Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 16
VÍSINPI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 Ályktun: í samanburði við grunngildi fyrir meðferð eykur eins árs með- ferð með lyfinu natalizumab sjálfsstjómun MS-sjúklinga bæði að þeirra eigin mati og að mati aðstandenda þeirra. Einnig dregur lyfið verulega úr bæði þreytu og þunglyndi. 20 Áhrif natalizumab-meðferðar á vitsmunastarf MS-sjúklinga Sólveig Jónsdóttir, Haukur Hjaltason, Sóley Þráinsdóttir Taugalækningadeild Landspítala, læknadeild Háskóla íslands soljonsd@landspitali.is Inngangur: Mænusigg (Multiple Sclerosis, MS) er langvinnur taugasjúk- dómur, sem getur valdið fötlun og skert vinnugetu. Rannsóknir sýna að 45-65% sjúklinga með MS þjást af einhvers konar skerðingu á vitsmuna- starfi. Undanfarin ár hafa komið á markað öflug fyrirbyggjandi lyf, sem draga úr bólguvirkni og skemmdum í miðtaugakerfi MS-sjúklinga. Lítið er vitað um hvaða áhrif þessi lyf hafa á hugarstarf sjúklinga Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að athuga áhrif lyfsins natalizumab (Tysabri) á vitsmunastarf MS-sjúklinga með kastaform sjúkdómsins (relapsing-remitting MS). Aðferð: Þátttakendur í rannsókninni voru 40 MS-sjúklingar (meðal- aldur 41,7 ár; 23 konur og 17 karlar), sem fengu natalizumab meðferð á Landspítala 2008 til 2011. Einnig tóku þátt í rannsókninni 20 heil- brigðir einstaklingar á sama aldri og af sama kyni og sjúklingarnir. Taugasálfræðileg próf, sem mæla ýmsa þætti hugarstarfs, voru lögð fyrir sjúklingana áður en meðferð með natalizumab hófst og svo aftur eftir eins árs meðferð. Sömu verkefni voru lögð fyrir viðmiðunarhópinn með árs millibili. Breytingar voru metnar með Wilcoxon prófinu. Marktækni var miðuð við p=s0,05. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að fyrir meðferð voru MS-sjúklingarnir með lakari frammistöðu en heilbrigðir á öllum prófum, sem lögð voru fyrir. Eftir eins árs meðferð með natalizumab hafði frammistaða sjúklinga batnað marktækt á prófum, sem mæla hreyfihraða beggja handa (p=0,02 og 0,03), færni við að læra orðalista (p=0,00), seinkað minni á orðalista (p=0,00), endurheimt orða úr langtímaminni (p=0,01), mat á stefnu lína (p=0,03) og hugrænan hreyfihraða (p=0,01). Próf sem metur hömlur nálgaðist tölfræðilega marktækni (p=0,09). Frammistaða á öðrum prófum hélst óbreytt og versnaði ekki á neinu prófi. Frammistaða viðmiðunar- hópsins hélst óbreytt á öllum prófum, nema einu, með árs millibili. Ályktun: Natalizumab meðferð í eitt ár bætir ýmsa þætti vitsmunastarfs, einkum minni og stjórnunarfærni, hjá sjúklingum með MS. Mikilvægt er að leggja mat á vitræna þætti hjá MS-sjúklingum til að fylgjast með árangri lyfjameðferðar. 21 Áhrif taugaeinkenna á framkvæmd daglegra athafna (ADL): mismunur mælinga einstaklinga sem hlotið hafa heilablóðfall hægra og vinstra megin Guðnin Árnadóttir Iðjuþjálfun, endurhæfingardeild Landspítala, Grensási a-one@islandia.is Inngangur: Heilablóðföll í hægra og vinstra heilahveli (RCVA, LCVA) leiða til mismunandi taugaeinkenna. Fyrri rannsóknir hafa snúist um hvort munur sé á framkvæmdafærni til daglegra athafna (ADL) milli hópanna tveggja eða hvort fylgni sé milli mismunandi taugaeinkenna og ADL framkvæmdar. Mismunandi matstæki hafa verið notuð til að meta fylgni ADL og taugaeinkenna. Engar rannsóknir hafa fram að þessu verið gerðar til að