Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 5
Gæði - Öryggi - Þjónusta Ný DHB-dælulína frá Iron Pump Sérhannaðar til notkunar til sjós Leytið nánari upplýsinga Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is IR O N A 4 Lít ekki á mig sem sægreifa „Nei, blessaður vertu, ég lít ekki á mig sem neinn sægreifa. Ég er fyrst og fremst vinnumaður við þessa útgerð og ég hef ennþá mjög gaman af því sem ég er að fást við. Þegar manni líður vel í vinnunni, þá er ekki hægt að kvarta. En ég neita því ekki að það hafa komið stundir þegar maður spyr sjálfan sig hvern andskotann maður sé að standa í þessu,“ segir Sverrir Leósson, útgerðar- maður Súlunnar EA, m.a. í hressilegu Ægisviðtali Hefð fyrir saltfiski á austurströnd Kanada „Það er mikil hefð fyrir saltfiskvinnslu og -þurrkun hér. Við erum nokkuð vel staðsettir til að geta afhent vöruna fljótt og örugglega. Ef vara er pöntuð á fimmtudegi eða föstudegi getum við afhent hana á mánudegi eða þriðjudegi í New York eða Miami,“ segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri SÍF Canada og fyrrv. framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Aldrei að gefast upp! „Hvað eiga menn að gera sem hafa unnið alla sína hunds- og kattartíð? Gefast upp? Nei, aldrei! Mér fannst skynsamlegast að fara í það sem ég kann best, þ.e.a.s. á sjóinn, og byrja rólega. Síðan þróaðist þetta smám saman í rétta átt og nú get ég sagt að ég finn ekki fyrir neinu, það er fyrst og fremst gaman að lifa,“ segir Viggó Jón Einarsson, trillukarl á Hofsósi í hressilegu bryggjuspjalli. Gömlu frystihúsin fá margvíslegt hlutverk Gömlu frystihúsin hafa fengið margvíslegt hlutverk um allt land. Þar sem áður var hefðbundin fiskvinnsla er nú t.d. beituframleiðsla á Ísafirði, púttvöllur í Vestmannaeyjum, slökkvibílaframleiðsla í Ólafsfirði o.s.frv. Og eitt af hinum fornfrægu frystihúsum, Ísbjörn- inn í Reykjavík, er nú horfið af yfirborði jarðar og ekkert minnir á það nema dægurlagatexti Bubba Morthens. Ægir birtir úttekt á ör- lögum gömlu frystihúsanna. Átak í gerð sjókorta Sjómælingar Íslands vinna markvisst að því að gefa út ný sjókort af grunnsævi við landið í mælikvarðanum 1:100.000. Nýverið gáfu Sjómælingar út tvö ný sjókort og uppfærðu þrjú eldri kort samkvæmt nýjum mælingum. Árni Þór Vé- steinsson, deildarstjóri kortadeildar Sjómælinga, spjallar við Ægi um sjókorta- gerð Sjómælinga. Norðurströnd herðir róðurinn Norðurströnd ehf. er nokkurra ára gamalt fiskvinnslufyrirtæki sem hefur verið að láta af sér kveða að undanförnu. Í raun má segja að Norðurströnd sé einskonar móðurfélag sem á hlut í þremur fiskvinnslufyrirtækjum, sem eru Norðurós ehf. á Blönduósi, Kolka fiskvinnsla ehf. á Hofsósi og Rípill ehf. í Ólafsfirði. Einnig er Norðurströnd með lítilsháttar starfsemi á Skagaströnd. Ægir ræddi við stjórnendur Norðurstrandar. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2004 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Myndina á forsíðunni tók Óskar Þór Halldórsson af Viggó Jóni Einarssyni, trillukarli, þar sem hann var að landa góðum afla í Sauðarkrókshöfn. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 22 18 28 18 33 12 aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 15:43 Page 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.