekki muna um að spá fyrir um úrslit síðasta heimsmeistaraeinvígis milli þeirra Anatoly Karpov og Gary Kasparoffs. Einkunn þeirra var sú, að þarna yrði um að ræða einvígi gjörólíkra persónuleika. Margir skákunnendur sögðu fyrir einvígið, að Kasparoff vantaði drápsviljann til að gera út af við Karpov. En sérfræð- ingarnir bentu á, að skákskýrendum kynni að sjást yfir sköpunarhæfni Kasparoffs, sem sé einstaklega mikil. Og þetta reyndust orð að sönnu, eins og kunnuet er. W CERAMCHE fMARAZZI Flísar *ALFABORG í SKÚTUVOGI4 Flísar Marmari Baðinnréttingar Þakrennur Byggingadeild með MÝTT MAFM _______áður Mýborg - nú Álfaborg...__________ Á sama stad: SKÚTUVOGI4 Heð sama símanúmen 68 67 55 ÞJÓÐLÍF 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.