kanna mismun beinna áhrifa taugeinkenna á framkvæmd ADL. Markmið: Að athuga hvort marktækur munur væri á áhrifum taugaein- kenna á ADL framkvæmd milli einstaklinga sem hlotið hafa heilablóðfall í hægra og vinstra heilahveli. Aðferðir: Með kvörðum A-ONE matstækisins má meta bæði fram- kvæmdafærni við daglegar athafnir (ADL kvarði) og áhrif taugaein- kenna á framkvæmd iðju (NB kvarði). Báðir kvarðarnir hafa verið Rasch greindir og eru því nothæfir til mælinga. A-ONE gögn 215 einstaklinga með heilablóðfall (RCVA= 103, LCVA = 112) fengin með afturvirku rann- sóknarsniði á endurhæfingardeild Landspítala, Grensási voru notuð við greininguna. ANCOVA var notað til að kanna marktækni mismunar á mæligildum, en með þeirri aðferð er hægt að hafa stjórn á hugsanlegum mismun á ADL færni einstaklinga í hópunum tveimur. Niðurstöður: Viðbúin fylgni (r = -0,57) kom fram milli ADL mæligilda og áhrifa taugaeinkenna á framkvæmd iðju. Enginn munur á hópunum kom fram á meðal áhrifum taugaeinkenna á framkvæmd iðju F [1, 212] = 2,910, p = 0,090 Ályktun: Rannsóknin er sú fyrsta sem gerð hefur verið til að rannsaka bein áhrif taugaeinkenna á framkvæmd iðju. Þrátt fyrir að heilablóð- fall í hægra og vinstra heilahveli leiði til mismunandi taugaeinkenna þá er enginn munur á meðaláhrifum einkennanna á ADL framkvæmd í hópunum. 22 Rasch-greining taugaatferliskvarða A-ONE Guðrún Árnadóttir Iðjuþjálfun, endurhæfingardeild Landspítala, Grensási a-one@islandia.is Inngangur: A-ONE matstækið (Ámadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation) er meðal annars notað til að meta áhrif taugaeinkenna á framkvæmd iðju. Á taugaatferlis kvarða A-ONE (NB kvarða) eru tví- og fimm kosta undirkvarðar þróaðir með hefðbundnum próffræði aðferðum. Kvarðarnir ásamt ADL kvarða matstækisins henta vel til að meta og lýsa ástandi og veita þannig nothæfar upplýsingar til íhlutunar. Hins vegar henta raðkvarðar ekki til að „mæla" breytingar á ástandi. Mikilvægi árangursmælinga í heilbrigðiskerfinu fer vaxandi. Markmið: Að kanna möguleika á þvíhvort hægt sé að breyta taugaatferl- iskvörðum A-ONE úr raðkvörðum yfir í mælikvarða með jafnbila eigin- leika. Aðferðir: A-ONE gögn 422 skjólstæðinga fengin með afturvirku rann- sóknarsniði á endurhæfingardeild Landspítala, Grensási og öldrunar- lækningadeild Landakoti vom greind með nútíma próffræði aðferðum. Gagnasöfnun var takmörkuð við sjúkdómsgreiningarnar heilablóðfall (n = 222) og elliglöp (n = 200). Gagnagreining fólst í „Goodness of Fit" greiningu atriða (MnSq s 1,4 og z < 2), PCA (Rasch þáttur > 60%, dreifitala fyrstu andstæðu < 5%), DIF og DTF, kvörðun atriða, dreifisam- svörun atriða og einstaklinga, aðgreiningaskrá (a 2) og áreiðanleikaskrá (a 0,8), auk fylgnistuðla. Við könnun á innra réttmæti kvarða var klínískt notagildi haft í huga auk tölfræðilegrar marktækni niðurstaðna. Niðurstöður: Nokkrir taugaatferliskvarðar komu fram, ýmist sértækir fyrir sjúkdómsgreiningu eða byggðir á gögnum sem endurspegla fleiri en eina sjúkdómsgreiningu. Þar má nefna 53 atriða CVA kvarða, 29 atriða kvarða fyrir alla þátttakendur, 51 atriða RCVA kvarða, 42 atriða LCVA kvarða og 49 atriða Alzheimer kvarða. Ályktun: Niðurstöður sýna að með notkun Rasch-greiningar er hægt að breyta NB raðkvörðum A-ONE í jafnbilakvarða nothæfum til mælinga. 16 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.